Mikil hækkun launakostnaðar ein helsta áhættan fyrir ytri stöðu þjóðarbúsins

Mikil hækkun launakostnaðar á framleidda einingu hér á landi á síðustu árum er „langt yfir“ þeim viðmiðunarmörkum sem Hagstofa Evrópusambandsins (Eurostat) hefur sett til að meta mögulegt ójafnvægi á ytri stöðu hagkerfa. Verði framhald á launahækkunum umfram framleiðnivöxt mun það að líkindum leiða til verðbólgu, meiri viðskiptahalla og um leið gengislækkunar krónunnar, að mati Seðlabankans.
Tengdar fréttir

Raungengi krónu miðað við laun hækkaði um tíu prósent á hálfu ári
Árstíðarleiðrétt er raungengi krónunnar á mælikvarða launakostnaðar um 30 prósent yfir langtímameðaltali. „Það segir okkur að í samhengi við verðmætasköpun og okkar viðskiptalönd séu laun 30 prósent hærri en sögulega séð,“ segir hagfræðingur hjá Arion banka.

Framleiðni stendur í stað þrátt fyrir mikinn hagvöxt eftir faraldurinn
Þrátt fyrir skjótan og umtalsverðan efnahagsbata eftir faraldurinn þá hefur það að sama skapi ekki skilað sér í auknum vexti í framleiðni sem hefur staðið í stað um tveggja ára skeið. Landsframleiðsla á mann um mitt þetta ár var þannig sú hin sama og á árinu 2019, segir aðalhagfræðingur Seðlabankans.