Fundinum stýrir Víðir Reynisson, sviðsstjóri Almannavarna. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra fer á fundinum yfir stöðu mála eftir atburði síðustu viku í Grindavík.
Einnig verða á fundinum Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, og Kristín Jónsdóttir frá Veðurstofu Íslands.
Fundurinn hefst klukkan 13 og má sjá í spilaranum hér að neðan:
Þá verður fylgst með gangi fundarins í vaktinni hér að neðan. Ef vaktin birtist ekki er ráð að ýta á f5.