Þriðji besti CrossFit kappi landsins óttast það að vera rekinn úr landi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. október 2023 08:01 Carlos Fernandez varð í þriðja sæti á Íslandsmótinu í CrossFit á dögunum. S2 Sport Carlos Fernandez hafnaði í þriðja sæti á Íslandsmótinu í Crossfit á dögunum en hann bíður nú eftir niðurstöðum frá Útlendingastofnun og óttast að hann verði rekinn úr landi. Carlos hefur nú verið búsettur í Keflavík í tæplega ár. Carlos sem er frá Venesúela gerði sér lítið fyrir og hafnaði í þriðja sæti á Íslandsmótinu í opnu flokki sem haldið var í Crossfit Reykjavík fyrr í þessum mánuði. Hann var á eftir þeim Bjarna Leifi og Frederik Ægidius. Hann segist hafa fallið fyrir íþróttinni um leið. „Þegar ég æfi geri ég það alltaf til að vinna. Ég keppti á móti ótrúlega góðum íþróttamönnum á mjög háu plani,“ sagði Carlos í samtali við Stefán Árni Pálsson. Mjög slæmt ástand í Venesúela Hann kom frá Venesúela en hvernig er ástandið þar? „Í augnablikinu er það mjög slæmt ef satt skal segja. Íslensk stjórnvöld segja að ástandið fari batnandi en það er ekki rétt. Allir sem eru hér og eiga fjölskyldu þar vita hvernig ástandið er. Við erum erum virkilega hrædd við að fara þangað af þeim ástæðum,“ sagði Carlos. „Ég vil vera hér og byggja upp líf mitt hér sem CrossFit íþróttamaður og sem manneskja. Ísland er mjög fallegt land til að eiga líf og það allt,“ sagði Carlos. Kom hingað fyrir ellefu mánuðum Carlos kom til landsins fyrir ellefu mánuðum sem flóttamaður. Kærunefnd útlendingamála úrskurðaði á dögunum að heimilt væri að synja umsóknum fólks frá Venesúela um alþjóðlega vernd hér á landi. Um fimmtán hundruð Venesúelabúar dvelja hér á landi og bíða eftir endanlegri niðurstöðu í málum sínum hjá Útlendingastofnun og kærunefndinni. Er Carlos hræddur um að verða vísað úr landi núna? „Svo sannarlega. Mér líður vel í landinu og ég er ánægður hérna. Ég er þakklátur stjórnvöldum og fólkinu og þá sérstaklega í bænum mínum Keflavík. Fólkið hjá CrossFit Suðurnes kemur fram við mig eins og annað fólk hérna. Eins og ég sé einn af fjölskyldunni,“ sagði Carlos. Hefur áfrýjað Carlos hefur áfrýjað ákvörðun útlendingarstofnunnar um að senda hann úr landi og bíður nú eftir niðurstöðu. Ef ákvörðunin verður ekki honum hagstæð gæti hann þurft að fara úr landi strax næsta dag. „Ef ég fæ svarið á morgun verð ég sennilega að yfirgefa landið innan fimmtán daga eða eitthvað. Ég hef þegar fengið fyrsta svarið í mínu máli. Ég áfrýjaði ákvörðuninni eins og ég sagði þér áðan en ef ég fær svarið á morgun eða hvenær sem þau vilja þá þarf ég að fara úr landi,“ sagði Carlos. Er hann bjartsýnn um að vera hér áfram? „Já hundrað prósent. Alltaf,“ sagði Carlos. CrossFit Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Fær Ólympíugullið sitt fimmtán árum síðar Sjá meira
Carlos sem er frá Venesúela gerði sér lítið fyrir og hafnaði í þriðja sæti á Íslandsmótinu í opnu flokki sem haldið var í Crossfit Reykjavík fyrr í þessum mánuði. Hann var á eftir þeim Bjarna Leifi og Frederik Ægidius. Hann segist hafa fallið fyrir íþróttinni um leið. „Þegar ég æfi geri ég það alltaf til að vinna. Ég keppti á móti ótrúlega góðum íþróttamönnum á mjög háu plani,“ sagði Carlos í samtali við Stefán Árni Pálsson. Mjög slæmt ástand í Venesúela Hann kom frá Venesúela en hvernig er ástandið þar? „Í augnablikinu er það mjög slæmt ef satt skal segja. Íslensk stjórnvöld segja að ástandið fari batnandi en það er ekki rétt. Allir sem eru hér og eiga fjölskyldu þar vita hvernig ástandið er. Við erum erum virkilega hrædd við að fara þangað af þeim ástæðum,“ sagði Carlos. „Ég vil vera hér og byggja upp líf mitt hér sem CrossFit íþróttamaður og sem manneskja. Ísland er mjög fallegt land til að eiga líf og það allt,“ sagði Carlos. Kom hingað fyrir ellefu mánuðum Carlos kom til landsins fyrir ellefu mánuðum sem flóttamaður. Kærunefnd útlendingamála úrskurðaði á dögunum að heimilt væri að synja umsóknum fólks frá Venesúela um alþjóðlega vernd hér á landi. Um fimmtán hundruð Venesúelabúar dvelja hér á landi og bíða eftir endanlegri niðurstöðu í málum sínum hjá Útlendingastofnun og kærunefndinni. Er Carlos hræddur um að verða vísað úr landi núna? „Svo sannarlega. Mér líður vel í landinu og ég er ánægður hérna. Ég er þakklátur stjórnvöldum og fólkinu og þá sérstaklega í bænum mínum Keflavík. Fólkið hjá CrossFit Suðurnes kemur fram við mig eins og annað fólk hérna. Eins og ég sé einn af fjölskyldunni,“ sagði Carlos. Hefur áfrýjað Carlos hefur áfrýjað ákvörðun útlendingarstofnunnar um að senda hann úr landi og bíður nú eftir niðurstöðu. Ef ákvörðunin verður ekki honum hagstæð gæti hann þurft að fara úr landi strax næsta dag. „Ef ég fæ svarið á morgun verð ég sennilega að yfirgefa landið innan fimmtán daga eða eitthvað. Ég hef þegar fengið fyrsta svarið í mínu máli. Ég áfrýjaði ákvörðuninni eins og ég sagði þér áðan en ef ég fær svarið á morgun eða hvenær sem þau vilja þá þarf ég að fara úr landi,“ sagði Carlos. Er hann bjartsýnn um að vera hér áfram? „Já hundrað prósent. Alltaf,“ sagði Carlos.
CrossFit Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Fær Ólympíugullið sitt fimmtán árum síðar Sjá meira