Hamas sögðu í yfirlýsingu að gíslunum, bandarískum mæðgum, hafi verið sleppt af mannúðarástæðum. Það hafi verið gert vegna samkomulags við yfirvöld í Katar. Rauði krossinn í Ísrael staðfestir að mæðgurnar séu komnar í öruggt skjól.
Samkvæmt AP fréttaveitunni hafa hvorki bandarísk né ísraelsk stjórnvöld tjáð sig um málið en Ísraelar segja að Hamas-liðar hafi tekið um tvö hundruð óbreytta borgara sem gísla, síðan átökin hófust, fyrir tæpum tveimur vikum.