Best að Bjarni og Katrín tali beint saman um tíma og klukkur Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 31. október 2023 12:24 Sigurður Ingi Jóhannsson segir að betra hefði verið ef forsætisráðherra og utanríkisráðherra hefðu talað beint saman um afstöðu Íslands á allsherjaþingi Sameinuðu þjóðanna. Vísir/Vilhelm Innviðaráðherra segir engan ágreining innan ríkisstjórnarinnar um afstöðu Íslands til átakanna á Gasa. Það sé hins vegar skynsamlegra í slíkum málum að heyra beint í hvort öðru. Utanríkisráðuneytið segist hafa látið forsætisráðuneytið vita fyrr af afstöðu Íslands í málinu en komið hefur fram í svörum forsætisráðherra. Aðstoðarkona forsætisráðherra sendi fjölmiðlum tilkynningu í gær þess efnis að forsætisráðherra hefði verið upplýst ellefu mínútum áður en atkvæðagreiðslufundur hófst um afstöðu Íslands á allsherjaþingi Sameinuðu þjóðanna í síðustu viku. Ekki hafi verið óskað eftir neinu samráði við hana. Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu um þingsályktunartillögu sem tekin var fyrir á þingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa á föstudagskvöld. Noregur var eitt Norðurlanda sem greiddi atkvæði með tillögunni. Jórdanía lagði tillöguna fram og 120 lönd studdu hana óbreytta, 14 greiddu atkvæði gegn henni og 45 sátu hjá, þar á meðal Ísland. Kanada lagði til breytingu á tillögunni, sem 88 aðildarríki studdu, en þar var lögð meiri áhersla á fordæmingu Hamas. Breytingartillagan náði ekki fram að ganga. Þingflokkur Vinstri grænna og forsætisráðherra höfðu eftir ákvörðun utanríkisráðherra lýst yfir að Ísland hefði átt að styðja tillöguna í stað þess að sitja hjá. Bjarni Benediktsson ttanríkisráðherra sagði í fréttum í gær að hann hefði upplýst alþjóðafulltrúa forsætisráðuneytisins í málinu áður en atkvæðagreiðslufundurinn hófst hjá Sameinuðu þjóðunum. Utanríkisráðuneytið sendi svo frá sér skýringar um tímalínunina í málinu í gærkvöldi þar sem kemur fram að forsætisráðuneytið hafi verið upplýst óformlega um afstöðu Íslands klukkan 18:17 og formlega klukkan 18:41. Fundurinn í allsherjarþinginu hafi svo byrjað klukkan 19 að íslenskum tíma, en atkvæðagreiðslan um sjálfa ályktunina farið fram kl. 19:49. Ekki hefur náðst í Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í dag frekar en í gær vegna málsins. Hún er stödd erlendis á Norðurlandaráðsþingi. Það má hins vegar ráða það af upplýsingum fréttastofu að embættismenn forsætisráðuneytisins hafi fengið upplýsingar um ákvörðun utanríkisráðherra í málinu fyrr en forsætisráðherra og sent henni ákvörðunina einhverjum mínútum eftir að þær bárust. Katrín Jakobsdóttir á hins vegar eftir að staðfesta það endanlega. Enginn ágreiningur en hefðu átt að tala beint saman Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra var meðal ráðherra á ríkisstjórnarfundi í Tjarnargötu í morgun. Hann segir engan ágreining innan ríkisstjórnarinnar um afstöðu Íslands til átakanna á Gasa. Það sé hins vegar skynsamlegra í slíkum málum að heyra beint í hvort öðru. „Það er nú yfirleitt betra í samstarfi að tala beint saman, ég tala nú ekki um þegar verið er að mæla tíma og klukkur. Ég held að afstaða Íslands sé skýr og hafi komið fram í máli fulltrúa okkar hjá Sameinuðu þjóðunum og í ríkisstjórn er enginn ágreiningur um það ,“ segir Sigurður Hann segist hafa frétt af ákvörðun utanríkisráðherra í fjölmiðlum. „Það er eðlilegt að það séu ákveðin samskipti við forsætisráðuneytið en það hefur ekki verið hefð að tilkynna öllum ráðuneytum einstakar atkvæðagreiðslur í einstaka alþjóðastofnunum, þannig að ég las þetta bara í fréttum,“ segir Sigurður. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Utanríkismál Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Aðstoðarkona forsætisráðherra sendi fjölmiðlum tilkynningu í gær þess efnis að forsætisráðherra hefði verið upplýst ellefu mínútum áður en atkvæðagreiðslufundur hófst um afstöðu Íslands á allsherjaþingi Sameinuðu þjóðanna í síðustu viku. Ekki hafi verið óskað eftir neinu samráði við hana. Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu um þingsályktunartillögu sem tekin var fyrir á þingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa á föstudagskvöld. Noregur var eitt Norðurlanda sem greiddi atkvæði með tillögunni. Jórdanía lagði tillöguna fram og 120 lönd studdu hana óbreytta, 14 greiddu atkvæði gegn henni og 45 sátu hjá, þar á meðal Ísland. Kanada lagði til breytingu á tillögunni, sem 88 aðildarríki studdu, en þar var lögð meiri áhersla á fordæmingu Hamas. Breytingartillagan náði ekki fram að ganga. Þingflokkur Vinstri grænna og forsætisráðherra höfðu eftir ákvörðun utanríkisráðherra lýst yfir að Ísland hefði átt að styðja tillöguna í stað þess að sitja hjá. Bjarni Benediktsson ttanríkisráðherra sagði í fréttum í gær að hann hefði upplýst alþjóðafulltrúa forsætisráðuneytisins í málinu áður en atkvæðagreiðslufundurinn hófst hjá Sameinuðu þjóðunum. Utanríkisráðuneytið sendi svo frá sér skýringar um tímalínunina í málinu í gærkvöldi þar sem kemur fram að forsætisráðuneytið hafi verið upplýst óformlega um afstöðu Íslands klukkan 18:17 og formlega klukkan 18:41. Fundurinn í allsherjarþinginu hafi svo byrjað klukkan 19 að íslenskum tíma, en atkvæðagreiðslan um sjálfa ályktunina farið fram kl. 19:49. Ekki hefur náðst í Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í dag frekar en í gær vegna málsins. Hún er stödd erlendis á Norðurlandaráðsþingi. Það má hins vegar ráða það af upplýsingum fréttastofu að embættismenn forsætisráðuneytisins hafi fengið upplýsingar um ákvörðun utanríkisráðherra í málinu fyrr en forsætisráðherra og sent henni ákvörðunina einhverjum mínútum eftir að þær bárust. Katrín Jakobsdóttir á hins vegar eftir að staðfesta það endanlega. Enginn ágreiningur en hefðu átt að tala beint saman Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra var meðal ráðherra á ríkisstjórnarfundi í Tjarnargötu í morgun. Hann segir engan ágreining innan ríkisstjórnarinnar um afstöðu Íslands til átakanna á Gasa. Það sé hins vegar skynsamlegra í slíkum málum að heyra beint í hvort öðru. „Það er nú yfirleitt betra í samstarfi að tala beint saman, ég tala nú ekki um þegar verið er að mæla tíma og klukkur. Ég held að afstaða Íslands sé skýr og hafi komið fram í máli fulltrúa okkar hjá Sameinuðu þjóðunum og í ríkisstjórn er enginn ágreiningur um það ,“ segir Sigurður Hann segist hafa frétt af ákvörðun utanríkisráðherra í fjölmiðlum. „Það er eðlilegt að það séu ákveðin samskipti við forsætisráðuneytið en það hefur ekki verið hefð að tilkynna öllum ráðuneytum einstakar atkvæðagreiðslur í einstaka alþjóðastofnunum, þannig að ég las þetta bara í fréttum,“ segir Sigurður.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Utanríkismál Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira