Steinmeier biðst afsökunar á 300 þúsund morðum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 1. nóvember 2023 21:36 Steinmeier er í opinberri heimsókn í Tansaníu. EPA Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands, tjáði í dag mikla skömm og baðst afsökunar á morðum sem samlandar hans frömdu á frumbyggjum í Tanzaníu á fyrri hluta 20. aldar. Þýskir hermenn myrtu nærri 300 þúsund frumbyggja í Maji Maji uppreisninni á árunum 1905 til 1907, sem er sögð ein sú blóðugasta sem gerð var gegn nýlenduveldi. Uppreisnin varð þegar Þjóðverjar settu lög sem þvinguðu Tansana til þess að rækta bómull til útflutnings. Steinmeier fór með erindi í borginni Songea í suðurhluta Tansaníu í dag, þar sem uppreisnin fór fram fyrir rúmri öld síðan. „Mig langar til þess að biðja um fyrirgefningu fyrir það sem Þjóðverjar gerðu forfeðrum ykkar hér,“ sagði hann í erindinu. Hann sagðist lofa að taka sögurnar af morðunum með sér til Þýskalands og sjá til þess að Þjóðverjar verði upplýstir um. Jürgen Zimmerer, sagnfræðiprófessor við Háskólann í Hamburg, segir Þýskaland löngum hafa verið með „nýlendutímaminnisleysi“ og að Þjóðverjar átti sig ekki á þeim hrottaskap og kynþáttahyggju sem forfeður þeirra hafa gerst sekir fyrir. Forsetinn er nú í opinberri heimsókn í Tansaníu. Á dögunum hitti hann afkomendur eins af leiðtogum uppreisnarinnar, sem var tekinn af lífi árið 1906. Þá fundaði hann með Samia Suhulu Hassan, forseta Tansaníu og lofaði honum samstarfi í tengslum við heimflutning menningarlegra verðmæta í eigu Tansaníu. Tansanía Þýskaland Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Þýskir hermenn myrtu nærri 300 þúsund frumbyggja í Maji Maji uppreisninni á árunum 1905 til 1907, sem er sögð ein sú blóðugasta sem gerð var gegn nýlenduveldi. Uppreisnin varð þegar Þjóðverjar settu lög sem þvinguðu Tansana til þess að rækta bómull til útflutnings. Steinmeier fór með erindi í borginni Songea í suðurhluta Tansaníu í dag, þar sem uppreisnin fór fram fyrir rúmri öld síðan. „Mig langar til þess að biðja um fyrirgefningu fyrir það sem Þjóðverjar gerðu forfeðrum ykkar hér,“ sagði hann í erindinu. Hann sagðist lofa að taka sögurnar af morðunum með sér til Þýskalands og sjá til þess að Þjóðverjar verði upplýstir um. Jürgen Zimmerer, sagnfræðiprófessor við Háskólann í Hamburg, segir Þýskaland löngum hafa verið með „nýlendutímaminnisleysi“ og að Þjóðverjar átti sig ekki á þeim hrottaskap og kynþáttahyggju sem forfeður þeirra hafa gerst sekir fyrir. Forsetinn er nú í opinberri heimsókn í Tansaníu. Á dögunum hitti hann afkomendur eins af leiðtogum uppreisnarinnar, sem var tekinn af lífi árið 1906. Þá fundaði hann með Samia Suhulu Hassan, forseta Tansaníu og lofaði honum samstarfi í tengslum við heimflutning menningarlegra verðmæta í eigu Tansaníu.
Tansanía Þýskaland Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira