Hættur við að fá gestaþjóna í kvennaverkfalli og biðst afsökunar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. október 2023 17:46 Haraldur Þorleifsson, hefur hætt við sérstakan viðburð á Önnu Jónu á morgun. Vísir/Vilhelm Haraldur Þorleifsson, eigandi veitingahússins Önnu Jónu, er hættur við að fá þjóðþekkta einstaklinga til að hlaupa í skarðið fyrir kvenkyns þjóna á morgun í tilefni af kvennaverkfalli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Haraldi á samfélagsmiðlinum X. Haraldur hafði meðal annars fengið þjóðþekkta einstaklinga eins og Ara Eldjárn, Unnstein Manuel, Braga Valdimar og fleiri til liðs við sig á morgun. Áætlanirnar hafa vakið mikla athygli og sætt gagnrýni. Sóley Tómasdóttir er meðal þeirra sem hefur gagnrýnt viðburðinn og Harald sjálfan. Hún hefur sagt að um bakslag væri að ræða þar sem vel meinandi körlum sem langi til að láta leggja sitt af mörkum standist ekki freistinguna til að láta kvennaverkfallið snúast um sig. Vildi búa til stað fyrir konur Haraldur segir í tilkynningu sinni að konur, þeirra upplifun, þeirra samstaða og þeirra verkfall væri og ætti að vera aðalatriðið á þessum degi. „Á morgun verða mikið af konum í bænum. Sem eigandi veitingastaðar í miðbænum, sem er fyrst og fremst búinn til fyrir konur, þá vildi ég búa til stað þar sem þær getu verið saman. Með þessu gerði ég það sem karlar eins og ég gera alltof oft og vildi reyna að vera með — í staðinn fyrir að gefa konum allt plássið eins og þær eiga skilið.“ Haraldur segist í dag hafa talað við mörg og heyrt að mörgum hafi fundist óviðeigandi að karlar eins og hann fengju mikla athygli á degi sem ætti að snúast um mismunun og ofbeldi gegn konun. Hann væri algjörlega sammála því. Væri rangur útgangspunktur að fá hrós Haraldur tekur fram að sinn reynsluheimur og reynsluheimur karla sé allt annar en kvenna. Þegar honum hafi verið sagt af konum í dag sem hann ber ómælda virðingu fyrir, að hann væri ekki að hjálpa heldur þvert á móti, hafi hann séð það sem hann átti að sjálfsögðu að sjá fyrr. „Mér þykir mjög leitt að þessi viðburður á morgun á Önnu Jónu hafi dregið athygli frá því sem skiptir raunverulega máli á þessum degi. Við verðum með opið á morgun og munum gera okkar besta við að þjóna þeim konum og kvárum sem koma til okkar en gestaþjónarnir verða hinsvegar ekki með okkur.“ Haraldur segir að það sé ekki hlutverk kvenna að kenna körlum eins og sér hvernig eigi að haga sér. Hann segist samt sem áður ótrúlega þakklátur þeim sem hafi í dag talað hreinskilið um þetta mál. „Ég býst við því að einhver munu hrósa mér fyrir að sjá að mér. Það væri algjörlega rangur útgangspunktur og myndi aftur setja athyglina á rangan stað. Þau sem eiga allt hrós skilið eru þær konur og kvár sem hafa vakið mig, og okkur öll, til enn frekari vitundar um þessi risastóru og mikilvægu mál.“ Á morgun, þriðjudaginn 24.október er Kvennaverkfall.Dagur þar sem konur leggja niður öll störf til að sýna með beinum hætti hvað framlag þeirra í samfélaginu er mikilvægt.Þar sem þær minna m.a. á að kynbundið ofbeldi er miklu algengara en mörg okkar gera okkur grein fyrir og — Halli (@iamharaldur) October 23, 2023 Kvennaverkfall Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Haraldi á samfélagsmiðlinum X. Haraldur hafði meðal annars fengið þjóðþekkta einstaklinga eins og Ara Eldjárn, Unnstein Manuel, Braga Valdimar og fleiri til liðs við sig á morgun. Áætlanirnar hafa vakið mikla athygli og sætt gagnrýni. Sóley Tómasdóttir er meðal þeirra sem hefur gagnrýnt viðburðinn og Harald sjálfan. Hún hefur sagt að um bakslag væri að ræða þar sem vel meinandi körlum sem langi til að láta leggja sitt af mörkum standist ekki freistinguna til að láta kvennaverkfallið snúast um sig. Vildi búa til stað fyrir konur Haraldur segir í tilkynningu sinni að konur, þeirra upplifun, þeirra samstaða og þeirra verkfall væri og ætti að vera aðalatriðið á þessum degi. „Á morgun verða mikið af konum í bænum. Sem eigandi veitingastaðar í miðbænum, sem er fyrst og fremst búinn til fyrir konur, þá vildi ég búa til stað þar sem þær getu verið saman. Með þessu gerði ég það sem karlar eins og ég gera alltof oft og vildi reyna að vera með — í staðinn fyrir að gefa konum allt plássið eins og þær eiga skilið.“ Haraldur segist í dag hafa talað við mörg og heyrt að mörgum hafi fundist óviðeigandi að karlar eins og hann fengju mikla athygli á degi sem ætti að snúast um mismunun og ofbeldi gegn konun. Hann væri algjörlega sammála því. Væri rangur útgangspunktur að fá hrós Haraldur tekur fram að sinn reynsluheimur og reynsluheimur karla sé allt annar en kvenna. Þegar honum hafi verið sagt af konum í dag sem hann ber ómælda virðingu fyrir, að hann væri ekki að hjálpa heldur þvert á móti, hafi hann séð það sem hann átti að sjálfsögðu að sjá fyrr. „Mér þykir mjög leitt að þessi viðburður á morgun á Önnu Jónu hafi dregið athygli frá því sem skiptir raunverulega máli á þessum degi. Við verðum með opið á morgun og munum gera okkar besta við að þjóna þeim konum og kvárum sem koma til okkar en gestaþjónarnir verða hinsvegar ekki með okkur.“ Haraldur segir að það sé ekki hlutverk kvenna að kenna körlum eins og sér hvernig eigi að haga sér. Hann segist samt sem áður ótrúlega þakklátur þeim sem hafi í dag talað hreinskilið um þetta mál. „Ég býst við því að einhver munu hrósa mér fyrir að sjá að mér. Það væri algjörlega rangur útgangspunktur og myndi aftur setja athyglina á rangan stað. Þau sem eiga allt hrós skilið eru þær konur og kvár sem hafa vakið mig, og okkur öll, til enn frekari vitundar um þessi risastóru og mikilvægu mál.“ Á morgun, þriðjudaginn 24.október er Kvennaverkfall.Dagur þar sem konur leggja niður öll störf til að sýna með beinum hætti hvað framlag þeirra í samfélaginu er mikilvægt.Þar sem þær minna m.a. á að kynbundið ofbeldi er miklu algengara en mörg okkar gera okkur grein fyrir og — Halli (@iamharaldur) October 23, 2023
Kvennaverkfall Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira