Varðskipið Þór á leiðinni til Grindavíkur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. nóvember 2023 20:22 Varðskipið Þór er á leiðinni til Grindavíkur. Vísir/Vilhelm Þór, varðskip Landhelgisgæslunnar, siglir í kvöld frá Reykjavík og er væntanlegt til Grindavíkur í nótt að ósk almannavarna. Þá er verið að opna fjöldahjálparstöðvar á fjórum stöðum. Fjöldahjálparstöðvar verða opnaðar á næsta klukkustundum í Íþróttahúsinu í Grindavík, Vallarskóla á Selfossi, Íþróttahúsinu við Sunnubraut í Reykjanesbæ og í Kórnum í Kópavogi. Í Grindavík er stöðin aðeins til söfnunar og upplýsinga og ef fólk þarf aðstoð við að fara annað. Þar mun þeim sem þangað leita standa til boða hressing, upplýsingar og gisting ef á þarf að halda. Athygli er vakin á að Grindavíkurvegur er lokaður að sinni vegna skemmda. Fólki er bent á að fara um Suðurstrandarveg á leið á Selfoss og Reykjavíkur eða Nesveg ef það velur að fara í Reykjanesbæ. Viðgerðir á Grindavíkurvegi standa yfir og upplýst verður ef og þegar Grindavíkurvegur verður opnaður á ný. Almannavarnir létu keyra hraunflæðilíkan í kvöld, miðað við líklegasta stað fyrir uppkomu kviku. Það líkan bendir ekki til að hraun muni renna í átt að Grindavík. Í kjölfar aukinnar skjálftavirkni í dag sendi Veðurstofan í kvöld frá sér eftirfarandi stöðumat: „Þau merki sem sjást núna við Sundhnúka eru sambærileg þeim sem sáust í aðdraganda fyrsta gossins við Fagradalsfjall 2021 og svipar mjög til skjálftavirkninnar sem mældist um mánuði fyrir gos. Ef sú atburðarrás er skoðuð sem endaði í eldgosinu sem hófst 19. mars og á meðan að skjálftvirknin grynnkar ekki verulega úr því sem komið er þá erum við líklega að horfa til nokkura daga áður frekar en klukkustunda áður en kvika nær til yfirborðs. Ef sprunga kæmi upp þar sem skjálftavirknin er hvað mest núna, myndi hraun renna til suðausturs og til vesturs en ekki í átt til Grindavíkur. “ Landhelgisgæslan Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Erlent Fleiri fréttir Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sjá meira
Fjöldahjálparstöðvar verða opnaðar á næsta klukkustundum í Íþróttahúsinu í Grindavík, Vallarskóla á Selfossi, Íþróttahúsinu við Sunnubraut í Reykjanesbæ og í Kórnum í Kópavogi. Í Grindavík er stöðin aðeins til söfnunar og upplýsinga og ef fólk þarf aðstoð við að fara annað. Þar mun þeim sem þangað leita standa til boða hressing, upplýsingar og gisting ef á þarf að halda. Athygli er vakin á að Grindavíkurvegur er lokaður að sinni vegna skemmda. Fólki er bent á að fara um Suðurstrandarveg á leið á Selfoss og Reykjavíkur eða Nesveg ef það velur að fara í Reykjanesbæ. Viðgerðir á Grindavíkurvegi standa yfir og upplýst verður ef og þegar Grindavíkurvegur verður opnaður á ný. Almannavarnir létu keyra hraunflæðilíkan í kvöld, miðað við líklegasta stað fyrir uppkomu kviku. Það líkan bendir ekki til að hraun muni renna í átt að Grindavík. Í kjölfar aukinnar skjálftavirkni í dag sendi Veðurstofan í kvöld frá sér eftirfarandi stöðumat: „Þau merki sem sjást núna við Sundhnúka eru sambærileg þeim sem sáust í aðdraganda fyrsta gossins við Fagradalsfjall 2021 og svipar mjög til skjálftavirkninnar sem mældist um mánuði fyrir gos. Ef sú atburðarrás er skoðuð sem endaði í eldgosinu sem hófst 19. mars og á meðan að skjálftvirknin grynnkar ekki verulega úr því sem komið er þá erum við líklega að horfa til nokkura daga áður frekar en klukkustunda áður en kvika nær til yfirborðs. Ef sprunga kæmi upp þar sem skjálftavirknin er hvað mest núna, myndi hraun renna til suðausturs og til vesturs en ekki í átt til Grindavíkur. “
Landhelgisgæslan Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Erlent Fleiri fréttir Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sjá meira