Forstjóri Rapyd vill eyða öllum Hamasliðum Jakob Bjarnar skrifar 1. nóvember 2023 17:22 Arik Shtilman var heitur á LinkedIn og sagði Tindi að ísraelsmenn myndu drepa alla hamas-liða á Gasa og eyða þeim. Rapyd „Þessi samskipti sem ég átti við CEO Rapyd slógu mig algjörlega út af laginu. Hryllingi er svarað með margföldum hryllingi,“ segir Tindur Hafsteinsson á Facebook-síðu sinni. Umrædd samskipti sem vöktu upp þessar tilfinningar með Tindi fóru fram á LinkedIn og voru við Arik Shtilman, sem er forstjóri og stofnandi ísraelska sprotafyrirtækisins Rapyd sem er umsvifamesta greiðslumiðlun á Íslandi. Arik Shtilman hafði þá birt færslu þar sem sagði einfaldlega: Við munum sigra. Rapyd styður Ísrael. „Furðulegt að sjá stofnanda fyrirtækis sem sækir á alþjóðlegan markað tala á þennan máta. Þessum samskiptum okkar eyddi hann út, en áður hafði ég tekið skjáskot af þeim, því ég trúði ekki mínum eigin augum.“ Tindur hefur birt Facebookfærslu um þessi samskipti og skjáskot af samskiptunum. Tindur spurði, en öll samskipti fóru fram á ensku: Arik Shtilman, ef ég skil staðhæfingu þína rétt, þá er mitt svar það að ég vona að mannúð sigri. Og ég vona að svo sé um þig einnig. Hafandi sagt þetta, ættum við að hafa þennan vettvang lausan við áróður og halda okkur við viðskiptatengd málefni. Til eru ýmsar leiðir aðrar til að tjá skoðanir sínar, svo vinsamlegast notaðu þær heldur fyrir áróður sem þennan. Nema þú kjósir að nota markaðsleiðir Rapyd fyrir skoðanir sem þessar en þá ættir þú að gera þér grein fyrir því að það kunni að koma niður á viðskiptahagsmunum og fæla frá fjárfesta. Shtilman svaraði að bragði: Tindur Hafsteinson. Þú hefur ef til vill ekki skilið það sem ég var að segja þá mun ég nú endurtaka það með eins einföldum hætti og mér er unnt: Við munum drepa hvern einasta hamas-terrorista á Gasa og eyða þeim. Skilið? Tindur spurði þá um hvað slíkt mætti kosta, að mati Shtilmans eða „and at what cost do you fell that being jusitifiable?“). Shtilmans svaraði: „Any cost“. Átök í Ísrael og Palestínu Auglýsinga- og markaðsmál Greiðslumiðlun Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Umrædd samskipti sem vöktu upp þessar tilfinningar með Tindi fóru fram á LinkedIn og voru við Arik Shtilman, sem er forstjóri og stofnandi ísraelska sprotafyrirtækisins Rapyd sem er umsvifamesta greiðslumiðlun á Íslandi. Arik Shtilman hafði þá birt færslu þar sem sagði einfaldlega: Við munum sigra. Rapyd styður Ísrael. „Furðulegt að sjá stofnanda fyrirtækis sem sækir á alþjóðlegan markað tala á þennan máta. Þessum samskiptum okkar eyddi hann út, en áður hafði ég tekið skjáskot af þeim, því ég trúði ekki mínum eigin augum.“ Tindur hefur birt Facebookfærslu um þessi samskipti og skjáskot af samskiptunum. Tindur spurði, en öll samskipti fóru fram á ensku: Arik Shtilman, ef ég skil staðhæfingu þína rétt, þá er mitt svar það að ég vona að mannúð sigri. Og ég vona að svo sé um þig einnig. Hafandi sagt þetta, ættum við að hafa þennan vettvang lausan við áróður og halda okkur við viðskiptatengd málefni. Til eru ýmsar leiðir aðrar til að tjá skoðanir sínar, svo vinsamlegast notaðu þær heldur fyrir áróður sem þennan. Nema þú kjósir að nota markaðsleiðir Rapyd fyrir skoðanir sem þessar en þá ættir þú að gera þér grein fyrir því að það kunni að koma niður á viðskiptahagsmunum og fæla frá fjárfesta. Shtilman svaraði að bragði: Tindur Hafsteinson. Þú hefur ef til vill ekki skilið það sem ég var að segja þá mun ég nú endurtaka það með eins einföldum hætti og mér er unnt: Við munum drepa hvern einasta hamas-terrorista á Gasa og eyða þeim. Skilið? Tindur spurði þá um hvað slíkt mætti kosta, að mati Shtilmans eða „and at what cost do you fell that being jusitifiable?“). Shtilmans svaraði: „Any cost“.
Átök í Ísrael og Palestínu Auglýsinga- og markaðsmál Greiðslumiðlun Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira