Bruno sér hættuna við lið Íslands sem hefur að engu að keppa Aron Guðmundsson skrifar 19. nóvember 2023 15:31 Bruno Fernandes í baráttunni við Arnór Ingva á Laugardalsvelli í sumar Vísir/Hulda Margrét Bruno Fernandes, leikmaður Manchester United og portúgalska landsliðsins, segist eiga von á erfiðum leik við Ísland líkt og hann og liðsfélagar hans upplifðu í Reykjavík fyrr á árinu. Leikurinn verði góð prófraun fyrir Portúgal sem hefur unnið alla sína leik í undankeppni EM til þessa. Aron Guðmundsson skrifar frá Lissabon. Ísland mætir Portúgal á José Alvalade leikvanginum í Lisabon í kvöld í lokaumferð undankeppni EM 2024. Portúgal hefur verið óstöðvandi til þessa í undankeppninni. Unnið alla níu leiki sína, skorað 34 mörk og aðeins fengið á sig tvö. Liðið hefur fyrir löngu tryggt sér þátttökurétt á EM 2024 í Þýskalandi á næsta ári. Á meðan er Ísland úr baráttunni um EM sæti í gegnum þessa undankeppni en Bruno tekur engu sem gefnu í viðureign liðanna í kvöld. „Ég býst við erfiðum leik,“ segir Bruno í samtali við Vísi. „Fyrri leikur okkar á Íslandi var mjög erfiður. Þetta er líkamlega sterkt lið sem spilar af miklum ákafa og er öflugt í seinni boltunum. Ísland spilar beinskeyttan fótbolta en einnig gæði til að spila boltanum sín á milli. Í liði Íslands eru frábærir leikmenn og við búumst við erfiðum leik eins á Íslandi.“ Á blaðamannafundi portúgalska landsliðsins í gær var ljóst að yfirlýst markmið liðsins fyrir leik kvöldsins væri að sjá til þess að undankeppnin færi á þann veg að liðið stæði uppi með tíu sigra í tíu leikjum. Er það ykkur mikilvægt að sjá tl þess að svo verði? „Auðvitað viljum við halda þessari sigurgöngu áfram, halda skriðþunganum okkar megin. Sigrar færa okkur meira sjálfstraust til lengri tíma litið. Leikurinn gegn Íslandi verður góð prófraun fyrir okkur. Ísland getur ekki komist upp úr riðlinum lengur en getur þá leyft sér að spila af meira frjálsræði. Við erum komnir áfram en það breytir því ekki að framundan er erfiður leikur.“ Klippa: Bruno Fernandes: Í liði Íslands eru frábærir leikmenn Leikur Portúgal og Íslands í undankeppni EM 2024 verður sýndur í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og hefst upphitun klukkan 19:10. Leikar hefjast svo korter í átta. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Slagurinn um Norðurland Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Slagurinn um Norðurland Í beinni: FHL - Valur | Fyrsti leikur í Fjarðabyggðarhöllinni Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Sjá meira
Aron Guðmundsson skrifar frá Lissabon. Ísland mætir Portúgal á José Alvalade leikvanginum í Lisabon í kvöld í lokaumferð undankeppni EM 2024. Portúgal hefur verið óstöðvandi til þessa í undankeppninni. Unnið alla níu leiki sína, skorað 34 mörk og aðeins fengið á sig tvö. Liðið hefur fyrir löngu tryggt sér þátttökurétt á EM 2024 í Þýskalandi á næsta ári. Á meðan er Ísland úr baráttunni um EM sæti í gegnum þessa undankeppni en Bruno tekur engu sem gefnu í viðureign liðanna í kvöld. „Ég býst við erfiðum leik,“ segir Bruno í samtali við Vísi. „Fyrri leikur okkar á Íslandi var mjög erfiður. Þetta er líkamlega sterkt lið sem spilar af miklum ákafa og er öflugt í seinni boltunum. Ísland spilar beinskeyttan fótbolta en einnig gæði til að spila boltanum sín á milli. Í liði Íslands eru frábærir leikmenn og við búumst við erfiðum leik eins á Íslandi.“ Á blaðamannafundi portúgalska landsliðsins í gær var ljóst að yfirlýst markmið liðsins fyrir leik kvöldsins væri að sjá til þess að undankeppnin færi á þann veg að liðið stæði uppi með tíu sigra í tíu leikjum. Er það ykkur mikilvægt að sjá tl þess að svo verði? „Auðvitað viljum við halda þessari sigurgöngu áfram, halda skriðþunganum okkar megin. Sigrar færa okkur meira sjálfstraust til lengri tíma litið. Leikurinn gegn Íslandi verður góð prófraun fyrir okkur. Ísland getur ekki komist upp úr riðlinum lengur en getur þá leyft sér að spila af meira frjálsræði. Við erum komnir áfram en það breytir því ekki að framundan er erfiður leikur.“ Klippa: Bruno Fernandes: Í liði Íslands eru frábærir leikmenn Leikur Portúgal og Íslands í undankeppni EM 2024 verður sýndur í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og hefst upphitun klukkan 19:10. Leikar hefjast svo korter í átta.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Slagurinn um Norðurland Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Slagurinn um Norðurland Í beinni: FHL - Valur | Fyrsti leikur í Fjarðabyggðarhöllinni Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Sjá meira