Landamærin opnuð og erlendum ríkisborgurum hleypt út Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. nóvember 2023 10:07 Fólk er farið að streyma yfir landamærin en aðeins erlendir ríkisborgarar eða einstaklingar með tvöfalt ríkisfang. AP/Hatem Ali Landamærin í Rafha, sem skilja að Egyptaland og Gasa, hafa verið opnuð tímabundið í fyrsta sinn í þrjár vikur. Egyptar hafa samþykkt að hleypa erlendum ríkisborgurum yfir landamærin og hafa sagst munu taka við um 80 afar særðum Palestínumönnum. Myndskeið sem borist hafa frá vettvangi sýna fjölda bifreiða og fólks fara yfir landamærin. Það voru stjórnvöld í Katar sem áttu milligöngu um samkomulagið en að því komu Ísraelsmenn, Hamas-samtökin og Bandaríkin. Engar fregnir hafa borist af því hversu lengi landamærin verða opin. Fjöldi fólks hefur safnast saman við landamærin frá því að átökin brutust út milli Ísrael og Hamas og Ísraelsher hóf loftárásir sínar á Gasa. Hingað til hefur hins vegar engum verið hleypt út af svæðinu en yfir 200 flutningabifreiðum með neyðargögn verið hleypt inn. Samkvæmt erlendum yfirvöldum eru ríkisborgarar 44 ríkja fastir inni á Gasa, flestir með tvöfalt ríkisfang. Þá eru þar starfsmenn um 28 stofnana. Embættismaður í borginni El Arish í Egyptalandi sagði í samtali við AFP að 1.300 fermetra „sjúkrahús“ yrði reist í borginni Sheikh Zuweid til að taka á móti særðum. Borgin er í um fimmtán kílómetra fjarlægð frá Rafah. Matthew Miller, talsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna, segir verulega hafa þokast í viðræðum til að tryggja brottflutning hundruða Bandaríkjamanna og annarra erlendra ríkisborgara frá Gasa. Bandaríkjamönnum á svæðinu yrði stefnt að Rafah þegar samkomulag væri í höfn. Breska utanríkisráðuneytið er sagt hafa komið þeim skilaboðum áleiðis til breskra ríkisborgara á Gasa að landamærin kynnu að verða opnuð á næstunni, með takmörkunum. Tzachi Hanegbi, yfirmaður þjóðaröryggisráðs Ísraels, sagði við blaðamenn að Ísraelar ættu í samtali við Egypta um brottflutning særðra frá Gasa en deilur væru enn uppi um flutning neyðarbirgða yfir landamærin, þar sem Ísraelar hefðu aðeins getu til að sinna eftirliti með ákveðnum fjölda flutningabifreiða á dag. Bandaríkjamenn hafa sagst vonast til þess að um hundrað bifreiðar geti farið yfir á dag. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Katar Hernaður Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Myndskeið sem borist hafa frá vettvangi sýna fjölda bifreiða og fólks fara yfir landamærin. Það voru stjórnvöld í Katar sem áttu milligöngu um samkomulagið en að því komu Ísraelsmenn, Hamas-samtökin og Bandaríkin. Engar fregnir hafa borist af því hversu lengi landamærin verða opin. Fjöldi fólks hefur safnast saman við landamærin frá því að átökin brutust út milli Ísrael og Hamas og Ísraelsher hóf loftárásir sínar á Gasa. Hingað til hefur hins vegar engum verið hleypt út af svæðinu en yfir 200 flutningabifreiðum með neyðargögn verið hleypt inn. Samkvæmt erlendum yfirvöldum eru ríkisborgarar 44 ríkja fastir inni á Gasa, flestir með tvöfalt ríkisfang. Þá eru þar starfsmenn um 28 stofnana. Embættismaður í borginni El Arish í Egyptalandi sagði í samtali við AFP að 1.300 fermetra „sjúkrahús“ yrði reist í borginni Sheikh Zuweid til að taka á móti særðum. Borgin er í um fimmtán kílómetra fjarlægð frá Rafah. Matthew Miller, talsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna, segir verulega hafa þokast í viðræðum til að tryggja brottflutning hundruða Bandaríkjamanna og annarra erlendra ríkisborgara frá Gasa. Bandaríkjamönnum á svæðinu yrði stefnt að Rafah þegar samkomulag væri í höfn. Breska utanríkisráðuneytið er sagt hafa komið þeim skilaboðum áleiðis til breskra ríkisborgara á Gasa að landamærin kynnu að verða opnuð á næstunni, með takmörkunum. Tzachi Hanegbi, yfirmaður þjóðaröryggisráðs Ísraels, sagði við blaðamenn að Ísraelar ættu í samtali við Egypta um brottflutning særðra frá Gasa en deilur væru enn uppi um flutning neyðarbirgða yfir landamærin, þar sem Ísraelar hefðu aðeins getu til að sinna eftirliti með ákveðnum fjölda flutningabifreiða á dag. Bandaríkjamenn hafa sagst vonast til þess að um hundrað bifreiðar geti farið yfir á dag.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Katar Hernaður Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira