Öfgafull helgi að baki: „Grét í góðar tíu mínútur“ Valur Páll Eiríksson skrifar 13. nóvember 2023 07:00 Ingibjörg fagnar Noregstitlinum á laugardag. Facebook/Valerenga Nýliðin helgi var landsliðskonunni Ingibjörgu Sigurðardóttur mikill tilfinningarússibani. Kvöldið fyrir einn mikilvægasta leik tímabilsins í Noregi fékk hún þær fregnir að rýma ætti heimabæ hennar, Grindavík. „Bara rétt áður en ég fór að sofa sá ég að það átti að rýma bæinn. Þá kemur mjög óþægileg tilfinning. Maður á æskuvini og kunningja í bænum ennþá og Grindavík skiptir mig miklu máli,“ segir Ingibjörg um föstudagskvöldið. Daginn eftir átti lið hennar Vålerenga leik við Stabæk sem átti eftir að skipta sköpum í toppbaráttunni í norsku úrvalsdeildinni. „Svo það var mjög óþægileg tilfinning að vita af fólki sem er mjög hrætt, þarf að pakka í töskur og flýja. Ég get ekki einu sinni sett mig í spor þeirra. Þetta var mjög erfitt og það var lítið sofið nóttina áður,“ „Ég hélt ég gæti nú ekki orðið mikið stressaðri fyrir þessum leik en svo kom þetta upp. Þá hugsaði ég bara: Ég þarf bara að klára þennan leik og komast í gegnum þetta.“ Spennufallið mikið Og það gerði Ingibjörg svo sannarlega. Hún leiddi lið sitt til 3-1 sigurs gegn Stabæk í gær og úrslit Rosenborgar annars staðar þýddu að Valerenga var orðið norskur meistari. Ingibjörg, sem fyrirliði liðsins, lyfti bikarnum í leikslok. „Þetta var ákveðið spennufall eftir leik. Ég held ég hafi grátið í góðar tíu mínútur. Það er erfitt að koma þessum tilfinningum í orð. Svo var ég með gott fólk í stúkunni sem ég fór til og fékk að vita að staðan var eins og ekkert nýtt komið upp,“ „Þá var að reyna að njóta augnabliksins vegna þess að ég vissi að ef ég myndi líta til baka eftir nokkur ár yrði ég til í að hafa fagnað þessu. Svo ég reyndi að njóta augnabliksins og fagna með liðinu,“ segir Ingibjörg. Erfitt að geta ekki verið með fjölskyldunni Fjölskylda Ingibjargar hér heima hefur komið sér fyrir í sumarbústað og gat glaðst yfir afrekum hennar og hvöttu hana einmitt til að njóta árangursins með liðsfélögunum burtséð frá stöðunni hér heima. „Þau ýttu mér í það og sögðu mér að fagna þessu. Því ég var með skrýtna tilfinningu og smá samviskubit að fara að fagna einhverju. En maður þarf að fagna svona hlutum - þetta er stórt,“ Enn eru tveir leikir eftir af leiktíðinni, báðir gegn Rosenborg, einn í deild og svo bikarúrslit áður en Ingibjörg kemst heim til Íslands. Ingibjörg er spennt fyrir leikjunum en það reyni sannarlega á að vera ekki með fjölskyldunni á tímum sem þessum. „Það er mjög erfitt að geta ekki bara verið þarna. Ég veit að ég get ekki hjálpað á neinn hátt en bara það að vera með þeim og ganga í gegnum þetta með þeim myndi allavega gefa manni einhverja ró. En svona er þetta bara, svona er lífið, svona er náttúran. Það er ekkert hægt að stjórna þessu og við lítum á björtu hliðarnar,“ segir Ingibjörg. Norski boltinn Tengdar fréttir Ingibjörg Noregsmeistari með Vålerenga í annað sinn Ingibjörg Sigurðardóttir og liðsfélagar hennar í Vålerenga urðu norskir deildarmeistarar þegar Selmu Sól og félögum í Rosenborg mistókst að sigra LSK í næstsíðustu umferð deildarinnar. 11. nóvember 2023 15:16 Mest lesið Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Fimm ára fangelsi fyrir að reyna að myrða meintan barnaníðing Sport Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Sport Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Enski boltinn Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enski boltinn Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ Íslenski boltinn „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Fótbolti Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Körfubolti Fleiri fréttir Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enda án stiga á botni riðilsins Sex marka sýning Íslands gegn Skotum Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Ekki pæla í því sem aðeins of feitur fyrrverandi leikmaður segir“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Lífið í Brúnei einmanalegt Fjölskyldu Arnórs hótað „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Reece James mætti aftur með látum í sigri Englands Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik Boltastrákurinn orðinn þjóðhetja og fer frítt á undanúrslitin „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fimm lið komin á HM: Svona er dagskráin hjá Íslandi Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Enn að hrauna yfir Heimi: Höfum allt nema góðan þjálfara „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Landsliðsþjálfarinn gagnrýndur: „Þetta eru klár mistök hjá Arnari“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Fékk fund með Heimi og hló með honum eftir markið Sjá meira
„Bara rétt áður en ég fór að sofa sá ég að það átti að rýma bæinn. Þá kemur mjög óþægileg tilfinning. Maður á æskuvini og kunningja í bænum ennþá og Grindavík skiptir mig miklu máli,“ segir Ingibjörg um föstudagskvöldið. Daginn eftir átti lið hennar Vålerenga leik við Stabæk sem átti eftir að skipta sköpum í toppbaráttunni í norsku úrvalsdeildinni. „Svo það var mjög óþægileg tilfinning að vita af fólki sem er mjög hrætt, þarf að pakka í töskur og flýja. Ég get ekki einu sinni sett mig í spor þeirra. Þetta var mjög erfitt og það var lítið sofið nóttina áður,“ „Ég hélt ég gæti nú ekki orðið mikið stressaðri fyrir þessum leik en svo kom þetta upp. Þá hugsaði ég bara: Ég þarf bara að klára þennan leik og komast í gegnum þetta.“ Spennufallið mikið Og það gerði Ingibjörg svo sannarlega. Hún leiddi lið sitt til 3-1 sigurs gegn Stabæk í gær og úrslit Rosenborgar annars staðar þýddu að Valerenga var orðið norskur meistari. Ingibjörg, sem fyrirliði liðsins, lyfti bikarnum í leikslok. „Þetta var ákveðið spennufall eftir leik. Ég held ég hafi grátið í góðar tíu mínútur. Það er erfitt að koma þessum tilfinningum í orð. Svo var ég með gott fólk í stúkunni sem ég fór til og fékk að vita að staðan var eins og ekkert nýtt komið upp,“ „Þá var að reyna að njóta augnabliksins vegna þess að ég vissi að ef ég myndi líta til baka eftir nokkur ár yrði ég til í að hafa fagnað þessu. Svo ég reyndi að njóta augnabliksins og fagna með liðinu,“ segir Ingibjörg. Erfitt að geta ekki verið með fjölskyldunni Fjölskylda Ingibjargar hér heima hefur komið sér fyrir í sumarbústað og gat glaðst yfir afrekum hennar og hvöttu hana einmitt til að njóta árangursins með liðsfélögunum burtséð frá stöðunni hér heima. „Þau ýttu mér í það og sögðu mér að fagna þessu. Því ég var með skrýtna tilfinningu og smá samviskubit að fara að fagna einhverju. En maður þarf að fagna svona hlutum - þetta er stórt,“ Enn eru tveir leikir eftir af leiktíðinni, báðir gegn Rosenborg, einn í deild og svo bikarúrslit áður en Ingibjörg kemst heim til Íslands. Ingibjörg er spennt fyrir leikjunum en það reyni sannarlega á að vera ekki með fjölskyldunni á tímum sem þessum. „Það er mjög erfitt að geta ekki bara verið þarna. Ég veit að ég get ekki hjálpað á neinn hátt en bara það að vera með þeim og ganga í gegnum þetta með þeim myndi allavega gefa manni einhverja ró. En svona er þetta bara, svona er lífið, svona er náttúran. Það er ekkert hægt að stjórna þessu og við lítum á björtu hliðarnar,“ segir Ingibjörg.
Norski boltinn Tengdar fréttir Ingibjörg Noregsmeistari með Vålerenga í annað sinn Ingibjörg Sigurðardóttir og liðsfélagar hennar í Vålerenga urðu norskir deildarmeistarar þegar Selmu Sól og félögum í Rosenborg mistókst að sigra LSK í næstsíðustu umferð deildarinnar. 11. nóvember 2023 15:16 Mest lesið Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Fimm ára fangelsi fyrir að reyna að myrða meintan barnaníðing Sport Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Sport Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Enski boltinn Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enski boltinn Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ Íslenski boltinn „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Fótbolti Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Körfubolti Fleiri fréttir Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enda án stiga á botni riðilsins Sex marka sýning Íslands gegn Skotum Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Ekki pæla í því sem aðeins of feitur fyrrverandi leikmaður segir“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Lífið í Brúnei einmanalegt Fjölskyldu Arnórs hótað „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Reece James mætti aftur með látum í sigri Englands Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik Boltastrákurinn orðinn þjóðhetja og fer frítt á undanúrslitin „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fimm lið komin á HM: Svona er dagskráin hjá Íslandi Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Enn að hrauna yfir Heimi: Höfum allt nema góðan þjálfara „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Landsliðsþjálfarinn gagnrýndur: „Þetta eru klár mistök hjá Arnari“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Fékk fund með Heimi og hló með honum eftir markið Sjá meira
Ingibjörg Noregsmeistari með Vålerenga í annað sinn Ingibjörg Sigurðardóttir og liðsfélagar hennar í Vålerenga urðu norskir deildarmeistarar þegar Selmu Sól og félögum í Rosenborg mistókst að sigra LSK í næstsíðustu umferð deildarinnar. 11. nóvember 2023 15:16