Ísak skoraði opnunarmark leiksins 19. mínútu en Emil Breivik jafnaði fyrir Molde skömmu síðar.
Það kom svo til átaka undir lok fyrri hálfleiks þegar Mathias Lovik fór í groddaralega tæklingu á Jayden Nelson. Mathias var rekinn af velli fyrir brotið og Ole Sæter, varamaður Molde, var rekinn af velli fyrir að hlaupa inn á völlinn og hrinda leikmanni Molde til jarðar.
Ole Sæter utvist fra benken i en ellevill første omgang mellom Rosenborg og Molde 🤯 pic.twitter.com/EAZv2ey19z
— TV 2 Sport (@tv2sport) November 5, 2023
Leikmaðurinn skellti sér samt ekkert í sturtu heldur dreif sig bara beint upp í stúku, fann sér blys og byrjaði að styðja sína menn til sigurs við mikla gleði annarra stuðningsmanna.
Esto es totalmente SURREAL 😅
— Fútbol Noruego (@NoruegArg) November 5, 2023
Ole Sæter fue expulsado antes del entretiempo en Rosenborg-Molde.
¿Qué hizo para el segundo tiempo? Se fue a la tribuna para alentar con los hinchas.
Sí, el que tiene la bengala en la mano es él.pic.twitter.com/ma4HBoGe11
Það dugði þó ekki til, Sverre Halseth Nypan skoraði annað mark Rosenborg í seinni hálfleiknum og tryggði sínu liði þrjú stig úr erkifjendaslagnum, Emil Frederiksen setti svo smiðshöggið á 95. mínútu þegar hann skoraði þriðja mark Rosenborg og gekk endanlega frá leiknum.