Meiddist á versta tíma: „Enn meira svekkjandi að detta út þegar manni hafði gengið svona vel“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. október 2023 08:00 Teitur Örn Einarsson er þekktur fyrir sín þrumuskot. vísir/vilhelm Loksins þegar Teitur Örn Einarsson hafði fengið langþráð tækifæri með Flensburg og kominn á gott skrið meiddist hann. Selfyssingurinn fékk þungt högg á augað í Evrópuleik. Eftir að hafa fengið fá tækifæri framan af tímabili skoraði Teitur sjö mörk þegar Flensburg sigraði Balingen, 32-28, í síðustu viku. Hann var áfram sjóðheitur í Íslendingaslag gegn Kadetten Schaffhausen í Evrópudeildinni og skoraði sex mörk úr fyrstu átta skotum sínum í leiknum. Níunda skot hans fór líka í markið en fórnarkostnaðurinn var ansi mikill. Hann fékk nefnilega þungt högg á augað þegar hann skoraði sitt sjöunda mark í leiknum. Handbolti.is greindi fyrst frá. „Ég var á leiðinni á áras og fór í undirhandarskot. Varnarmaðurinn kom hratt út á móti mér og ég fór á fullt í skotið. Ég beygði mig aðeins niður og hann reyndi að brjóta á mér þannig að augað fór beint í axlarbeinið á honum. Ég fékk helvíti þungt högg á hausinn og augað og fékk léttan heilahristing við þetta. Það er eina ástæðan fyrir því að ég er frá,“ sagði Teitur í samtali við Vísi. Hann segir að það sé í lagi með augað þrátt fyrir höggið þunga. „Ég er með glóðarauga og nokkrar sprungnar æðar. Ég er búinn að fara til augnlæknis og láta mynda öll beinin í kring og það er ekkert brotið eða að auganu,“ sagði skyttan skotfasta. Teitur í leik Flensburg gegn Val í Evrópudeildinni á síðasta tímabili.vísir/vilhelm Teitur missti af leikjunum gegn Balingen í þýsku úrvalsdeildinni um helgina og gegn Lovcen-Cetinje í Svartfjallalandi í Evrópudeildinni í gær. Ef hann fær að ráða snýr hann aftur á völlinn gegn Eisenach um helgina. „Mig langar að ná leiknum á laugardaginn og stefni á það. En ég verð að fylgja heilsunni og því sem læknarnir segja. Svona höfuðvandamál geta verið snúnari en maður gerir sér grein fyrir. Mér líður vel og hef ekki fundið nein einkenni síðustu tvo daga. En maður þarf að fara mjög varlega og ég er undir stöðugu eftirliti lækna og lyftingaþjálfara, að fara rólega af stað og fylgja því sem hausinn á mér segir.“ Sem fyrr sagði hafði Teitur verið heitur og skorað grimmt áður en hann meiddist gegn Kadetten. Það er svo sem aldrei góður tími til að meiðast en tíminn núna var sérstaklega slæmur fyrir Selfyssinginn knáa. „Ég var farinn að finna mig mjög vel og loksins farinn að fá spiltíma. Það er alltaf enn meira svekkjandi að detta út þegar manni hafði gengið svona vel og var að hjálpa liðinu,“ sagði Teitur sem kom til Flensburg frá Kristianstad fyrir tveimur árum. Þýski handboltinn Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
Eftir að hafa fengið fá tækifæri framan af tímabili skoraði Teitur sjö mörk þegar Flensburg sigraði Balingen, 32-28, í síðustu viku. Hann var áfram sjóðheitur í Íslendingaslag gegn Kadetten Schaffhausen í Evrópudeildinni og skoraði sex mörk úr fyrstu átta skotum sínum í leiknum. Níunda skot hans fór líka í markið en fórnarkostnaðurinn var ansi mikill. Hann fékk nefnilega þungt högg á augað þegar hann skoraði sitt sjöunda mark í leiknum. Handbolti.is greindi fyrst frá. „Ég var á leiðinni á áras og fór í undirhandarskot. Varnarmaðurinn kom hratt út á móti mér og ég fór á fullt í skotið. Ég beygði mig aðeins niður og hann reyndi að brjóta á mér þannig að augað fór beint í axlarbeinið á honum. Ég fékk helvíti þungt högg á hausinn og augað og fékk léttan heilahristing við þetta. Það er eina ástæðan fyrir því að ég er frá,“ sagði Teitur í samtali við Vísi. Hann segir að það sé í lagi með augað þrátt fyrir höggið þunga. „Ég er með glóðarauga og nokkrar sprungnar æðar. Ég er búinn að fara til augnlæknis og láta mynda öll beinin í kring og það er ekkert brotið eða að auganu,“ sagði skyttan skotfasta. Teitur í leik Flensburg gegn Val í Evrópudeildinni á síðasta tímabili.vísir/vilhelm Teitur missti af leikjunum gegn Balingen í þýsku úrvalsdeildinni um helgina og gegn Lovcen-Cetinje í Svartfjallalandi í Evrópudeildinni í gær. Ef hann fær að ráða snýr hann aftur á völlinn gegn Eisenach um helgina. „Mig langar að ná leiknum á laugardaginn og stefni á það. En ég verð að fylgja heilsunni og því sem læknarnir segja. Svona höfuðvandamál geta verið snúnari en maður gerir sér grein fyrir. Mér líður vel og hef ekki fundið nein einkenni síðustu tvo daga. En maður þarf að fara mjög varlega og ég er undir stöðugu eftirliti lækna og lyftingaþjálfara, að fara rólega af stað og fylgja því sem hausinn á mér segir.“ Sem fyrr sagði hafði Teitur verið heitur og skorað grimmt áður en hann meiddist gegn Kadetten. Það er svo sem aldrei góður tími til að meiðast en tíminn núna var sérstaklega slæmur fyrir Selfyssinginn knáa. „Ég var farinn að finna mig mjög vel og loksins farinn að fá spiltíma. Það er alltaf enn meira svekkjandi að detta út þegar manni hafði gengið svona vel og var að hjálpa liðinu,“ sagði Teitur sem kom til Flensburg frá Kristianstad fyrir tveimur árum.
Þýski handboltinn Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða