Vilja að herinn fjarlægi forsætisráðherra með valdi Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 18. nóvember 2023 21:08 Pedro Sánchez var kjörinn forsætisráðherra á fimmtudag. AP Ný ríkisstjórn tók við Spáni í vikunni. Mikil heift er í spænska samfélaginu vegna stjórnarmyndunarinnar og rúmlega 50 fyrrverandi foringjar í spænska hernum hafa skorað á herinn að fjarlæga forsætisráðherrann með valdi. Það fór eins og flesta grunaði, Pedro Sánchez, leiðtoga sósíalista, tókst að safna meirihluta á bak við sig og mynda starfhæfa ríkisstjórn. Hún nýtur stuðnings 8 af 10 flokkum spænska þingsins, einungis Lýðflokkurinn, stærsti flokkur landsins og VOX, flokkur öfgahægrisinna, mynda stjórnarandstöðuna, en liðsmunurinn er þó ekki mikill. Til að ná meirihluta samdi Sánchez við flokk aðskilnaðarinna í Katalóniu um að veita öllum þeim sem hlutu dóma fyrir aðild sína að ólöglegri atkvæðagreiðslu um sjálfstæði Katalóníu árið 2017 sakaruppgjöf. Það hefur orsakað meiri heift í spænsku samfélagi og spænskum stjórnmálum en dæmi eru um um áratuga skeið. Almenningur hefur mótmælt á götum Madrid og annarra borga í tvær vikur samfellt og fjölmargir af hinum ysta hægri væng hafa verið handteknir eftir átök við lögreglu. Munnsöfnuður þingmanna vegna stjórnarmyndunarinnar hefur ekki verið til fyrirmyndar og leiðtogi öfgahægrimanna, Santiago Abascal, gekk svo langt að líkja Pedro Sánchez við Adolf Hitler og var atyrtur fyrir vikið af þingforseta. Þegar þingmenn gengu úr húsi á fimmtudag eftir að hin nýja stjórn var tekin við réðust sjö karlmenn á fertugsaldri að fjórum þingmönnum sósíalista með skömmum og svívirðingum og enduðu með því að hella yfir þá kaffi og eggjum. Það sem vakti athygli var að þetta voru stjórnendur fyrirtækja í fasteignabransanum, bankaheiminum og tölvugeiranum. Menn sem einhvern tímann hefðu verið kallaðir broddborgarar. Á föstudag sendu 56 fyrrverandi foringjar í spænska hernum opið bréf til spænska hersins þar sem þeir skora á herinn að fjarlægja Pedro Sánchez úr embætti forsætisráðherra með valdi. Fréttaskýrendur segja að aldrei áður í sögu hins 40 ára lýðveldis á Spáni hafi eins opinskátt verið hvatt til valdaráns. Kosningar á Spáni Spánn Tengdar fréttir Sánchez náði að mynda ríkisstjórn Pedro Sánchez, formaður spænska sósíalíska verkamannaflokksins, hefur náð að mynda ríkisstjórn með fjögurra þingmanna meirihluta. Hann verður því forsætisráðherra Spánar annað kjörtímabil. 16. nóvember 2023 13:05 170 þúsund manns mótmæla í Madríd Um 170 þúsund manns marseruðu um Madrídarborg í dag og mótmæltu sakaruppgjöf katalónskra aðskilnaðarsinna. 18. nóvember 2023 15:54 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira
Það fór eins og flesta grunaði, Pedro Sánchez, leiðtoga sósíalista, tókst að safna meirihluta á bak við sig og mynda starfhæfa ríkisstjórn. Hún nýtur stuðnings 8 af 10 flokkum spænska þingsins, einungis Lýðflokkurinn, stærsti flokkur landsins og VOX, flokkur öfgahægrisinna, mynda stjórnarandstöðuna, en liðsmunurinn er þó ekki mikill. Til að ná meirihluta samdi Sánchez við flokk aðskilnaðarinna í Katalóniu um að veita öllum þeim sem hlutu dóma fyrir aðild sína að ólöglegri atkvæðagreiðslu um sjálfstæði Katalóníu árið 2017 sakaruppgjöf. Það hefur orsakað meiri heift í spænsku samfélagi og spænskum stjórnmálum en dæmi eru um um áratuga skeið. Almenningur hefur mótmælt á götum Madrid og annarra borga í tvær vikur samfellt og fjölmargir af hinum ysta hægri væng hafa verið handteknir eftir átök við lögreglu. Munnsöfnuður þingmanna vegna stjórnarmyndunarinnar hefur ekki verið til fyrirmyndar og leiðtogi öfgahægrimanna, Santiago Abascal, gekk svo langt að líkja Pedro Sánchez við Adolf Hitler og var atyrtur fyrir vikið af þingforseta. Þegar þingmenn gengu úr húsi á fimmtudag eftir að hin nýja stjórn var tekin við réðust sjö karlmenn á fertugsaldri að fjórum þingmönnum sósíalista með skömmum og svívirðingum og enduðu með því að hella yfir þá kaffi og eggjum. Það sem vakti athygli var að þetta voru stjórnendur fyrirtækja í fasteignabransanum, bankaheiminum og tölvugeiranum. Menn sem einhvern tímann hefðu verið kallaðir broddborgarar. Á föstudag sendu 56 fyrrverandi foringjar í spænska hernum opið bréf til spænska hersins þar sem þeir skora á herinn að fjarlægja Pedro Sánchez úr embætti forsætisráðherra með valdi. Fréttaskýrendur segja að aldrei áður í sögu hins 40 ára lýðveldis á Spáni hafi eins opinskátt verið hvatt til valdaráns.
Kosningar á Spáni Spánn Tengdar fréttir Sánchez náði að mynda ríkisstjórn Pedro Sánchez, formaður spænska sósíalíska verkamannaflokksins, hefur náð að mynda ríkisstjórn með fjögurra þingmanna meirihluta. Hann verður því forsætisráðherra Spánar annað kjörtímabil. 16. nóvember 2023 13:05 170 þúsund manns mótmæla í Madríd Um 170 þúsund manns marseruðu um Madrídarborg í dag og mótmæltu sakaruppgjöf katalónskra aðskilnaðarsinna. 18. nóvember 2023 15:54 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira
Sánchez náði að mynda ríkisstjórn Pedro Sánchez, formaður spænska sósíalíska verkamannaflokksins, hefur náð að mynda ríkisstjórn með fjögurra þingmanna meirihluta. Hann verður því forsætisráðherra Spánar annað kjörtímabil. 16. nóvember 2023 13:05
170 þúsund manns mótmæla í Madríd Um 170 þúsund manns marseruðu um Madrídarborg í dag og mótmæltu sakaruppgjöf katalónskra aðskilnaðarsinna. 18. nóvember 2023 15:54