Aðkoma HS Orku og Bláa lónsins ekkert rædd Jakob Bjarnar skrifar 14. nóvember 2023 14:31 Katrín Jakobsdóttir upplýsti á þingi nú rétt í þessu að við gerð frumvarpsins um varnargarð um HS Orku og Bláa lónið hafi ekkert verið rætt við fyrirtækin um aðkomu þeirra. vísir/vilhelm Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata spurði Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra hvort það hafi komið til tals innan ríkisstjórnarinnar, hvort það hafi komið til greina að þau fyrirtæki sem á svæðinu eru; HS Orka og Bláa lónið, kæmu að þeim kostnaði sem væri því samfara að reisa varnargarð um þau? Talsverð umræða hefur verið um hver eigi að bera kostnaðinn við varnargarðinn. Eins og Vísir greindi frá var Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var sá eini sem hafði á því orð að eðilegt væri að HS Orka og Bláa lónið kæmu að kostnaði við varnargarðana sem til stendur að reisa. Arndís Anna spurði þessarar spuringar í óundirbúnum fyrirspurnum. Hún hóf máls sitt á að benda á að í gær hafi verið samþykkt lög þar sem komið hafi verið á nýjum skattstofni til að reisa varnargarð um tvö stöndug fyrirtæki. Annað þeirra, HS Orka, sé gríðarlega mikilvægt fyrir alla innviði, en það breyti því ekki að þessi fyrirtæki eru bæði með töluvert mikinn hagnað í farteskinu. „Var óskað eftir sérstöku framlagi frá þessum stöndugu fyrirtækjum til að mæta þeim kostnaði við varnargarð með einum eða öðrum hætti?“ Umræða um hvort innviðir eigi að vera í opinberri eigu Katrín sagði að frumvarpið hafi verið, eins og gefur að skilja, unnið með töluverðum hraða. „Niðurstaða okkar var að fara í sambærilega leið og með ofanflóðasjóð. Það er að segja: Leggja þetta lága gjald á allar brunatryggðar húseignir til að standa undir þessari framkvæmd sem fyrst og fremst snýst um orkuverið í Svartsengi.“ Katrín sagði það vissulega og vafalaust stöndugt fyrirtæki. „Mér finnst við komin í þá umræðu hvort við viljum að þau slíkir innviðir séu í opinberri eigu eða ekki. Það er mikilvæg umræða. En það breytir því ekki að þetta er staðan eins og hún er. Og þetta einkafyrirtæki er að sjá þessum 30 þúsund íbúum fyrir rafmagni og hita.“ Arndís Anna taldi ljóst að þarna færu stöndug fyrirtæki og hún vildi vita hvort eitthvað hafi verið rætt við þau um að þau kæmu að kostnaði við gerð varnargarða vegna hugsanlegs eldgoss.vísir/vilhelm Katrín sagði tjónið af því, ef þetta fyrirtæki lamast, alveg gríðarlegt. „Síðan vill svo til að þarna er annað fyrirtæki sem liggur upp að þessu orkuveri. Og ég vil bara segja það skýrt hér að það er ekki metið út frá sama þjóðhagslega mikilvægi og orkuverið. En það liggur þar sem það liggur og ég er auðvitað að vitna í Bláa lónið, og lega varnargarðanna verða auðvitað að ráðast af þeirri landafræði sem við erum stödd í.“ Aðgerðin snýst fyrst og síðast um orkuverið Katrín taldi mikilvægt að halda þessu til haga því einhverjir þingmenn hafi rætt um þetta sem sérstaka varnaraðgerð fyrir þann ágæta ferðamannastað. „Auðvitað snýst þessi aðgerð um orkuverið. Og hún snýst um rafmagn og hita fyrir 20 þúsund manns.“ Katrín sagði að þetta hafi ekki komið til umræðu við gerð frumvarpsins. „Ég vil hins vegar segja það að ég legg á það mikla áherslu, og hef gert það í samtölum mínum við Samtök atvinnulífsins í tengslum við afkomu íbúa Grindavíkur, að það er mjög mikilvægt að stöndug fyrirtæki á svæðinu leggi sitt að mörkum til að tryggja afkomu fólks á næstu mánuðum.“ Arndís Anna vildi ítreka í spurningu sinni hvort það hafi farið fram einhverjar viðræður við fyrirtækin en Katrín sagði svo ekki vera. En hafa bæri í huga að kostnaðurinn við varnargarðinn væri „miniamalískur“ í samanburði við það tjón sem þegar væri orðið. Alþingi Rekstur hins opinbera Eldgos á Reykjanesskaga Skattar og tollar Bláa lónið Orkumál Jarðhiti Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Samþykkja frumvarp um vernd innviða Alþingi samþykkti skömmu fyrir miðnætti frumvarp forsætisráðherra um vernd mikilvægra innviða á Reykjanesskaga. Greiddu 57 þingmenn atkvæði með frumvarpinu. 14. nóvember 2023 00:26 Mest lesið „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira
Talsverð umræða hefur verið um hver eigi að bera kostnaðinn við varnargarðinn. Eins og Vísir greindi frá var Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var sá eini sem hafði á því orð að eðilegt væri að HS Orka og Bláa lónið kæmu að kostnaði við varnargarðana sem til stendur að reisa. Arndís Anna spurði þessarar spuringar í óundirbúnum fyrirspurnum. Hún hóf máls sitt á að benda á að í gær hafi verið samþykkt lög þar sem komið hafi verið á nýjum skattstofni til að reisa varnargarð um tvö stöndug fyrirtæki. Annað þeirra, HS Orka, sé gríðarlega mikilvægt fyrir alla innviði, en það breyti því ekki að þessi fyrirtæki eru bæði með töluvert mikinn hagnað í farteskinu. „Var óskað eftir sérstöku framlagi frá þessum stöndugu fyrirtækjum til að mæta þeim kostnaði við varnargarð með einum eða öðrum hætti?“ Umræða um hvort innviðir eigi að vera í opinberri eigu Katrín sagði að frumvarpið hafi verið, eins og gefur að skilja, unnið með töluverðum hraða. „Niðurstaða okkar var að fara í sambærilega leið og með ofanflóðasjóð. Það er að segja: Leggja þetta lága gjald á allar brunatryggðar húseignir til að standa undir þessari framkvæmd sem fyrst og fremst snýst um orkuverið í Svartsengi.“ Katrín sagði það vissulega og vafalaust stöndugt fyrirtæki. „Mér finnst við komin í þá umræðu hvort við viljum að þau slíkir innviðir séu í opinberri eigu eða ekki. Það er mikilvæg umræða. En það breytir því ekki að þetta er staðan eins og hún er. Og þetta einkafyrirtæki er að sjá þessum 30 þúsund íbúum fyrir rafmagni og hita.“ Arndís Anna taldi ljóst að þarna færu stöndug fyrirtæki og hún vildi vita hvort eitthvað hafi verið rætt við þau um að þau kæmu að kostnaði við gerð varnargarða vegna hugsanlegs eldgoss.vísir/vilhelm Katrín sagði tjónið af því, ef þetta fyrirtæki lamast, alveg gríðarlegt. „Síðan vill svo til að þarna er annað fyrirtæki sem liggur upp að þessu orkuveri. Og ég vil bara segja það skýrt hér að það er ekki metið út frá sama þjóðhagslega mikilvægi og orkuverið. En það liggur þar sem það liggur og ég er auðvitað að vitna í Bláa lónið, og lega varnargarðanna verða auðvitað að ráðast af þeirri landafræði sem við erum stödd í.“ Aðgerðin snýst fyrst og síðast um orkuverið Katrín taldi mikilvægt að halda þessu til haga því einhverjir þingmenn hafi rætt um þetta sem sérstaka varnaraðgerð fyrir þann ágæta ferðamannastað. „Auðvitað snýst þessi aðgerð um orkuverið. Og hún snýst um rafmagn og hita fyrir 20 þúsund manns.“ Katrín sagði að þetta hafi ekki komið til umræðu við gerð frumvarpsins. „Ég vil hins vegar segja það að ég legg á það mikla áherslu, og hef gert það í samtölum mínum við Samtök atvinnulífsins í tengslum við afkomu íbúa Grindavíkur, að það er mjög mikilvægt að stöndug fyrirtæki á svæðinu leggi sitt að mörkum til að tryggja afkomu fólks á næstu mánuðum.“ Arndís Anna vildi ítreka í spurningu sinni hvort það hafi farið fram einhverjar viðræður við fyrirtækin en Katrín sagði svo ekki vera. En hafa bæri í huga að kostnaðurinn við varnargarðinn væri „miniamalískur“ í samanburði við það tjón sem þegar væri orðið.
Alþingi Rekstur hins opinbera Eldgos á Reykjanesskaga Skattar og tollar Bláa lónið Orkumál Jarðhiti Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Samþykkja frumvarp um vernd innviða Alþingi samþykkti skömmu fyrir miðnætti frumvarp forsætisráðherra um vernd mikilvægra innviða á Reykjanesskaga. Greiddu 57 þingmenn atkvæði með frumvarpinu. 14. nóvember 2023 00:26 Mest lesið „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira
Samþykkja frumvarp um vernd innviða Alþingi samþykkti skömmu fyrir miðnætti frumvarp forsætisráðherra um vernd mikilvægra innviða á Reykjanesskaga. Greiddu 57 þingmenn atkvæði með frumvarpinu. 14. nóvember 2023 00:26