Við hefjum leik á tveimur leikjum í UEFA Youth League þar sem AC Milan tekur á móti PSG klukkan 12:55 áður en Atlético Madrid og Celtic eigast við klukkan 14:55, en báðir leikir verða sýndir á Stöð 2 Sport 2.
Meistaradeildin tekur svo öll völd seinni partinn og fram á kvöld. Dortmund tekur á móti Newcastle á Stöð 2 Sport 3 klukkan 17:35 og á sama tíma mætast Shakhtar Donetsk og Barcelona á Vodafone Sport.
Meistaradeildarmessan tekur við keflinu á Stöð 2 Sport 2 klukkan 19:30 þar sem verður fylgst með öllum leikjum kvöldsins á sama tíma og klukkan 19:50 hefst bein útsending frá fjórum leikjum. Manchester City tekur á móti Young Boys á Stöð 2 Sport 3, Atlético Madrid og Celtic eigast við á Stöð 2 Sport 4 og Rauða Stjarnan tekur á mót Leipzig á Stöð 2 Sport 5, en á Vodafone Sport eigast AC Milan og PSG við í stórleik kvöldsins.
Að þessum leikjum loknum verða Meistaradeildarmörkin svo á sínum stað þar sem leikjum kvöldsins verða gerð góð skil á Stöð 2 Sport 2.
Þá hefst Lokasóknin á Stöð 2 Sport 3 klukkan 21:50 þar sem sérfræðingar Stöðvar 2 Sports fara yfir NFL-deildina í amerískum fótbolta og klukkan 00:35 eftir miðnætti mætast Rangers og Red Wings í NHL-deildinni í íshokkí á Vodafone Sport.