Árásir gerðar á herstöðvar Bandaríkjanna Samúel Karl Ólason skrifar 19. október 2023 14:20 Frá mótmælum í Bagdad um síðustu helgi, sem haldin voru til stuðnings Palestínumanna. Nokkrir vígahópar sem studdir eru af Íran eru með starfsemi í Írak. AP/Anmar Khalil Bandarískir hermenn eru sagðir hafa slasast lítillega í drónárásum á herstöðvar Bandaríkjanna í Írak í gær. Tveimur drónum var flogið að al Asad flugstöðinni í vesturhluta Íraks og einum að annarri herstöð í norðurhluta landsins. Samkvæmt AP fréttaveitunni voru tveir af drónunum skotnir niður en annar í flugstöðinni einungis skemmdur. Einhverjir hermenn eru sagðir hafa orðið fyrir lítilvægum meiðslum. Vígahópar sem njóta stuðnings yfirvalda í Íran hafa hótað því að gera árásir á herstöðvar Bandaríkjanna vegna stuðnings þeirra við Ísrael. Hamas-samtökin njóta einnig stuðnings Írana, eins og Hezbollah-samtökin í Líbanon. Regnhlífasamtök þessara hópa í Írak hafa lýst yfir ábyrgð á drónaárásunum og heita frekari árásum á næstunni. U.S. Forces Defend Against Drones in Iraq https://t.co/URHNRuPdvn pic.twitter.com/C1tcdBTuyo— U.S. Central Command (@CENTCOM) October 18, 2023 Fregnir hafa einnig borist af árásum á herstöðvar í Sýrlandi í dag en þær eru óstaðfestar. Fréttamiðill í Líbanon, sem tengist yfirvöldum í Íran, sagði frá því fyrr í dag að drónaárás hefði verið á Al-Tanf herstöðinni í Sýrlandi, við landamæri Íraks og Jórdaníu. Þá hefði eldflaugum verið skotið að Conoco herstöðinni í Der al-Zor héraði. Eins og áður hefur þetta ekki verið staðfest af Bandaríkjamönnum. Segjast bíða eftir skipunum frá Teheran Frá því stríðið milli Hamas og Ísrael hófst þann 7. október, hefur mest athygli beinst að Hezbolla í Líbanon,. Aðrir hópar í Mið-Austurlöndum, eins og þeir í Írak, hafa einnig hótað árásum gegn Bandaríkjamönnum. Þessir hópar tilkynntu í gær að þeir hefðu stofnað sameiginlega yfirbyggingu sem ætlað væri að hjálpa Hamas-samtökunum. Hvað það felur í sér er óljóst. Tveir heimildarmenn AP sem eru í hópunum segja meðlimi þeirra tilbúna til að taka þátt í baráttunni gegn Ísrael en yfirvöld í Íran hafi ekki enn gefið grænt ljós á að opna nýjar víglínur. Heimildarmennirnir segja nokkra af leiðtogum íröksku hópanna vera í Líbanon og Sýrlandi, ef ske kynni að skipanir berist frá Íran. Bandaríkjamenn eru með flota í austurhluta Miðjarðarhafsins. Þar á meðal er flugmóðurskip og er einnig verið að sigla öðru þangað. Þá gaf Joe Biden, forseti, nýverið skipun um að herdeild landgönguliða yrði einnig send á svæðið. Biden hefur reglulega varað aðra aðila, og þá aðallega Írana, við því að reyna að nýta sér stríð Hamas og Ísraela. Írak Sýrland Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Tengdar fréttir „Aldrei verið jafn þungt yfir Ísrael“ Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segir Hamas, Hezbollah og bakhjarla þeirra í Íran vilja færa Mið-Austurlönd aftur til tíma stríða, þrælkunar og útrýmingar. Hann segir heiminn allan þurfa að standa með Ísrael í baráttunni við þennan „ás hins illa“. 19. október 2023 12:04 Semja um neyðaraðstoð en segja hana háða framgöngu Hamas Eftir margra klukkustunda langan fund Joe Biden Bandaríkjaforseta og Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, í gær samþykktu Ísraelsmenn að hleypa neyðaraðstoð til handa íbúum Gasa yfir landamærin við Egyptaland. 19. október 2023 06:49 Hver átti sprengjuna? Mikil óvissa ríkir um það hver beri ábyrgð á sprengingunni sem varð við al Ahli Arab sjúkrahúsið á Gasa í gærkvöldi. Strax eftir sprenginguna lýsti heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem stýrt er af Hamas, því yfir að hundruð hefðu fallið og særst og beindu forsvarsmenn Hamas-samtakanna spjótum sínum strax að ísraelska hernum. 18. október 2023 14:26 Mest lesið Trump titlar sig konung Erlent Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Erlent Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Innlent Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Innlent Traustið við frostmark Innlent Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Erlent Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Innlent Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Innlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Ummæli Trumps lofi ekki góðu Innlent Fleiri fréttir Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Sjá meira
Samkvæmt AP fréttaveitunni voru tveir af drónunum skotnir niður en annar í flugstöðinni einungis skemmdur. Einhverjir hermenn eru sagðir hafa orðið fyrir lítilvægum meiðslum. Vígahópar sem njóta stuðnings yfirvalda í Íran hafa hótað því að gera árásir á herstöðvar Bandaríkjanna vegna stuðnings þeirra við Ísrael. Hamas-samtökin njóta einnig stuðnings Írana, eins og Hezbollah-samtökin í Líbanon. Regnhlífasamtök þessara hópa í Írak hafa lýst yfir ábyrgð á drónaárásunum og heita frekari árásum á næstunni. U.S. Forces Defend Against Drones in Iraq https://t.co/URHNRuPdvn pic.twitter.com/C1tcdBTuyo— U.S. Central Command (@CENTCOM) October 18, 2023 Fregnir hafa einnig borist af árásum á herstöðvar í Sýrlandi í dag en þær eru óstaðfestar. Fréttamiðill í Líbanon, sem tengist yfirvöldum í Íran, sagði frá því fyrr í dag að drónaárás hefði verið á Al-Tanf herstöðinni í Sýrlandi, við landamæri Íraks og Jórdaníu. Þá hefði eldflaugum verið skotið að Conoco herstöðinni í Der al-Zor héraði. Eins og áður hefur þetta ekki verið staðfest af Bandaríkjamönnum. Segjast bíða eftir skipunum frá Teheran Frá því stríðið milli Hamas og Ísrael hófst þann 7. október, hefur mest athygli beinst að Hezbolla í Líbanon,. Aðrir hópar í Mið-Austurlöndum, eins og þeir í Írak, hafa einnig hótað árásum gegn Bandaríkjamönnum. Þessir hópar tilkynntu í gær að þeir hefðu stofnað sameiginlega yfirbyggingu sem ætlað væri að hjálpa Hamas-samtökunum. Hvað það felur í sér er óljóst. Tveir heimildarmenn AP sem eru í hópunum segja meðlimi þeirra tilbúna til að taka þátt í baráttunni gegn Ísrael en yfirvöld í Íran hafi ekki enn gefið grænt ljós á að opna nýjar víglínur. Heimildarmennirnir segja nokkra af leiðtogum íröksku hópanna vera í Líbanon og Sýrlandi, ef ske kynni að skipanir berist frá Íran. Bandaríkjamenn eru með flota í austurhluta Miðjarðarhafsins. Þar á meðal er flugmóðurskip og er einnig verið að sigla öðru þangað. Þá gaf Joe Biden, forseti, nýverið skipun um að herdeild landgönguliða yrði einnig send á svæðið. Biden hefur reglulega varað aðra aðila, og þá aðallega Írana, við því að reyna að nýta sér stríð Hamas og Ísraela.
Írak Sýrland Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Tengdar fréttir „Aldrei verið jafn þungt yfir Ísrael“ Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segir Hamas, Hezbollah og bakhjarla þeirra í Íran vilja færa Mið-Austurlönd aftur til tíma stríða, þrælkunar og útrýmingar. Hann segir heiminn allan þurfa að standa með Ísrael í baráttunni við þennan „ás hins illa“. 19. október 2023 12:04 Semja um neyðaraðstoð en segja hana háða framgöngu Hamas Eftir margra klukkustunda langan fund Joe Biden Bandaríkjaforseta og Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, í gær samþykktu Ísraelsmenn að hleypa neyðaraðstoð til handa íbúum Gasa yfir landamærin við Egyptaland. 19. október 2023 06:49 Hver átti sprengjuna? Mikil óvissa ríkir um það hver beri ábyrgð á sprengingunni sem varð við al Ahli Arab sjúkrahúsið á Gasa í gærkvöldi. Strax eftir sprenginguna lýsti heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem stýrt er af Hamas, því yfir að hundruð hefðu fallið og særst og beindu forsvarsmenn Hamas-samtakanna spjótum sínum strax að ísraelska hernum. 18. október 2023 14:26 Mest lesið Trump titlar sig konung Erlent Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Erlent Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Innlent Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Innlent Traustið við frostmark Innlent Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Erlent Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Innlent Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Innlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Ummæli Trumps lofi ekki góðu Innlent Fleiri fréttir Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Sjá meira
„Aldrei verið jafn þungt yfir Ísrael“ Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segir Hamas, Hezbollah og bakhjarla þeirra í Íran vilja færa Mið-Austurlönd aftur til tíma stríða, þrælkunar og útrýmingar. Hann segir heiminn allan þurfa að standa með Ísrael í baráttunni við þennan „ás hins illa“. 19. október 2023 12:04
Semja um neyðaraðstoð en segja hana háða framgöngu Hamas Eftir margra klukkustunda langan fund Joe Biden Bandaríkjaforseta og Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, í gær samþykktu Ísraelsmenn að hleypa neyðaraðstoð til handa íbúum Gasa yfir landamærin við Egyptaland. 19. október 2023 06:49
Hver átti sprengjuna? Mikil óvissa ríkir um það hver beri ábyrgð á sprengingunni sem varð við al Ahli Arab sjúkrahúsið á Gasa í gærkvöldi. Strax eftir sprenginguna lýsti heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem stýrt er af Hamas, því yfir að hundruð hefðu fallið og særst og beindu forsvarsmenn Hamas-samtakanna spjótum sínum strax að ísraelska hernum. 18. október 2023 14:26