Hvetja til sniðgöngu Iceland Noir vegna heimsóknar Clinton Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 15. nóvember 2023 22:13 Tilkynnt var í september um að Hillary Clinton yrði heiðursgestur á hátíðinni. EPA Lestrarklefinn, vefsíða sem tileinkuð er bókaumfjöllun, bókmenntum og lestri, hvetur til sniðgöngu bókmenntahátíðarinnar Iceland Noir. Ástæðan er sú að stjórnmálakonan Hillary Clinton, sem hefur tekið afstöðu gegn vopnahléi á Gasa, kemur fram á viðburði tengdum hátíðinni. Í pistli á vef Lestrarklefans segir að Lestrarklefinn ætli ekki að fjalla um glæpasagnahátíðina Iceland Noir í ár, efni hennar eða rithöfunda. „Ástæðan er sérstakur heiðursgestur hátíðarinnar, Hillary Rodham Clinton, sem talar gegn vopnahléi í Gasa og kallar þá sem mótmæla stríðsglæpum Ísraelshers gyðingahatara,“ segir í pistlinum. Tilkynnt var um miðjan september að utanríkisráðherrann fyrrverandi muni koma fram á viðburði degi eftir að hátíðinni lýkur í ár þar sem Hillary Clinton og Louise Penny ræða pólitíska spennusögu sína, Ríki óttans. Fram kemur í pistli Lestrarklefans að það að bjóða Clinton velkomna á íslenska listahátíð sé stuðningur við hennar málflutning. Í því felist afstaða gegn vopnahléi, gegn Palestínu og með ofbeldi. „Sú ritskoðun sem Iceland Noir hátíðin hefur verið staðin að gagnvart gagnrýnisröddum sýnir það svart á hvítu að aðstandendur hátíðarinnar eru meðvitaðir um þessa staðreynd.“ Skipuleggjendur hátíðarinnar eru meðal annars Ragnar Jónasson, Yrsa Sigurðardóttir og Sverrir Norland rithöfundar. Sjón sniðgekk í fyrra Rithöfundurinn Sjón gaf út yfirlýsingu fyrir hátíðina í fyrra um að hann sagðist ekki ætla að taka þátt í henni vegna aðgerða ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttir í málefnum hælisleitenda. Katrín var ein þeirra sem átti að koma fram á hátíðinni. Daginn eftir tilkynntu forsvarsmenn hátíðarinnar að Katrín tæki ekki þátt í glæpasagnahátíðinni. Bergþóra Snæbjörnsdóttir rithöfundur og Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir sviðslistakona eru meðal þeirra sem gagnrýnt hafa hátíðina. Þá saka þær stjórnendur Instagram-síðu Iceland Noir um að hafa eytt athugasemdum undir færslur þeirra þar sem heimsókn Clinton hefur verið gagnrýnd. Fréttin hefur verið uppfærð. Bókmenntir Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Bill Clinton Tengdar fréttir Hillary Clinton gestur Ragnars og Yrsu á Iceland Noir Yrsa Sigurðardóttir segir Iceland Noir ekki lengur litla glæpahátíð. Sérstakur viðburður verður degi eftir að hátíðinni lýkur í ár þar sem Hillary Clinton og Louise Penny ræða pólitíska spennusögu sína, Ríki óttans. Viðburðurinn fer fram þann 19. nóvember. 14. september 2023 23:19 Mest lesið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Bíó og sjónvarp Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Laufey ein af konum ársins hjá Time Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Fleiri fréttir „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Í pistli á vef Lestrarklefans segir að Lestrarklefinn ætli ekki að fjalla um glæpasagnahátíðina Iceland Noir í ár, efni hennar eða rithöfunda. „Ástæðan er sérstakur heiðursgestur hátíðarinnar, Hillary Rodham Clinton, sem talar gegn vopnahléi í Gasa og kallar þá sem mótmæla stríðsglæpum Ísraelshers gyðingahatara,“ segir í pistlinum. Tilkynnt var um miðjan september að utanríkisráðherrann fyrrverandi muni koma fram á viðburði degi eftir að hátíðinni lýkur í ár þar sem Hillary Clinton og Louise Penny ræða pólitíska spennusögu sína, Ríki óttans. Fram kemur í pistli Lestrarklefans að það að bjóða Clinton velkomna á íslenska listahátíð sé stuðningur við hennar málflutning. Í því felist afstaða gegn vopnahléi, gegn Palestínu og með ofbeldi. „Sú ritskoðun sem Iceland Noir hátíðin hefur verið staðin að gagnvart gagnrýnisröddum sýnir það svart á hvítu að aðstandendur hátíðarinnar eru meðvitaðir um þessa staðreynd.“ Skipuleggjendur hátíðarinnar eru meðal annars Ragnar Jónasson, Yrsa Sigurðardóttir og Sverrir Norland rithöfundar. Sjón sniðgekk í fyrra Rithöfundurinn Sjón gaf út yfirlýsingu fyrir hátíðina í fyrra um að hann sagðist ekki ætla að taka þátt í henni vegna aðgerða ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttir í málefnum hælisleitenda. Katrín var ein þeirra sem átti að koma fram á hátíðinni. Daginn eftir tilkynntu forsvarsmenn hátíðarinnar að Katrín tæki ekki þátt í glæpasagnahátíðinni. Bergþóra Snæbjörnsdóttir rithöfundur og Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir sviðslistakona eru meðal þeirra sem gagnrýnt hafa hátíðina. Þá saka þær stjórnendur Instagram-síðu Iceland Noir um að hafa eytt athugasemdum undir færslur þeirra þar sem heimsókn Clinton hefur verið gagnrýnd. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bókmenntir Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Bill Clinton Tengdar fréttir Hillary Clinton gestur Ragnars og Yrsu á Iceland Noir Yrsa Sigurðardóttir segir Iceland Noir ekki lengur litla glæpahátíð. Sérstakur viðburður verður degi eftir að hátíðinni lýkur í ár þar sem Hillary Clinton og Louise Penny ræða pólitíska spennusögu sína, Ríki óttans. Viðburðurinn fer fram þann 19. nóvember. 14. september 2023 23:19 Mest lesið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Bíó og sjónvarp Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Laufey ein af konum ársins hjá Time Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Fleiri fréttir „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Hillary Clinton gestur Ragnars og Yrsu á Iceland Noir Yrsa Sigurðardóttir segir Iceland Noir ekki lengur litla glæpahátíð. Sérstakur viðburður verður degi eftir að hátíðinni lýkur í ár þar sem Hillary Clinton og Louise Penny ræða pólitíska spennusögu sína, Ríki óttans. Viðburðurinn fer fram þann 19. nóvember. 14. september 2023 23:19