„Leið eins og jörðin myndi brotna og taka okkur“ Smári Jökull Jónsson skrifar 12. nóvember 2023 11:46 Dani Rodriguez í leik með Grindavík. Vísir/Vilhelm Dani Rodriguez leikmaður Grindavíkur í körfuknattleik lýsir ógnvænlegum aðstæðum þegar hún og unnusta hennar voru á leið frá Grindavík á föstudagskvöld. Hún segist aldrei hafa verið jafn hrædd á ævinni. Dani Rodriguez er á sínu öðru tímabili með Grindavík í Subway-deild kvenna. Hún hefur leikið hér á landi í fjölmörg ár og var áður á mála hjá KR og Stjörnunni. Þá hefur hún einnig komið að þjálfun yngri landsliða Íslands og verið í þjálfarateymi A-landsliðs kvenna. Þegar íbúar Grindavíkur voru í óða önn að yfirgefa heimili sín á föstudag var Dani sjálf stödd í Grindavík. Hún greinir frá atburðarásinni í kjölfarið á samfélagsmiðlinum X og er óhætt að segja að um dramatíska frásögn sé að ræða. An update on life in Iceland right now [thread]The town I coach and play for was evacuated yesterday after two weeks of earthquakes that have been increasing in frequency and size. There is going to be a volcano eruption either near, in or around the town. (Read link)— Danielle Rodriguez (@danirod_22) November 11, 2023 „Brjálæðið byrjaði þegar við vorum á æfingu og þá voru stanslausir jarðskjálftar af stærð fjögur og fimm. Þjálfarinn okkar ákvað að hætta æfingunni eftir 45 mínútur. Þegar við vorum að keyra báða bíla okkar út úr bænum bilaði annar þeirra þannig að við keyrðum út í kant til að ræða um hvar við myndum skilja hann eftir. Ég fór út úr bílnum og hallaði mér að hinum bílnum og var að ræða við kærustuna mína,“ skrifar Dani en hún og kærasta hennar búa í Reykjanesbæ. In that moment I felt the most scared for my life I have ever been, the ground started shaking so much I had to grab a hold of the car and honest to god for a good 30 seconds I felt as though the ground was going to crack open and take us both.— Danielle Rodriguez (@danirod_22) November 11, 2023 „Ég hef aldrei orðið jafn hrædd á ævi minni eins og á þessu augnabliki. Jörðin undir mér hristist svo mikið að ég varð að halda mér í bílinn. Ég sver til guðs að ég hélt í um það bil hálfa mínútu að jörðin myndi brotna og taka okkur báðar.“ Dani segir að þær hafi ákveðið að keyra bilaða bílinn aftur til Grindavíkur og skilja hann eftir. Í annarri tilraun sinni að yfirgefa bæinn tóku þær eftir stærðarinnar bungu á Grindavíkurveginum og þurftu að fara aðra leið út úr bænum. We drove our broken down car back into town quickly and left it there. On our second attempt out through the main road a huge bump appeared and we had to exit the town through another route. pic.twitter.com/ftmAPWmOBu— Danielle Rodriguez (@danirod_22) November 11, 2023 Hún segist fegin að vera komin í öruggt skjól og segir að fólkið í Grindavík hafi tekið sig að sér sem hluta af fjölskyldu. „Ég er sorgmædd að vera jafn óviss um hvað mun gerast á næstu dögum og vikum.“ Í færslu Dani Rodriguez má sjá bæði myndir og myndband frá ferð þeirra út úr Grindavík á föstudagskvöldið. Subway-deild kvenna Eldgos og jarðhræringar UMF Grindavík Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Sjá meira
Dani Rodriguez er á sínu öðru tímabili með Grindavík í Subway-deild kvenna. Hún hefur leikið hér á landi í fjölmörg ár og var áður á mála hjá KR og Stjörnunni. Þá hefur hún einnig komið að þjálfun yngri landsliða Íslands og verið í þjálfarateymi A-landsliðs kvenna. Þegar íbúar Grindavíkur voru í óða önn að yfirgefa heimili sín á föstudag var Dani sjálf stödd í Grindavík. Hún greinir frá atburðarásinni í kjölfarið á samfélagsmiðlinum X og er óhætt að segja að um dramatíska frásögn sé að ræða. An update on life in Iceland right now [thread]The town I coach and play for was evacuated yesterday after two weeks of earthquakes that have been increasing in frequency and size. There is going to be a volcano eruption either near, in or around the town. (Read link)— Danielle Rodriguez (@danirod_22) November 11, 2023 „Brjálæðið byrjaði þegar við vorum á æfingu og þá voru stanslausir jarðskjálftar af stærð fjögur og fimm. Þjálfarinn okkar ákvað að hætta æfingunni eftir 45 mínútur. Þegar við vorum að keyra báða bíla okkar út úr bænum bilaði annar þeirra þannig að við keyrðum út í kant til að ræða um hvar við myndum skilja hann eftir. Ég fór út úr bílnum og hallaði mér að hinum bílnum og var að ræða við kærustuna mína,“ skrifar Dani en hún og kærasta hennar búa í Reykjanesbæ. In that moment I felt the most scared for my life I have ever been, the ground started shaking so much I had to grab a hold of the car and honest to god for a good 30 seconds I felt as though the ground was going to crack open and take us both.— Danielle Rodriguez (@danirod_22) November 11, 2023 „Ég hef aldrei orðið jafn hrædd á ævi minni eins og á þessu augnabliki. Jörðin undir mér hristist svo mikið að ég varð að halda mér í bílinn. Ég sver til guðs að ég hélt í um það bil hálfa mínútu að jörðin myndi brotna og taka okkur báðar.“ Dani segir að þær hafi ákveðið að keyra bilaða bílinn aftur til Grindavíkur og skilja hann eftir. Í annarri tilraun sinni að yfirgefa bæinn tóku þær eftir stærðarinnar bungu á Grindavíkurveginum og þurftu að fara aðra leið út úr bænum. We drove our broken down car back into town quickly and left it there. On our second attempt out through the main road a huge bump appeared and we had to exit the town through another route. pic.twitter.com/ftmAPWmOBu— Danielle Rodriguez (@danirod_22) November 11, 2023 Hún segist fegin að vera komin í öruggt skjól og segir að fólkið í Grindavík hafi tekið sig að sér sem hluta af fjölskyldu. „Ég er sorgmædd að vera jafn óviss um hvað mun gerast á næstu dögum og vikum.“ Í færslu Dani Rodriguez má sjá bæði myndir og myndband frá ferð þeirra út úr Grindavík á föstudagskvöldið.
Subway-deild kvenna Eldgos og jarðhræringar UMF Grindavík Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Sjá meira