Blöskrar skipulagsleysi: „Þetta mun aldrei verða samt aftur“ Oddur Ævar Gunnarsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 15. nóvember 2023 11:36 Jón Pálmar og Helga voru í bílaröðinni við Grindavík í annað sinn í dag. Vísir Jón Pálmar Ragnarsson og Helga Rut Hallgrímsdóttir, íbúar í Grindavík, hafa reynt fjórum sinnum að ná í nauðsynjar á heimili sitt í bænum án árangurs. Þau gefa skipulagi viðbragðsaðila falleinkunn. „Þetta er líklega í fjórða skiptið sem við reynum að komast hingað inn. Það er aldrei hægt. Skipulagið hérna virðist vera bara ekkert, aðgerðarstjórn lögreglunnar á Suðurnesjum í molum, mér sýnist það,“ segir Jón Pálmar í samtali við fréttastofu. Þau hjónin voru tekin tali í bílaröðinni fyrir utan bæinn í morgun. Gæti sagt svo margt „Fyrirtæki fá að fara hérna inn hægri vinstri. Jón og Margeir fá að fara hérna inn á fimmtán vörubílum klukkan níu á Suðurstrandarveg, við vorum þar, fram fyrir alla í röðinni. Þorbjörn og fleiri fiskfyrirtæki fá að ferja fisk eins og enginn sé morgundagurinn en íbúum er ekki hleypt inn. Ég gæti sagt svo margt hérna, ég veit ekki hvort að það borgar sig, en mér er misboðið þetta fyrirkomulag.“ Þau Helga hafa fjórum sinnum fengið neitun við lokunarpósta inn í bæinn og tvisvar í dag. Segja þau það vera vegna þess að þau búi á hættusvæði. Þið hafið bara beðið? „Við höfum bara beðið, fylgt fyrirmælum og sagt hvar við búum. Það er líka eitt klúður þegar þeir hleyptu öllum þarna inn í fyrradag. Það var ekkert tekið niður hvar býrðu, hver ertu. Þú hefðir getað farið inn, verandi hvaða innbrotsþjófur sem er og tekið hvað sem er. Það hef ég virkilega mikið við að athuga. Svona fyrirkomulag bara gengur ekkert upp. Allavega fá Úlfar Lúðvíksson og Hjálmar Hallgrímsson engar einkunnir hér í dag frá mér. Þeir geta farið að gera eitthvað annað.“ Engar smákökur eða hrærivélar Þar vísar Jón Pálmar til þeirra Úlfars Lúðvíkssonar, lögreglustjórans á Suðurnesjum og Hjálmars Hallgrímssonar, yfirlögregluþjóns. Þau hjónin hafa haldið til í Kópavogi undanfarna daga. Þau segjast ekki vera að reyna að ná í neinar smákökur og hrærivél í húsið sitt, heldur sínar helstu eigur, til að mynda vinnubíl. „Bara að koma þessu burt. Þá erum við sátt í bili,“ segir Jón. „Við erum bara að reyna að ná þessu út. Það fer mikill tími og peningur í að reyna þetta. Við erum allavega ekki að vinna neitt á meðan eða að sinna börnunum okkar.“ Hvernig blasir framtíðin við? „Ég veit það ekki. Það verður bara að ráðast. Tímabundin búseta annars staðar. En ég er farinn að líta þannig á að það sé best fyrir bæjarbúa að vera borgaðir út. Eða, hvort sem það er borgað út, eða að hraun bara flæði yfir Grindavík og það verði allir borgaðir út, út af því eða öðru. Það er margt þarna ónýtt. Þetta mun aldrei verða samt aftur þarna, nei.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Íhaldsmenn sigruðu en munu eiga erfitt með að mynda meirihluta Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
„Þetta er líklega í fjórða skiptið sem við reynum að komast hingað inn. Það er aldrei hægt. Skipulagið hérna virðist vera bara ekkert, aðgerðarstjórn lögreglunnar á Suðurnesjum í molum, mér sýnist það,“ segir Jón Pálmar í samtali við fréttastofu. Þau hjónin voru tekin tali í bílaröðinni fyrir utan bæinn í morgun. Gæti sagt svo margt „Fyrirtæki fá að fara hérna inn hægri vinstri. Jón og Margeir fá að fara hérna inn á fimmtán vörubílum klukkan níu á Suðurstrandarveg, við vorum þar, fram fyrir alla í röðinni. Þorbjörn og fleiri fiskfyrirtæki fá að ferja fisk eins og enginn sé morgundagurinn en íbúum er ekki hleypt inn. Ég gæti sagt svo margt hérna, ég veit ekki hvort að það borgar sig, en mér er misboðið þetta fyrirkomulag.“ Þau Helga hafa fjórum sinnum fengið neitun við lokunarpósta inn í bæinn og tvisvar í dag. Segja þau það vera vegna þess að þau búi á hættusvæði. Þið hafið bara beðið? „Við höfum bara beðið, fylgt fyrirmælum og sagt hvar við búum. Það er líka eitt klúður þegar þeir hleyptu öllum þarna inn í fyrradag. Það var ekkert tekið niður hvar býrðu, hver ertu. Þú hefðir getað farið inn, verandi hvaða innbrotsþjófur sem er og tekið hvað sem er. Það hef ég virkilega mikið við að athuga. Svona fyrirkomulag bara gengur ekkert upp. Allavega fá Úlfar Lúðvíksson og Hjálmar Hallgrímsson engar einkunnir hér í dag frá mér. Þeir geta farið að gera eitthvað annað.“ Engar smákökur eða hrærivélar Þar vísar Jón Pálmar til þeirra Úlfars Lúðvíkssonar, lögreglustjórans á Suðurnesjum og Hjálmars Hallgrímssonar, yfirlögregluþjóns. Þau hjónin hafa haldið til í Kópavogi undanfarna daga. Þau segjast ekki vera að reyna að ná í neinar smákökur og hrærivél í húsið sitt, heldur sínar helstu eigur, til að mynda vinnubíl. „Bara að koma þessu burt. Þá erum við sátt í bili,“ segir Jón. „Við erum bara að reyna að ná þessu út. Það fer mikill tími og peningur í að reyna þetta. Við erum allavega ekki að vinna neitt á meðan eða að sinna börnunum okkar.“ Hvernig blasir framtíðin við? „Ég veit það ekki. Það verður bara að ráðast. Tímabundin búseta annars staðar. En ég er farinn að líta þannig á að það sé best fyrir bæjarbúa að vera borgaðir út. Eða, hvort sem það er borgað út, eða að hraun bara flæði yfir Grindavík og það verði allir borgaðir út, út af því eða öðru. Það er margt þarna ónýtt. Þetta mun aldrei verða samt aftur þarna, nei.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Íhaldsmenn sigruðu en munu eiga erfitt með að mynda meirihluta Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira