Norvik gerir yfirtökutilboð í nítján milljarða króna félag Árni Sæberg skrifar 27. október 2023 10:07 Jón Helgi Guðmundsson, oftast kenndur við Byko, er aðaleigandi fjárfestingafélagsins Norvik. Norvik Norvik hefur sent tilkynningu til sænsku Kauphallarinnar um að lagt verði fram valfrjálst yfirtökutilboð í allt hlutafé Bergs Timber AB, sem starfar í alþjóðlegum timburiðnaði. Tilboðið hljóðar upp á gengið 44,50 sænskar krónur fyrir hvern hlut í Bergs í reiðufé. Heildarverðmæti hlutafjár Bergs er því áætlað 1,54 milljarðar sænskra króna, sem samsvarar um 19,3 milljörðum íslenskra króna. Í fréttatilkynningu um tilboðið segir að óháðir stjórnarmeðlimir Bergs styðji tilboðið og mæli með að hluthafar félagsins taki tilboðinu. Tilboðið sé háð fyrirvörum, svo sem um að Norvik eignist níutíu prósent hlut í félaginu og að viðeigandi yfirvöld veiti samþykki fyrir viðskiptunum. Seldu Bergs erlenda starfsemi Þá segir að fyrir tilboðið eigi Norvik tæplega 59 prósent hlut í Bergs og hafi verið stærsti hluthafi félagsins frá árinu 2016. Eignarhluturinn hafi komið til í kjölfar sölu Norvik á erlendri starfsemi sinni til Bergs. Síðan þá hafi Norvik stutt við uppbyggingu félagsins. Stefnt hafi verið á yfirtökur og önnur tækifæri, sem fæli í sér að eignarhlutur Norvik í félaginu færi lækkandi. „Sú stefna hefur ekki gengið eftir auk þess sem markaðsaðstæður hafa breyst til verri vegar. Til viðbótar hafa nýlegar aðgerðir, fjárfestingar og verkefni hjá Bergs ekki endurspeglast í skráðu gengi félagsins. Norvik hefur því komist að þeirri niðurstöðu að tækifærin til að nýta möguleika Bergs til fulls séu meiri í óskráðu umhverfi,“ segir í tilkynningu. Taka félagið af markaði eftir tæplega 40 ára veru þar Bergs samstæðan samanstandi af sjálfstæðum dótturfélögum sem þróa, framleiða og markaðssetja timburafurðir. Félagið búi að langri reynslu í timburvinnslu með áherslu á sjálfbærni. Starfsemin fari fram í Svíþjóð, Eistlandi, Lettlandi, Póllandi og Bretlandi og um 1.400 manns starfi hjá félaginu. Vörur samstæðunnar séu seldar í um þrjátíu löndum og Bergs hafi verið skráð á Nasdaq Stockholm frá árinu 1984. Norvik er eignarhaldsfélag í eigu Jóns Helga Guðmundssonar og fjölskyldu. Fjölskyldan er með langa sögu í fjárfestingum þar sem megináherslan hefur verið lögð á timburiðnað, byggingarefni, smásölu og heildsölu, fasteignir og vörustjórnun. Vegferðin hófst árið 1962 með stofnun BYKO. Í dag er BYKO enn í eigu Norvik ásamt fasteignafélaginu Smáragarði og Kambstáli. Norvik er einnig stór hluthafi í íslensku félögunum Kaldalóni og Heimkaup. Erlendis hefur Norvik fjárfest í Bergs og GreenGold, sænsku félagi sem á og rekur skóga í nokkrum löndum Evrópu. Norvik hefur komið að fjöldamörgum verkefnum og fjárfestingum bæði hér heima og erlendis. Kaup og sala fyrirtækja Svíþjóð Byggingariðnaður Mest lesið Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Viðskipti innlent Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Sjá meira
Í fréttatilkynningu um tilboðið segir að óháðir stjórnarmeðlimir Bergs styðji tilboðið og mæli með að hluthafar félagsins taki tilboðinu. Tilboðið sé háð fyrirvörum, svo sem um að Norvik eignist níutíu prósent hlut í félaginu og að viðeigandi yfirvöld veiti samþykki fyrir viðskiptunum. Seldu Bergs erlenda starfsemi Þá segir að fyrir tilboðið eigi Norvik tæplega 59 prósent hlut í Bergs og hafi verið stærsti hluthafi félagsins frá árinu 2016. Eignarhluturinn hafi komið til í kjölfar sölu Norvik á erlendri starfsemi sinni til Bergs. Síðan þá hafi Norvik stutt við uppbyggingu félagsins. Stefnt hafi verið á yfirtökur og önnur tækifæri, sem fæli í sér að eignarhlutur Norvik í félaginu færi lækkandi. „Sú stefna hefur ekki gengið eftir auk þess sem markaðsaðstæður hafa breyst til verri vegar. Til viðbótar hafa nýlegar aðgerðir, fjárfestingar og verkefni hjá Bergs ekki endurspeglast í skráðu gengi félagsins. Norvik hefur því komist að þeirri niðurstöðu að tækifærin til að nýta möguleika Bergs til fulls séu meiri í óskráðu umhverfi,“ segir í tilkynningu. Taka félagið af markaði eftir tæplega 40 ára veru þar Bergs samstæðan samanstandi af sjálfstæðum dótturfélögum sem þróa, framleiða og markaðssetja timburafurðir. Félagið búi að langri reynslu í timburvinnslu með áherslu á sjálfbærni. Starfsemin fari fram í Svíþjóð, Eistlandi, Lettlandi, Póllandi og Bretlandi og um 1.400 manns starfi hjá félaginu. Vörur samstæðunnar séu seldar í um þrjátíu löndum og Bergs hafi verið skráð á Nasdaq Stockholm frá árinu 1984. Norvik er eignarhaldsfélag í eigu Jóns Helga Guðmundssonar og fjölskyldu. Fjölskyldan er með langa sögu í fjárfestingum þar sem megináherslan hefur verið lögð á timburiðnað, byggingarefni, smásölu og heildsölu, fasteignir og vörustjórnun. Vegferðin hófst árið 1962 með stofnun BYKO. Í dag er BYKO enn í eigu Norvik ásamt fasteignafélaginu Smáragarði og Kambstáli. Norvik er einnig stór hluthafi í íslensku félögunum Kaldalóni og Heimkaup. Erlendis hefur Norvik fjárfest í Bergs og GreenGold, sænsku félagi sem á og rekur skóga í nokkrum löndum Evrópu. Norvik hefur komið að fjöldamörgum verkefnum og fjárfestingum bæði hér heima og erlendis.
Kaup og sala fyrirtækja Svíþjóð Byggingariðnaður Mest lesið Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Viðskipti innlent Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Sjá meira