Tók Ísland skref aftur á bak? | „Þá vonandi tökum við tvö fram á við" Aron Guðmundsson skrifar 19. nóvember 2023 10:00 Jóhann Berg Guðmundsson leiðir íslenska landsliðið inn á José Alvalade leikvanginn í Lissabon í kvöld í leik gegn heimamönnum frá Portúgal. Vísir Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta segist vona að liðið taki tvö skref fram á við gegn Portúgal eftir svekkjandi frammistöðu og þungt tap gegn Slóvakíu, í undankeppni EM á dögunum, sem túlkað var sem skref aftur á bak fyrir liðið. Það sé undir öllum leikmönnum liðsins komið að sýna að þeir séu betri en það sem þeir sýndu í Slóvakíu. Aron Guðmundsson skrifar frá Lissabon Nú þegar að nokkrir dagar eru liðnir frá tapinu gegn Slóvakíu sem gerði endanlega út um möguleika Íslands á því að tryggja sér upp úr riðlinum leggur Jóhann Berg sitt mat á leikinn: „Auðvitað mjög svekkjandi að frammistaðan hjá okkur var ekki betri en hún var. Sérstaklega eftir að við komumst einu marki yfir því maður hefði viljað byggja ofan á það. Við gerðum það ekki en svona er þetta. Þetta er bara raunveruleikinn. Auðvitað vorum við svekktir eftir leik og daginn eftir. En núna er það bara næsti leikur, einbeiting okkar fer á hann.“ Klippa: Jóhann Berg: Undir öllum komið sýna að þeir séu betri en sýnt var í síðasta leik Það væri alltaf til mikils að ætlast að íslenska landsliðið myndi næla í úrslit gegn þessu ógnarsterka portúgalska landsliði en hvernig viðbrögð vill Jóhann Berg sjá frá liðinu innan vallar frá tapinu gegn Slóvakíu? „Ég vil bara sjá betri varnarleik. Allt liðið þarf að verjast gríðarlega vel, við vitum það. Portúgal er með frábært lið. Þetta verður erfitt en við þurfum að sýna að við getum varist vel og sótt líka. Við þurfum að hafa sjálfstraust á boltanum, það vantaði aðeins á móti Slóvakíu. Vonandi getum við bara sýnt það hversu góðir í fótbolta við erum og verðum erfiðir að eiga við. Svo sjáum við hvert það tekur okkur.“ Eftir tapið gegn Slóvakíu mátti greina mikla óánægju með spilamennsku liðsins í leiknum og var til að mynda talað um að liðið væri að taka skref aftur á bak. Hvað segir þú við því? „Ef það var aftur á bak þá vonandi tökum við tvö fram á við. Það er auðvitað markmiðið hjá okkur. Auðvitað vitum við að þetta var ekki nógu gott. Öll leið í heiminum eiga slæma leiki. Við áttum það á móti Slóvakíu. Það er bara undir okkur komið að sýna að við erum betra lið en við sýndum þá.“ Íslenska landsliðið hefur áður átt jafna leiki og góðar frammistöður gegn Portúgal. Nú síðast í umræddri undankeppni heima á Íslandi í leik sem tapaðist 1-0 þar sem að Cristiano Ronaldo skoraði sigurmarkið undir lok leiks. Eru svoleiðis frammistöður að gefa ykkur eitthvað fyrir komandi leik? „Já algjörlega. Við kíkjum á klippur úr þeim leik, erum búnir að því, og sáum hvað við gerðum vel þar. Það var ansi margt sem við gerðum mjög vel í þeim leik. Eins og þú segir þá var það mark á lokamínútum leiksins sem tryggði þeim sigurinn. Þá er bara að líta á það jákvæða sem við getum tekið út úr þeim leik og vonandi getum við sýnt það aftur á móti þeim.“ Þegar að leikmenn vilja sanna sig. Sanna að þeir séu betri en þeir sýndu síðast. Er þá ekki bara best að gera það á svona stóru sviði eins og hér í Lissabon? „Jú algjörlega. Ef ég tala fyrir mig þá er ekkert skemmtilegra en að spila á svona völlum fyrir framan pakkaðan leikvang á móti frábærum leikmönnum. Það er bara undir okkur öllum komið að sýna að við séum betri en við vorum í síðasta leik.“ Leikur Portúgal og Íslands í undankeppni EM 2024 verður sýndur í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og hefst upphitun klukkan 19:10. Leikar hefjast svo korter í átta. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Enski boltinn Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Íslenski boltinn Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Fótbolti Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Íslenski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Sjá meira
Aron Guðmundsson skrifar frá Lissabon Nú þegar að nokkrir dagar eru liðnir frá tapinu gegn Slóvakíu sem gerði endanlega út um möguleika Íslands á því að tryggja sér upp úr riðlinum leggur Jóhann Berg sitt mat á leikinn: „Auðvitað mjög svekkjandi að frammistaðan hjá okkur var ekki betri en hún var. Sérstaklega eftir að við komumst einu marki yfir því maður hefði viljað byggja ofan á það. Við gerðum það ekki en svona er þetta. Þetta er bara raunveruleikinn. Auðvitað vorum við svekktir eftir leik og daginn eftir. En núna er það bara næsti leikur, einbeiting okkar fer á hann.“ Klippa: Jóhann Berg: Undir öllum komið sýna að þeir séu betri en sýnt var í síðasta leik Það væri alltaf til mikils að ætlast að íslenska landsliðið myndi næla í úrslit gegn þessu ógnarsterka portúgalska landsliði en hvernig viðbrögð vill Jóhann Berg sjá frá liðinu innan vallar frá tapinu gegn Slóvakíu? „Ég vil bara sjá betri varnarleik. Allt liðið þarf að verjast gríðarlega vel, við vitum það. Portúgal er með frábært lið. Þetta verður erfitt en við þurfum að sýna að við getum varist vel og sótt líka. Við þurfum að hafa sjálfstraust á boltanum, það vantaði aðeins á móti Slóvakíu. Vonandi getum við bara sýnt það hversu góðir í fótbolta við erum og verðum erfiðir að eiga við. Svo sjáum við hvert það tekur okkur.“ Eftir tapið gegn Slóvakíu mátti greina mikla óánægju með spilamennsku liðsins í leiknum og var til að mynda talað um að liðið væri að taka skref aftur á bak. Hvað segir þú við því? „Ef það var aftur á bak þá vonandi tökum við tvö fram á við. Það er auðvitað markmiðið hjá okkur. Auðvitað vitum við að þetta var ekki nógu gott. Öll leið í heiminum eiga slæma leiki. Við áttum það á móti Slóvakíu. Það er bara undir okkur komið að sýna að við erum betra lið en við sýndum þá.“ Íslenska landsliðið hefur áður átt jafna leiki og góðar frammistöður gegn Portúgal. Nú síðast í umræddri undankeppni heima á Íslandi í leik sem tapaðist 1-0 þar sem að Cristiano Ronaldo skoraði sigurmarkið undir lok leiks. Eru svoleiðis frammistöður að gefa ykkur eitthvað fyrir komandi leik? „Já algjörlega. Við kíkjum á klippur úr þeim leik, erum búnir að því, og sáum hvað við gerðum vel þar. Það var ansi margt sem við gerðum mjög vel í þeim leik. Eins og þú segir þá var það mark á lokamínútum leiksins sem tryggði þeim sigurinn. Þá er bara að líta á það jákvæða sem við getum tekið út úr þeim leik og vonandi getum við sýnt það aftur á móti þeim.“ Þegar að leikmenn vilja sanna sig. Sanna að þeir séu betri en þeir sýndu síðast. Er þá ekki bara best að gera það á svona stóru sviði eins og hér í Lissabon? „Jú algjörlega. Ef ég tala fyrir mig þá er ekkert skemmtilegra en að spila á svona völlum fyrir framan pakkaðan leikvang á móti frábærum leikmönnum. Það er bara undir okkur öllum komið að sýna að við séum betri en við vorum í síðasta leik.“ Leikur Portúgal og Íslands í undankeppni EM 2024 verður sýndur í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og hefst upphitun klukkan 19:10. Leikar hefjast svo korter í átta.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Enski boltinn Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Íslenski boltinn Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Fótbolti Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Íslenski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Sjá meira
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn