Biðja starfsfólk að láta yfirmenn vita Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 22. október 2023 10:50 Icelandair, Play og Isavia biðja starfsfólk að láta vita hyggist það taka þátt í verkfallinu. Vísir/Vilhelm Icelandair og Play styðja starfsfólk sem hyggst leggja niður störf vegna kvenna- og kváraverkfalls á þriðjudag. Isavia sem meðal annars rekur Keflavíkurflugvöll gerir slíkt hið sama. Fólk er beðið um að láta yfirmann vita ef það ætlar að taka þátt. Vonir eru bundnar við að ekki verði tafir á flugsamgöngum. Fyrirtæki og stofnanir víðsvegar um land eru í óðaönn að skipuleggja hvernig næsta þriðjudegi verði háttað vegna allsherjarverkfalls. Gert er ráð fyrir því að fjölmargar konur og kvár leggi niður störf og gæti það eðli málsins samkvæmt haft áhrif á flugsamgöngur. Íslensku flugfélögin, Icelandair og Play, styðja starfsfólk svo lengi sem það bitnar ekki á flugöryggi. Isavia bindur vonir við að ekki verði tafir á flugsamgöngum. Beðin um að láta vita Í skriflegu svari frá Play segir að flugfélagið styðji verkfallið af heilum og hug. Laun þeirra sem taki þátt í verkfallinu verði ekki skert. 550 einstaklingar starfi hjá Play og að jafnt hlutfall sé milli kvenna og karla. „Flugfélagið hefur beðið starfsfólk að láta vita ef það hyggst taka þátt í verkfallinu og hefur að sama skapi beðið það starfsfólk sem ekki á flug 24. október að láta vita ef það er tilbúið til að mæta til vinnu. Er þetta gert til að tryggja fyrirsjáanleika í flugrekstri og hefur svörun starfsmanna verið á þá leið að flugáætlun félagsins 24. október stendur óbreytt.“ Icelandair tekur í sama streng og segir að félagið leggi áherslu á að starfsfólk njóti jafnréttis. Hjá félaginu eru konur tæp 50 prósent af starfshópnum. „Icelandair styður konur og kvár sem vilja og geta tekið þátt í deginum og ekki verður dregið af launum þeirra sem það gera. Ákveðin störf eru þó ómissandi hlekkur í þeirri keðju að halda flugsamgöngum gangandi og koma farþegum og vörum á milli staða um leið og öryggis- og þjónustuloforð félagsins eru uppfyllt. Því hefur verið óskað eftir því við starfsfólk sem hyggst taka þátt í deginum að láta vita með fyrirvara svo hægt sé að gera nauðsynlegar ráðstafanir,“ segir í skriflegu svari Icelandair. Vona að engar tafir verði Og Isavia er við öllu búið. Fyrirkomulagið er nákvæmlega eins og hjá flugfélögunum: starfsfólk er beðið um að láta vita. „40% starfsfólks samstæðunnar eru konur sem sinna bæði mikilvægum og fjölbreyttum störfum. Við munum ekki draga laun af þeim konum og kvár sem leggja niður störf þennan dag ef það er gert í samráði við næsta stjórnanda og að því gefnu að það ógni ekki flugöryggi. Við sjáum fram á að geta staðið við okkar skuldbindingar hvað varðar þjónustu og rekstur flugvallarins á kvennafrídaginn og vonumst til að ekki verði tafir á flugsamgöngum þann daginn. Við hvetjum fólk engu að síður til að mæta tímanlega í flug þennan dag, sem og aðra daga og eyða frekar tímanum á verslunar- og veitingasvæðinu heldur en í biðröðum ef til þeirra kemur.“ Fréttir af flugi Icelandair Play Kvennaverkfall Kvennafrídagurinn Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Fleiri fréttir Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Sjá meira
Fyrirtæki og stofnanir víðsvegar um land eru í óðaönn að skipuleggja hvernig næsta þriðjudegi verði háttað vegna allsherjarverkfalls. Gert er ráð fyrir því að fjölmargar konur og kvár leggi niður störf og gæti það eðli málsins samkvæmt haft áhrif á flugsamgöngur. Íslensku flugfélögin, Icelandair og Play, styðja starfsfólk svo lengi sem það bitnar ekki á flugöryggi. Isavia bindur vonir við að ekki verði tafir á flugsamgöngum. Beðin um að láta vita Í skriflegu svari frá Play segir að flugfélagið styðji verkfallið af heilum og hug. Laun þeirra sem taki þátt í verkfallinu verði ekki skert. 550 einstaklingar starfi hjá Play og að jafnt hlutfall sé milli kvenna og karla. „Flugfélagið hefur beðið starfsfólk að láta vita ef það hyggst taka þátt í verkfallinu og hefur að sama skapi beðið það starfsfólk sem ekki á flug 24. október að láta vita ef það er tilbúið til að mæta til vinnu. Er þetta gert til að tryggja fyrirsjáanleika í flugrekstri og hefur svörun starfsmanna verið á þá leið að flugáætlun félagsins 24. október stendur óbreytt.“ Icelandair tekur í sama streng og segir að félagið leggi áherslu á að starfsfólk njóti jafnréttis. Hjá félaginu eru konur tæp 50 prósent af starfshópnum. „Icelandair styður konur og kvár sem vilja og geta tekið þátt í deginum og ekki verður dregið af launum þeirra sem það gera. Ákveðin störf eru þó ómissandi hlekkur í þeirri keðju að halda flugsamgöngum gangandi og koma farþegum og vörum á milli staða um leið og öryggis- og þjónustuloforð félagsins eru uppfyllt. Því hefur verið óskað eftir því við starfsfólk sem hyggst taka þátt í deginum að láta vita með fyrirvara svo hægt sé að gera nauðsynlegar ráðstafanir,“ segir í skriflegu svari Icelandair. Vona að engar tafir verði Og Isavia er við öllu búið. Fyrirkomulagið er nákvæmlega eins og hjá flugfélögunum: starfsfólk er beðið um að láta vita. „40% starfsfólks samstæðunnar eru konur sem sinna bæði mikilvægum og fjölbreyttum störfum. Við munum ekki draga laun af þeim konum og kvár sem leggja niður störf þennan dag ef það er gert í samráði við næsta stjórnanda og að því gefnu að það ógni ekki flugöryggi. Við sjáum fram á að geta staðið við okkar skuldbindingar hvað varðar þjónustu og rekstur flugvallarins á kvennafrídaginn og vonumst til að ekki verði tafir á flugsamgöngum þann daginn. Við hvetjum fólk engu að síður til að mæta tímanlega í flug þennan dag, sem og aðra daga og eyða frekar tímanum á verslunar- og veitingasvæðinu heldur en í biðröðum ef til þeirra kemur.“
Fréttir af flugi Icelandair Play Kvennaverkfall Kvennafrídagurinn Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Fleiri fréttir Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Sjá meira