Ísraelsmenn komnir inn á al Shifa-sjúkrahúsið Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. nóvember 2023 06:43 Al Shifa í lok október. Síðan þá hafa Ísraelsmenn umkringt sjúkrahúsið og gert árásir umhverfis það. epa/Mohammed Saber Ísraelsher segist standa í hernaðaraðgerð gegn Hamas innan al Shifa-sjúkrahússvæðisins. Um sé að ræða hnitmiðaða aðgerð á afmörkuðu svæði. Talsmaður heilbrigðisyfirvalda á Gasa, sem eru undir stjórn Hamas, segir herinn við leit í kjallara sjúkrahúsbyggingarinnar. Samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum á Gasa fengu þau aðeins nokkurra mínútna viðvörun áður en Ísraelsmenn létu til skarar skríða. Munir al-Bursh, framkvæmdastjóri heilbrigðisráðuneytisins, sagði aðgerðirnar virðast beinast að vesturhluta svæðisins og að miklar sprengingar hafi átt sér stað. Sjúkrahússvæðið samanstendur af þyrpingu sex hæða bygginga og svæðum á milli þeirra. Al Shifa er stærsta sjúkrahúsið á Gasa, með rúm fyrir 600 til 900 sjúklinga og þar störfuðu þúsundir manns. Frá því að aðgerðir Ísraels hófust hafa þúsundir hafst við á svæðinu eftir að hafa flúið heimili sín. Herinn umkringdi sjúkrahúsið á dögunum og frá þeim tíma hafa yfir 30 sjúklingar látist, að sögn heilbrigðisyfirvalda á Gasa. Samkvæmt upplýsingum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar liggja um 600 til 650 manns enn á sjúkrahúsinu, sem sinnt er af 200 til 500 heilbrigðisstarfsmönnum. Þá eru 1.500 manns til viðbótar sagðir dvelja á svæðinu. Ísraelsher segir höfuðstöðvar Hamas undir sjúkrahúsinu en þessu hafa bæði Hamas og starfsmenn á sjúkrahúsinu neitað. Ísraelar hafa hvatt fólk til að yfirgefa svæðið en fólk inni á sjúkrahúsinu segir það ekki óhætt, bæði vegna sprenginga og byssumanna sem skjóti á allt sem hreyfist. Vitni hafa lýst því að skriðdrekar séu komnir inn á svæðið og hermenn inn á sjúkrahúsið. Erlendir miðlar hafa haft eftir heimildarmanni sem talar fyrir öryggisyfirvöld í Bandaríkjunum en vildi ekki láta nafns síns getið að Bandaríkjamenn vildu ekki sjá barist á spítalanum. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira
Samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum á Gasa fengu þau aðeins nokkurra mínútna viðvörun áður en Ísraelsmenn létu til skarar skríða. Munir al-Bursh, framkvæmdastjóri heilbrigðisráðuneytisins, sagði aðgerðirnar virðast beinast að vesturhluta svæðisins og að miklar sprengingar hafi átt sér stað. Sjúkrahússvæðið samanstendur af þyrpingu sex hæða bygginga og svæðum á milli þeirra. Al Shifa er stærsta sjúkrahúsið á Gasa, með rúm fyrir 600 til 900 sjúklinga og þar störfuðu þúsundir manns. Frá því að aðgerðir Ísraels hófust hafa þúsundir hafst við á svæðinu eftir að hafa flúið heimili sín. Herinn umkringdi sjúkrahúsið á dögunum og frá þeim tíma hafa yfir 30 sjúklingar látist, að sögn heilbrigðisyfirvalda á Gasa. Samkvæmt upplýsingum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar liggja um 600 til 650 manns enn á sjúkrahúsinu, sem sinnt er af 200 til 500 heilbrigðisstarfsmönnum. Þá eru 1.500 manns til viðbótar sagðir dvelja á svæðinu. Ísraelsher segir höfuðstöðvar Hamas undir sjúkrahúsinu en þessu hafa bæði Hamas og starfsmenn á sjúkrahúsinu neitað. Ísraelar hafa hvatt fólk til að yfirgefa svæðið en fólk inni á sjúkrahúsinu segir það ekki óhætt, bæði vegna sprenginga og byssumanna sem skjóti á allt sem hreyfist. Vitni hafa lýst því að skriðdrekar séu komnir inn á svæðið og hermenn inn á sjúkrahúsið. Erlendir miðlar hafa haft eftir heimildarmanni sem talar fyrir öryggisyfirvöld í Bandaríkjunum en vildi ekki láta nafns síns getið að Bandaríkjamenn vildu ekki sjá barist á spítalanum.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira