Fyrirtæki sem þiggi stuðning greiði ekki út arð Oddur Ævar Gunnarsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 17. nóvember 2023 13:55 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísir/Ívar Forsætisráðherra segir að frumvarp um laun til handa Grindvíkingum sé sambærilegt lögum um laun í sóttkví sem notuð voru í heimsfaraldri. Verið sé að kortleggja laust húsnæði. Fyrirtæki sem þiggi stuðning geti ekki greitt út arð nema að þau endurgreiði ríkinu. Eins og fram hefur komið hefur innviðaráðherra skipað starfshóp sem hefur það hlutverk að greina og kynna lausnir fyrir húsnæði fyrir Grindvíkinga. Áhersla verði á uppbyggingu nýrra húsnæðiseininga. Sambærilegt lögum um laun í sóttkví Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir frumvarp um laun til Grindvíkinga hafa verið afgreitt úr ríkisstjórn. „Það miðar að því og er nokkuð sambærilegt við lög um laun í sóttkví sem við munum eftir úr heimsfaraldri og snýst um það að ríkið grípur inn í og tryggir launagreiðslur upp að ákveðnu þaki. Atvinnurekendur ef þeir eiga þess kost geta þá sótt um slíkan stuðning og þau sem geta, tryggja þá sínu fólki fullar launagreiðslur næstu þrjá mánuði.“ Katrín segir að taki fyrirtækin ekki þátt geti einstaklingar sjálfir sótt um þessar launagreiðslur upp að þessu þaki. Það liggi fyrir að ríki og sveitarfélag muni tryggja launagreiðslur sinna starfsmanna en um sé að ræða stóra atvinnurekendur í Grindavík. „Þannig að þannig erum við að tryggja það að afkoma fólks sé tryggð næstu þrjá mánuði. Þetta mál vonandi gengur þá til þingsins núna þannig að það verði hægt að ræða það strax eftir helgi.“ Var eitthvað rætt um tímalengdina, er þetta nóg, þrír mánuðir? „Nú er bara óvissan mikil. En þetta er það sem við gerum fyrst í stað. Síðan verðum við auðvitað bara að sjá hvernig mál þróast á Reykjanesskaga, eins og öllum er kunnugt þá er óvissan mikil en okkur fannst mikilvægt að hafa ákveðna vissu í þessu fram yfir áramótin.“ Hafa kortlagt laust húsnæði Katrín segir vinnu standa yfir vegna húsnæðismála Grindvíkinga. Búið sé að kortleggja laust húsnæði sem standi til boða á landinu og verið sé að vinna úr þeirri vinnu. „Það eru fjölmargir aðilar sem hafa haft samband við ríkið og eru að bjóða fram húsnæði. Leigufélög, einstaklingar, verkalýðshreyfing og fleiri. Þannig að það er verið að vinna úr því þannig að það sé hægt að koma því framboði til Grindvíkinga. Síðan munum við taka til skoðunar einhvern mögulegan húsnæðisstuðning en það á eftir að útfæra það.“ Er gefinn einhver tímarammi varðandi það? „Nei, við erum í raun og veru núna að fara bara úr fyrsta viðbragðinu, sem voru auðvitað fjöldahjálparstöðvarnar fyrir í raun og veru minna en viku, yfir í næsta viðbragð þar sem er verið að vinna að því að koma fólki fyrir í tímabundnu húsnæði sem er svona fram yfir áramót áfram en síðan þarf bara að fara að huga að lengri tíma lausnum eftir því hvernig ástandið þróast og það er þegar hafin vinna við það.“ Fyrirtæki munu taka þátt í kostnaði Katrín segir að unnið sé að viðgerðum á orkuneti Grindvíkinga eftir því sem aðstæður leyfi. Hættulegt sé að vera inni á svæðinu en unnið sé að uppbyggingu varnargarða, eins og fram hafi komið. Gagnrýnt hefur verið að stór fyrirtæki á svæðinu eins og HS Orka og Bláa lónið sem skilað hafi arði til sinna eigenda og gengið mjög vel taki ekki þátt íkostnaði við að reisa varnargarða. Katrín segir að sér þyki sú umræða töluverð einföldun. „Það er alveg ljóst að það mun falla til mikill kostnaður vegna jarðhræringa á Reykjanesi og þessi fyrirtæki munu þurfa að leggja út í mikinn kostnað vegna þeirra. Mér hefur nú þótt það töluverð einföldun að tala eingöngu um varnargarðinn í þessum efnum, það er auðvitað bara brotabrot af því sem við stöndum frammi fyrir, þannig að ég hef bæði í samtölum við Samtök atvinnulífsins og einstök fyrirtæki lagt á það ríka áherslu að þau fyrirtæki sem það geta taki þátt í þessu verkefni með okkur,“ segir Katrín. „Og við erum auðvitað að gera ráð fyrir því í frumvarpinu sem hér var afgreitt að ef fyrirtæki taka þátt í því og þiggja ríkisstuðning til að tryggja launagreiðslur til sinna starfsmanna að þá eigi þau ekki að greiða sér arð á næstunni og ef þau geri það þá þurfi þau að endurgreiða þann ríkisstuðning.“ Verður fylgst með því opinberlega? „Að sjálfsögðu.“ Hafið þið fengið einhver viðbrögð frá fyrirtækjum nú þegar og hver voru viðbrögð SA við þessari beiðni ykkar? „Já, við áttum samráð við bæði verkalýðshreyfinguna og SA við gerð þessa frumvarps.“ Katrín segir það liggja fyrir að það verði kostnaður sem muni hljótast af atburðunum á Grindavík. Ríkið taki á sig kostnað til að tryggja afkomu Grindvíkinga. „Það er að sjálfsögðu þannig að ríkið er að taka á sig kostnað til að tryggja afkomu Grindvíkinga en það er bara augljóslega eitthvað sem við gerum í þessum erfiðu kringumstæðum, að sjálfsögðu.“ Grindavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Rekstur hins opinbera Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Eins og fram hefur komið hefur innviðaráðherra skipað starfshóp sem hefur það hlutverk að greina og kynna lausnir fyrir húsnæði fyrir Grindvíkinga. Áhersla verði á uppbyggingu nýrra húsnæðiseininga. Sambærilegt lögum um laun í sóttkví Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir frumvarp um laun til Grindvíkinga hafa verið afgreitt úr ríkisstjórn. „Það miðar að því og er nokkuð sambærilegt við lög um laun í sóttkví sem við munum eftir úr heimsfaraldri og snýst um það að ríkið grípur inn í og tryggir launagreiðslur upp að ákveðnu þaki. Atvinnurekendur ef þeir eiga þess kost geta þá sótt um slíkan stuðning og þau sem geta, tryggja þá sínu fólki fullar launagreiðslur næstu þrjá mánuði.“ Katrín segir að taki fyrirtækin ekki þátt geti einstaklingar sjálfir sótt um þessar launagreiðslur upp að þessu þaki. Það liggi fyrir að ríki og sveitarfélag muni tryggja launagreiðslur sinna starfsmanna en um sé að ræða stóra atvinnurekendur í Grindavík. „Þannig að þannig erum við að tryggja það að afkoma fólks sé tryggð næstu þrjá mánuði. Þetta mál vonandi gengur þá til þingsins núna þannig að það verði hægt að ræða það strax eftir helgi.“ Var eitthvað rætt um tímalengdina, er þetta nóg, þrír mánuðir? „Nú er bara óvissan mikil. En þetta er það sem við gerum fyrst í stað. Síðan verðum við auðvitað bara að sjá hvernig mál þróast á Reykjanesskaga, eins og öllum er kunnugt þá er óvissan mikil en okkur fannst mikilvægt að hafa ákveðna vissu í þessu fram yfir áramótin.“ Hafa kortlagt laust húsnæði Katrín segir vinnu standa yfir vegna húsnæðismála Grindvíkinga. Búið sé að kortleggja laust húsnæði sem standi til boða á landinu og verið sé að vinna úr þeirri vinnu. „Það eru fjölmargir aðilar sem hafa haft samband við ríkið og eru að bjóða fram húsnæði. Leigufélög, einstaklingar, verkalýðshreyfing og fleiri. Þannig að það er verið að vinna úr því þannig að það sé hægt að koma því framboði til Grindvíkinga. Síðan munum við taka til skoðunar einhvern mögulegan húsnæðisstuðning en það á eftir að útfæra það.“ Er gefinn einhver tímarammi varðandi það? „Nei, við erum í raun og veru núna að fara bara úr fyrsta viðbragðinu, sem voru auðvitað fjöldahjálparstöðvarnar fyrir í raun og veru minna en viku, yfir í næsta viðbragð þar sem er verið að vinna að því að koma fólki fyrir í tímabundnu húsnæði sem er svona fram yfir áramót áfram en síðan þarf bara að fara að huga að lengri tíma lausnum eftir því hvernig ástandið þróast og það er þegar hafin vinna við það.“ Fyrirtæki munu taka þátt í kostnaði Katrín segir að unnið sé að viðgerðum á orkuneti Grindvíkinga eftir því sem aðstæður leyfi. Hættulegt sé að vera inni á svæðinu en unnið sé að uppbyggingu varnargarða, eins og fram hafi komið. Gagnrýnt hefur verið að stór fyrirtæki á svæðinu eins og HS Orka og Bláa lónið sem skilað hafi arði til sinna eigenda og gengið mjög vel taki ekki þátt íkostnaði við að reisa varnargarða. Katrín segir að sér þyki sú umræða töluverð einföldun. „Það er alveg ljóst að það mun falla til mikill kostnaður vegna jarðhræringa á Reykjanesi og þessi fyrirtæki munu þurfa að leggja út í mikinn kostnað vegna þeirra. Mér hefur nú þótt það töluverð einföldun að tala eingöngu um varnargarðinn í þessum efnum, það er auðvitað bara brotabrot af því sem við stöndum frammi fyrir, þannig að ég hef bæði í samtölum við Samtök atvinnulífsins og einstök fyrirtæki lagt á það ríka áherslu að þau fyrirtæki sem það geta taki þátt í þessu verkefni með okkur,“ segir Katrín. „Og við erum auðvitað að gera ráð fyrir því í frumvarpinu sem hér var afgreitt að ef fyrirtæki taka þátt í því og þiggja ríkisstuðning til að tryggja launagreiðslur til sinna starfsmanna að þá eigi þau ekki að greiða sér arð á næstunni og ef þau geri það þá þurfi þau að endurgreiða þann ríkisstuðning.“ Verður fylgst með því opinberlega? „Að sjálfsögðu.“ Hafið þið fengið einhver viðbrögð frá fyrirtækjum nú þegar og hver voru viðbrögð SA við þessari beiðni ykkar? „Já, við áttum samráð við bæði verkalýðshreyfinguna og SA við gerð þessa frumvarps.“ Katrín segir það liggja fyrir að það verði kostnaður sem muni hljótast af atburðunum á Grindavík. Ríkið taki á sig kostnað til að tryggja afkomu Grindvíkinga. „Það er að sjálfsögðu þannig að ríkið er að taka á sig kostnað til að tryggja afkomu Grindvíkinga en það er bara augljóslega eitthvað sem við gerum í þessum erfiðu kringumstæðum, að sjálfsögðu.“
Grindavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Rekstur hins opinbera Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira