Ósáttir aðventistar kæra stjórnina vegna námuvinnslu Jakob Bjarnar skrifar 6. nóvember 2023 13:55 Gavin Anthony formaður og Jón Hjörleifur. Illa hefur gengið að fá upplýsingar um samingagerð kirkjunnar og hefur nú hluti safnaðarins kært samtakastjórn fyrir brot á 18. grein samþykkta trúfélagsins. Málið tengist gígantískri námavinnslu á Suðurlandi. Hluti safnaðar Kirkju sjöunda dags aðventista hefur sótt samtakastjórn kirkjunnar til saka fyrir að hafa farið út fyrir lögskipað hlutverk kirkjunnar með námarekstri. Þeir hafa kært til héraðsdóms Reykjavíkur. „Ég er í hópi 21 safnaðarmeðlims sem hefur lögsótt samtakastjórn Kirkju sjöunda dags aðventista fyrir brot á 18. grein samþykkta trúfélagsins,“ segir Jón Hjörleifur Stefánsson guðfræðingur. Veruleg ólga hefur verið í söfnuði Sjöunda dags aðventista vegna sölu safnaðarins á Litla-Sandfelli sem til stendur að grafa í burtu og selja sem íblöndunarefni í sement. Erfitt að fá upplýsingar um samninginn Vísir fjallaði ítarlega um þetta mál fyrir ári og ræddi þá við Gavin Anthony, sem er formaður KSDA en hann vildi gera lítið úr ágreiningi innan safnaðarins. Reyndar er það svo að öll gagnrýni er litin hornauga, að hún sé til marks um að hinn illi sé að leika lausum hala sem svo þýðir að erfitt reynist að ræða mál af hreinskiptni. Þetta hefur þó ekki breytt því að þeir eru til sem hafa viljað opna samninga sem gerðir hafa verið við Eden Mining, undirverktaka sem hefur haft veg og vanda að sölu fjallsins. Erfiðlega hefur gengið að fá upplýsingar um hvernig þeir samningar hljóða. Samkvæmt heimildum Vísis leikur grunur á um að þeir samningar séu afar hagfelldir Eden Mining sem er að mati margra óþarfa milliliður. Og svo er það þetta sem er að samkvæmt reglum um kirkjuna þá á hún ekki að standa í ótengdu vafstri. Kirkja sjöunda dags aðventista á Íslandi er hluti af heimssambandi Kirkju sjöunda dags aðventista. Í 18. grein um starfsemi safnaðarins segir um Kaup eða sölu eigna Kirkjunnar: „Ákvörðun um kaup eða sölu á eignum Kirkjunnar sem ekki getur talist hluti af eðlilegri starfsemi hennar skal taka á reglulegum aðalfundi Kirkjunnar eða auka aðalfundi, að höfðu samráði við Deildina.“ Sá hópur innan Sjöunda dags aðventista hefur bent á að „eðlileg starfsemi“ Aðventkirkjunnar á heimsvísu sé hreint ekki námavinnsla heldur „boðun fagnaðarerindisins“ og safnaðarlíf því tengt svo sem guðþjónustuhald og svo framvegis. Deilt um hvort um sé að ræða leigu eða sölu „Samtakastjórn skrifaði undir nýjan námusamning við Eden Mining þann 18. janúar 2022,“ segir Jón Hjörleifur. Sá samningur snýst um að Litla-Sandfell verði fjarlægt í verksmiðjur Heidelberg Materials í Þorlákshöfn. „Og sent úr landi sem efni í „náttúruvæna“ steypugerð. 18. grein samþykkta trúfélagsins segir að samtakastjórn megi ekki taka stórar fjárhagslegar ákvarðanir um kaup og sölu eigna trúfélagsins án þess að leggja ákvörðunina fyrir aðalfund til atkvæðagreiðslu.“ En erfiðlega hefur gengið að fá upplýsingar, stjórnin móast við. Að sögn Jóns Hjörleifs vill samtakastjórnin nú verja sig með rökum sem Jón Hjörleifur telur að fái ekki staðist, meðal annars þeim að ekki hafi verið um eiginlega sölu að ræða heldur „leigu“ og því falli námusamningurinn ekki undir 18. grein KSDA. Samtakastjórn kom fram með frávísunarkröfu sem verður tekin fyrir 30. janúar 2024. Úrskurður mun síðan liggja fyrir mánuði síðar. „Ef málinu verður vísað frá og ekki tekst að fá dæmt í því þá er það mjög alvarleg staða því þá er málið enn óleyst,“ segir Jón Hjörleifur. Námuvinnsla Ölfus Trúmál Dómsmál Deilur um iðnað í Ölfusi Mest lesið Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Innlent „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Innlent „Fall er fararheill“ Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
„Ég er í hópi 21 safnaðarmeðlims sem hefur lögsótt samtakastjórn Kirkju sjöunda dags aðventista fyrir brot á 18. grein samþykkta trúfélagsins,“ segir Jón Hjörleifur Stefánsson guðfræðingur. Veruleg ólga hefur verið í söfnuði Sjöunda dags aðventista vegna sölu safnaðarins á Litla-Sandfelli sem til stendur að grafa í burtu og selja sem íblöndunarefni í sement. Erfitt að fá upplýsingar um samninginn Vísir fjallaði ítarlega um þetta mál fyrir ári og ræddi þá við Gavin Anthony, sem er formaður KSDA en hann vildi gera lítið úr ágreiningi innan safnaðarins. Reyndar er það svo að öll gagnrýni er litin hornauga, að hún sé til marks um að hinn illi sé að leika lausum hala sem svo þýðir að erfitt reynist að ræða mál af hreinskiptni. Þetta hefur þó ekki breytt því að þeir eru til sem hafa viljað opna samninga sem gerðir hafa verið við Eden Mining, undirverktaka sem hefur haft veg og vanda að sölu fjallsins. Erfiðlega hefur gengið að fá upplýsingar um hvernig þeir samningar hljóða. Samkvæmt heimildum Vísis leikur grunur á um að þeir samningar séu afar hagfelldir Eden Mining sem er að mati margra óþarfa milliliður. Og svo er það þetta sem er að samkvæmt reglum um kirkjuna þá á hún ekki að standa í ótengdu vafstri. Kirkja sjöunda dags aðventista á Íslandi er hluti af heimssambandi Kirkju sjöunda dags aðventista. Í 18. grein um starfsemi safnaðarins segir um Kaup eða sölu eigna Kirkjunnar: „Ákvörðun um kaup eða sölu á eignum Kirkjunnar sem ekki getur talist hluti af eðlilegri starfsemi hennar skal taka á reglulegum aðalfundi Kirkjunnar eða auka aðalfundi, að höfðu samráði við Deildina.“ Sá hópur innan Sjöunda dags aðventista hefur bent á að „eðlileg starfsemi“ Aðventkirkjunnar á heimsvísu sé hreint ekki námavinnsla heldur „boðun fagnaðarerindisins“ og safnaðarlíf því tengt svo sem guðþjónustuhald og svo framvegis. Deilt um hvort um sé að ræða leigu eða sölu „Samtakastjórn skrifaði undir nýjan námusamning við Eden Mining þann 18. janúar 2022,“ segir Jón Hjörleifur. Sá samningur snýst um að Litla-Sandfell verði fjarlægt í verksmiðjur Heidelberg Materials í Þorlákshöfn. „Og sent úr landi sem efni í „náttúruvæna“ steypugerð. 18. grein samþykkta trúfélagsins segir að samtakastjórn megi ekki taka stórar fjárhagslegar ákvarðanir um kaup og sölu eigna trúfélagsins án þess að leggja ákvörðunina fyrir aðalfund til atkvæðagreiðslu.“ En erfiðlega hefur gengið að fá upplýsingar, stjórnin móast við. Að sögn Jóns Hjörleifs vill samtakastjórnin nú verja sig með rökum sem Jón Hjörleifur telur að fái ekki staðist, meðal annars þeim að ekki hafi verið um eiginlega sölu að ræða heldur „leigu“ og því falli námusamningurinn ekki undir 18. grein KSDA. Samtakastjórn kom fram með frávísunarkröfu sem verður tekin fyrir 30. janúar 2024. Úrskurður mun síðan liggja fyrir mánuði síðar. „Ef málinu verður vísað frá og ekki tekst að fá dæmt í því þá er það mjög alvarleg staða því þá er málið enn óleyst,“ segir Jón Hjörleifur.
Námuvinnsla Ölfus Trúmál Dómsmál Deilur um iðnað í Ölfusi Mest lesið Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Innlent „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Innlent „Fall er fararheill“ Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira