Eldgos geti brotist út á næstu klukkutímum Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. nóvember 2023 19:36 Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna, segir að staðan sé alvarlegri en hún var fyrr í dag og eldgos geti brotist út hvenær sem er á næstu klukkutímum. Stöð 2 Sviðsstjóri almannavarna segir að staðan í Grindavík sé alvarlegri en hún var fyrr í dag. Ljóst sé að það verði eldgos og að það gæti gerst hvenær sem er á næstu klukkustundum. Þá muni eldgosið ekki gera vart við sig áður en það brýst út. Samkvæmt nýjustu upplýsingum Veðurstofunnar hafa líkur á eldgosi aukist verulega og er kvika komin á 800 metra dýpi. Öllum aðgerðum vegna ástandsins í Grindavík er stýrt úr samhæfingarmiðstöð Almannavarna í Skógarhlíð. Það hafa staðið yfir fundir hjá almannavörnum í allan dag vegna ástandsins í Grindavík. Fréttastofa ræddi við Víði Reynisson, sviðsstjóra almannavarna, um nýjustu vendingar. Breyta þessa nýju upplýsingar stöðunni eitthvað hjá ykkur? „Að vissu leyti gera þær það. Við vorum með lítinn hóp inni í Grindavík að störfum í eftirliti og viðgerðum í dag þegar þessar upplýsingar komu. Nú er enginn eftir þar, við erum búin að færa alla út fyrir þetta öryggissvæði sem við erum búin að gera í kringum þessa sprungu,“ sagði Víðir. „Líka það að það voru áætlanir um að Grindvíkingar gætu hugsanlega farið heim að sækja allra brýnustu nauðsynjar á morgun og þetta setur það kannski í uppnám líka þannig við verðum bara að sjá hvernig staðan verður eftir nóttina,“ sagði hann einnig. Þetta er stærra svæði núna sem enginn fær að koma inn á? „Við erum búin að útvíkka þetta örlítið frá því sem var og það er samkvæmt þessum upplýsingum sem við höfum verið að fá frá jarðvísindamönnum í dag,“ sagði Víðir. Styttra í eldgos en áður Víðir segir ljóst að það sé styttra í eldgos en það var í dag. Það geti gerst á næstu klukkutímum og það verði engar frekari viðvaranir áður en það brýst út. Er staðan alvarlegri en hún var til dæmis í hádeginu? „Það er allavega styttra í eldgos heldur en var í hádeginu,“ sagði Víðir. En erum við að fara að sjá eldgos? „Ég held að það sé nokkuð ljóst að það verði. Það kæmi held ég flestum úr þessu stórkostlega á óvart að það yrði ekki gos. Og það sem okkur er sagt er að úr þessu fáum við ekki miklar frekari viðvaranir áður en gos brýst út Ef það kemur til goss gæti það gerst hvenær sem er á næstu dögum? „Hvenær sem er á næstu klukkustundum,“ sagði Víðir. Þurfi að hugsa um framtíð heils bæjarfélags Almannavarnir munu á næstu dögum vinna að bæði skammtímaverkefnum og langtímaáætlunum sem varða Grindvíkinga. Hvernig eru næstu dagar hjá almannavörnum? „Við erum áfram að vinna að skammtímaverkefnum sem snúa að því sem er akkúrat að gerast í jörðinni og hvaða áhrif það hefur á Grindavík,“ sagði Víðir og bætti við: „Svo erum við auðvitað farin að hugsa til lengri tíma. Þarna er heilt bæjarfélag sem þurfti að flýja og það þarf að hugsa um það hvernig þau munu sinna sínu lífi áfram. Það er komin af stað hellings vinna og við erum búin að vera hér að funda með bæjarstjóranum í Grindavík og hans lykilfólki í dag til þess að reyna að átta okkur á því hvað sé framundan.“ Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Fleiri fréttir „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira
Samkvæmt nýjustu upplýsingum Veðurstofunnar hafa líkur á eldgosi aukist verulega og er kvika komin á 800 metra dýpi. Öllum aðgerðum vegna ástandsins í Grindavík er stýrt úr samhæfingarmiðstöð Almannavarna í Skógarhlíð. Það hafa staðið yfir fundir hjá almannavörnum í allan dag vegna ástandsins í Grindavík. Fréttastofa ræddi við Víði Reynisson, sviðsstjóra almannavarna, um nýjustu vendingar. Breyta þessa nýju upplýsingar stöðunni eitthvað hjá ykkur? „Að vissu leyti gera þær það. Við vorum með lítinn hóp inni í Grindavík að störfum í eftirliti og viðgerðum í dag þegar þessar upplýsingar komu. Nú er enginn eftir þar, við erum búin að færa alla út fyrir þetta öryggissvæði sem við erum búin að gera í kringum þessa sprungu,“ sagði Víðir. „Líka það að það voru áætlanir um að Grindvíkingar gætu hugsanlega farið heim að sækja allra brýnustu nauðsynjar á morgun og þetta setur það kannski í uppnám líka þannig við verðum bara að sjá hvernig staðan verður eftir nóttina,“ sagði hann einnig. Þetta er stærra svæði núna sem enginn fær að koma inn á? „Við erum búin að útvíkka þetta örlítið frá því sem var og það er samkvæmt þessum upplýsingum sem við höfum verið að fá frá jarðvísindamönnum í dag,“ sagði Víðir. Styttra í eldgos en áður Víðir segir ljóst að það sé styttra í eldgos en það var í dag. Það geti gerst á næstu klukkutímum og það verði engar frekari viðvaranir áður en það brýst út. Er staðan alvarlegri en hún var til dæmis í hádeginu? „Það er allavega styttra í eldgos heldur en var í hádeginu,“ sagði Víðir. En erum við að fara að sjá eldgos? „Ég held að það sé nokkuð ljóst að það verði. Það kæmi held ég flestum úr þessu stórkostlega á óvart að það yrði ekki gos. Og það sem okkur er sagt er að úr þessu fáum við ekki miklar frekari viðvaranir áður en gos brýst út Ef það kemur til goss gæti það gerst hvenær sem er á næstu dögum? „Hvenær sem er á næstu klukkustundum,“ sagði Víðir. Þurfi að hugsa um framtíð heils bæjarfélags Almannavarnir munu á næstu dögum vinna að bæði skammtímaverkefnum og langtímaáætlunum sem varða Grindvíkinga. Hvernig eru næstu dagar hjá almannavörnum? „Við erum áfram að vinna að skammtímaverkefnum sem snúa að því sem er akkúrat að gerast í jörðinni og hvaða áhrif það hefur á Grindavík,“ sagði Víðir og bætti við: „Svo erum við auðvitað farin að hugsa til lengri tíma. Þarna er heilt bæjarfélag sem þurfti að flýja og það þarf að hugsa um það hvernig þau munu sinna sínu lífi áfram. Það er komin af stað hellings vinna og við erum búin að vera hér að funda með bæjarstjóranum í Grindavík og hans lykilfólki í dag til þess að reyna að átta okkur á því hvað sé framundan.“
Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Fleiri fréttir „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira