„Þetta er í fyrsta sinn sem manni er svolítið órótt“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. nóvember 2023 06:42 Páll Valur hefur búið í Grindavík árum saman en segist ekki muna eftir öðru eins. „Ég vaknaði bara strax við þann fyrsta sem kom eftir miðnætti. Og vaknaði aftur um klukkan þrjú og hef ekki sofnað síðan. Þetta er bara búið að vera viðvarandi; stórir skjálftar. Maður sér á vefnum að þeir eru yfir þrír meira og minna.“ Þetta segir Páll Valur Björnsson, fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar og bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Grindavík, um óróan á svæðinu í nótt. Hann segist aldrei hafa upplifað svona stöðugan óróa og marga stóra skjálfta. „Þetta hefur aldrei truflað mig í gegnum tíðina,“ segir hann en nú standi honum ekki alveg á sama. „Kristín Jónsdóttir [náttúruvársérfræðingur] sagði á fundinum í gær að ef kvikan væri að leita upp á yfirborðið yrði þetta ákafari og staðbundnari skjálftar og það virðist vera það sem er að gerast,“ segir Páll Valur og vísar til fundarins sem boðað var til með íbúum í gær. „Þetta er búið að vera alveg stöðugt. Og húsið hristist og það glamrar í öllu. Ég hef ekki upplifað þetta svona áður, eins og í nótt. Að þetta sé svona stöðugt. Og þetta er frekar óþægilegt því þetta er svo nálægt. Þetta er á þessu svæði norðan og vestan við Þorbjörn og það eru allir að finna fyrir þessu,“ segir Páll Valur. „Þetta er í fyrsta sinn sem manni er svolítið órótt.“ Páll Valur hefur fylgst með samfélagsmiðlum í morgun og segir ljóst að allir séu að finna skjálftana og fólki standi ekki á sama. Upptökin séu enda í um aðeins fjögurra kílómetra fjarlægð og nálægt þeim innviðum sem halda bænum gangandi. Sumir séu.. ja, bara „skíthræddir“. „Það eina sem maður getur gert er að bíða,“ segir Páll Valur. Þrátt fyrir að sérfræðingarnir eigi erfitt með að spá nákvæmlega fyrir framhaldið verði fólk að setja traust sitt á þá. „Og þessi gos sem verða hér eru hraungos, ekki sprengigos. Maður hefði alltaf nógan tíma til að koma sér í burtu ef það færi að gjósa.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Sjá meira
Þetta segir Páll Valur Björnsson, fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar og bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Grindavík, um óróan á svæðinu í nótt. Hann segist aldrei hafa upplifað svona stöðugan óróa og marga stóra skjálfta. „Þetta hefur aldrei truflað mig í gegnum tíðina,“ segir hann en nú standi honum ekki alveg á sama. „Kristín Jónsdóttir [náttúruvársérfræðingur] sagði á fundinum í gær að ef kvikan væri að leita upp á yfirborðið yrði þetta ákafari og staðbundnari skjálftar og það virðist vera það sem er að gerast,“ segir Páll Valur og vísar til fundarins sem boðað var til með íbúum í gær. „Þetta er búið að vera alveg stöðugt. Og húsið hristist og það glamrar í öllu. Ég hef ekki upplifað þetta svona áður, eins og í nótt. Að þetta sé svona stöðugt. Og þetta er frekar óþægilegt því þetta er svo nálægt. Þetta er á þessu svæði norðan og vestan við Þorbjörn og það eru allir að finna fyrir þessu,“ segir Páll Valur. „Þetta er í fyrsta sinn sem manni er svolítið órótt.“ Páll Valur hefur fylgst með samfélagsmiðlum í morgun og segir ljóst að allir séu að finna skjálftana og fólki standi ekki á sama. Upptökin séu enda í um aðeins fjögurra kílómetra fjarlægð og nálægt þeim innviðum sem halda bænum gangandi. Sumir séu.. ja, bara „skíthræddir“. „Það eina sem maður getur gert er að bíða,“ segir Páll Valur. Þrátt fyrir að sérfræðingarnir eigi erfitt með að spá nákvæmlega fyrir framhaldið verði fólk að setja traust sitt á þá. „Og þessi gos sem verða hér eru hraungos, ekki sprengigos. Maður hefði alltaf nógan tíma til að koma sér í burtu ef það færi að gjósa.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Sjá meira