Sextíu prósent karlmanna hlynntir kvennaverkfallinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. nóvember 2023 15:28 Frá samstöðufundinum á Arnarhóli. Vísir/Vilhelm Rúmlega 35 prósent kvenna sóttu samstöðufund Kvennaverkfallsins á Arnarhóli eða annars staðar á landinu. Mikill meirihluti landsmanna var hlynntur aðgerðunum. Sex af hverjum tíu körlum voru hlynntir aðgerðum en um fjórtán prósent þeirra andvígir. Konur og kvár lögðu niður störf um allt land þann 24. október. Talið er að allt að hundrað þúsund manns hafi mætt á samstöðufund á Arnarhóli. Þá fóru fram samstöðufundir víðar um land. Í nýrri könnun Prósents var spurt út í viðhorf fólks til fundarins og mætingu. Konur og kvár voru spurð hvort þau hefðu sótt fundinn. Um 36 prósent kvenna sögðust hafa mætt en ekkert kvár svaraði könnuninni. Um 65 prósent þeirra mættu ekki á fund. Lögregla áætlaði að allt að hundrað þúsund manns hefðu mætt á samstöðufundinn á Arnarhóli. Samkvæmt könnun Prósents virðist sú tala vel í efri kantinum miðað við könnun Prósents. Miðað við könnunina má áætla að fjöldi á samkomunni hafi verið á milli fimmtíu og sextíu þúsund. Fjölmörg skilti voru á lofti.Vísir/vilhelm Um 40 prósent kvenna sem búsettar eru í Reykjavík mættu á samstöðufund í samanburði við um 33% kvenna sem búa í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur og um 31% á landsbyggðinni. Hlutfall kvenna sem mættu var hærra í tekjuhæsta hópnum í samanburði við þann tekjulægsta. Um 27 prósent kvenna með einstaklingstekjur undir 400 þúsund krónur mættu í samanburði við 42 prósent kvenna með einstaklingstekjur að upphæð 800 þúsund krónur eða hærri. Um 73 prósent svarenda sem tóku afstöðu voru hlynnt verkfallsaðgerðum Kvennaverkfallsins. Um 18 prósent voru hvorki hlynnt né andvíg og um níu prósent voru andvíg. Martækur munur var á afstöðu eftir kyni. Um 87 prósent kvenna voru hlynnt verkfallsaðgerðum í samanburði við um 60 prósent karla. 26 prósent karla féll í flokkinn hvorki né. 14 prósent karla voru andvíg aðgerðum. Mannhafið var rosalegt og lögregla hafði aldrei séð annað eins í miðbæ Reykjavíkur.Vísir/vilhelm Þau sem eru 18 til 24 ára voru hlynntari verkfallsaðgerðum en þau sem eldri eru. Hæsta hlutfall hlynntra var í þeim flokki eða rúm 78 prósent. Lægst var hlutfallið í flokki 55-64 ára eða 65 prósent. Þá var fólk spurt hversu sammála eða ósammála það væri fullyrðingunni: „Ég tel að Kvennaverkfallið muni hafa jákvæð áhrif á réttindabaráttu kvenna og kvára.“ Um 66 prósent þjóðarinnar voru sammála fullyrðingunni að Kvennaverkfallið muni hafa jákvæð áhrif á réttindabaráttu kvenna og kvára, 22 prósent voru hvorki sammála né ósammála og 12 prósent ósammála. Niðurstöður könnunarinnar má sjá í heild í viðhengi að neðan. Tengd skjöl Kvennaverkfall-PrósentPDF382KBSækja skjal Kvennaverkfall Skoðanakannanir Jafnréttismál Mest lesið Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Fleiri fréttir Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Sjá meira
Konur og kvár lögðu niður störf um allt land þann 24. október. Talið er að allt að hundrað þúsund manns hafi mætt á samstöðufund á Arnarhóli. Þá fóru fram samstöðufundir víðar um land. Í nýrri könnun Prósents var spurt út í viðhorf fólks til fundarins og mætingu. Konur og kvár voru spurð hvort þau hefðu sótt fundinn. Um 36 prósent kvenna sögðust hafa mætt en ekkert kvár svaraði könnuninni. Um 65 prósent þeirra mættu ekki á fund. Lögregla áætlaði að allt að hundrað þúsund manns hefðu mætt á samstöðufundinn á Arnarhóli. Samkvæmt könnun Prósents virðist sú tala vel í efri kantinum miðað við könnun Prósents. Miðað við könnunina má áætla að fjöldi á samkomunni hafi verið á milli fimmtíu og sextíu þúsund. Fjölmörg skilti voru á lofti.Vísir/vilhelm Um 40 prósent kvenna sem búsettar eru í Reykjavík mættu á samstöðufund í samanburði við um 33% kvenna sem búa í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur og um 31% á landsbyggðinni. Hlutfall kvenna sem mættu var hærra í tekjuhæsta hópnum í samanburði við þann tekjulægsta. Um 27 prósent kvenna með einstaklingstekjur undir 400 þúsund krónur mættu í samanburði við 42 prósent kvenna með einstaklingstekjur að upphæð 800 þúsund krónur eða hærri. Um 73 prósent svarenda sem tóku afstöðu voru hlynnt verkfallsaðgerðum Kvennaverkfallsins. Um 18 prósent voru hvorki hlynnt né andvíg og um níu prósent voru andvíg. Martækur munur var á afstöðu eftir kyni. Um 87 prósent kvenna voru hlynnt verkfallsaðgerðum í samanburði við um 60 prósent karla. 26 prósent karla féll í flokkinn hvorki né. 14 prósent karla voru andvíg aðgerðum. Mannhafið var rosalegt og lögregla hafði aldrei séð annað eins í miðbæ Reykjavíkur.Vísir/vilhelm Þau sem eru 18 til 24 ára voru hlynntari verkfallsaðgerðum en þau sem eldri eru. Hæsta hlutfall hlynntra var í þeim flokki eða rúm 78 prósent. Lægst var hlutfallið í flokki 55-64 ára eða 65 prósent. Þá var fólk spurt hversu sammála eða ósammála það væri fullyrðingunni: „Ég tel að Kvennaverkfallið muni hafa jákvæð áhrif á réttindabaráttu kvenna og kvára.“ Um 66 prósent þjóðarinnar voru sammála fullyrðingunni að Kvennaverkfallið muni hafa jákvæð áhrif á réttindabaráttu kvenna og kvára, 22 prósent voru hvorki sammála né ósammála og 12 prósent ósammála. Niðurstöður könnunarinnar má sjá í heild í viðhengi að neðan. Tengd skjöl Kvennaverkfall-PrósentPDF382KBSækja skjal
Kvennaverkfall Skoðanakannanir Jafnréttismál Mest lesið Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Fleiri fréttir Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Sjá meira