Birna verðlaunuð fyrir Örverpi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. október 2023 15:32 Birna Stefánsdóttir er handhafi bókmenntaverðlauna Tómasar Guðmundssonar. Dagur B. Eggertsson afhenti henni verðlaunin við hátíðlega athöfn í dag. Reykjavíkurborg Birna Stefánsdóttir hlaut í dag Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar við hátíðlega athöfn í Höfða. Borgarstjóri veitti Birnu verðlaunin. Þau hlýtur hún fyrir handritið Örverpi, sem er hennar fyrsta ljóðabók. Í tilkynningu kemur fram að alls hafi borist 77 óbirt ljóðahandrit í samkeppnina í ár. Handrit eru send inn undir dulnefni og aðeins var umslag með réttu nafni verðlaunahöfundar opnað. Reykjavík bókmenntaborg UNESCO hefur umsjón með verðlaununum sem hafa verið veitt frá árinu 1994 en árið 2004 var tekin upp sú nýbreytni að veita eingöngu verðlaun fyrir ljóðahandrit. Verðlaunin nema einni milljón króna. Birna Stefánsdóttir er fædd 1994 í Reykjavík. Hún er með bakgrunn í stjórnmálafræði og útskrifaðist með meistaragráðu í ritlist árið 2023. Hún hefur unnið við blaðamennsku og önnur ritstörf, þar á meðal fyrir útvarp og bókaútgáfur. Í dómnefnd sátu: Guðrún Sóley Gestsdóttir (formaður), Sigurbjörg Þrastardóttir og Svavar Steinarr Guðmundsson. „Reykjavík bókmenntaborg UNESCO hefur undanfarið lagt aukna rækt við ljóðið og hlúð að samfélagi skálda sem hafa vilja til að gefa aftur til baka til borgarbúa,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. „Það er spennandi að sjá gróskuna meðal ungskálda og í dag fögnum við ungu ljóðskáldi sem á svo sannarlega framtíðina fyrir sér.“ Kunnug og ný fjölskyldusaga Í umsögn dómnefndar kemur fram að Örverpi sé kafli í fjölskyldusögu sem sé lesendum bæði kunnugur og nýr og lýsi andstreymi sem öll fást við á einn eða annan hátt. Verkið leiði lesanda áreynslulaust gegnum atburðarás sem ber bæði með sér léttleikann og þyngslin sem fylgja því að tilheyra fjölskyldu og raunar tengjast öðrum manneskjum tilfinningaböndum. Verkið skoði þræðina sem liggja milli fólks, hvernig þeir flækjast, styrkjast og trosna á víxl. „Hér er því lýst þegar ein undirstaða fjölskyldu gefur sig og hvaða afleiðingar sá brestur hefur á heildina alla. Verkið er athugun á daglegu lífi og hvaða áhrif frávik hefur á hversdagslegar athafnir, bjagar raunveruleikann og getur verið hluti fyrir miklu stærri heild,“ segir í umsögninni. „Verkið heillar með látleysi sínu. Sagan er sögð í einföldum og hæverskum ljóðlínum meðan undir niðri krauma sterkar tilfinningar. Örverpi er ekki síður athugun á mætti tungumálsins, hversu mörg eða fá orð duga til að endurspegla reynsluheim og vekja skilning viðtakanda. Engu er hér ofaukið, lesanda er veitt fullt traust til að álykta, finna og týna rétt eins og persónur sögunnar. Verkinu var valinn stíll sem er um leið mynd af sjálfu viðfangsefninu, hverfist um gloppur og eyður og hvernig við fyllum í þær með eigin tilveru og hugmyndum.“ Birna dragi með stakri stílfimi upp tregablandna mynd af veröld sem var og þeim veruleika sem hefur tekið við. Fjölskylduböndum sem liðast upp, kynslóðabili sem gliðnar. En myndin sýni ekki síður fegurðina í því þegar okkur tekst að hrista kliðinn af okkur og vera heil í líðandi stund. Bókmenntir Reykjavík Ljóðlist Mest lesið Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Lífið Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Lífið „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Lífið Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Lífið Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum Lífið Segist vera orðinn of gamall Lífið Fleiri fréttir Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Þau hlýtur hún fyrir handritið Örverpi, sem er hennar fyrsta ljóðabók. Í tilkynningu kemur fram að alls hafi borist 77 óbirt ljóðahandrit í samkeppnina í ár. Handrit eru send inn undir dulnefni og aðeins var umslag með réttu nafni verðlaunahöfundar opnað. Reykjavík bókmenntaborg UNESCO hefur umsjón með verðlaununum sem hafa verið veitt frá árinu 1994 en árið 2004 var tekin upp sú nýbreytni að veita eingöngu verðlaun fyrir ljóðahandrit. Verðlaunin nema einni milljón króna. Birna Stefánsdóttir er fædd 1994 í Reykjavík. Hún er með bakgrunn í stjórnmálafræði og útskrifaðist með meistaragráðu í ritlist árið 2023. Hún hefur unnið við blaðamennsku og önnur ritstörf, þar á meðal fyrir útvarp og bókaútgáfur. Í dómnefnd sátu: Guðrún Sóley Gestsdóttir (formaður), Sigurbjörg Þrastardóttir og Svavar Steinarr Guðmundsson. „Reykjavík bókmenntaborg UNESCO hefur undanfarið lagt aukna rækt við ljóðið og hlúð að samfélagi skálda sem hafa vilja til að gefa aftur til baka til borgarbúa,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. „Það er spennandi að sjá gróskuna meðal ungskálda og í dag fögnum við ungu ljóðskáldi sem á svo sannarlega framtíðina fyrir sér.“ Kunnug og ný fjölskyldusaga Í umsögn dómnefndar kemur fram að Örverpi sé kafli í fjölskyldusögu sem sé lesendum bæði kunnugur og nýr og lýsi andstreymi sem öll fást við á einn eða annan hátt. Verkið leiði lesanda áreynslulaust gegnum atburðarás sem ber bæði með sér léttleikann og þyngslin sem fylgja því að tilheyra fjölskyldu og raunar tengjast öðrum manneskjum tilfinningaböndum. Verkið skoði þræðina sem liggja milli fólks, hvernig þeir flækjast, styrkjast og trosna á víxl. „Hér er því lýst þegar ein undirstaða fjölskyldu gefur sig og hvaða afleiðingar sá brestur hefur á heildina alla. Verkið er athugun á daglegu lífi og hvaða áhrif frávik hefur á hversdagslegar athafnir, bjagar raunveruleikann og getur verið hluti fyrir miklu stærri heild,“ segir í umsögninni. „Verkið heillar með látleysi sínu. Sagan er sögð í einföldum og hæverskum ljóðlínum meðan undir niðri krauma sterkar tilfinningar. Örverpi er ekki síður athugun á mætti tungumálsins, hversu mörg eða fá orð duga til að endurspegla reynsluheim og vekja skilning viðtakanda. Engu er hér ofaukið, lesanda er veitt fullt traust til að álykta, finna og týna rétt eins og persónur sögunnar. Verkinu var valinn stíll sem er um leið mynd af sjálfu viðfangsefninu, hverfist um gloppur og eyður og hvernig við fyllum í þær með eigin tilveru og hugmyndum.“ Birna dragi með stakri stílfimi upp tregablandna mynd af veröld sem var og þeim veruleika sem hefur tekið við. Fjölskylduböndum sem liðast upp, kynslóðabili sem gliðnar. En myndin sýni ekki síður fegurðina í því þegar okkur tekst að hrista kliðinn af okkur og vera heil í líðandi stund.
Bókmenntir Reykjavík Ljóðlist Mest lesið Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Lífið Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Lífið „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Lífið Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Lífið Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum Lífið Segist vera orðinn of gamall Lífið Fleiri fréttir Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira