Ætla að fylgjast grannt með aðgerðum bankanna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. nóvember 2023 11:15 Lilja Björk Einarsdóttir yfirgefur fundinn í morgun. Hún hefur verið bankastjóri Landsbankans í tæp sjö ár. vísir/vilhelm Þingmaður Framsóknarflokksins segir Alþingi munu fylgjast vel með aðgerðum bankanna er varða fólk og fyrirtæki í Grindavík. Gripið verði til aðgerða þyki þinginu bankarnir ekki standa sína vakt. Bankastjórar stóru bankanna þriggja voru boðaðir á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í morgun. Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, Jón Guðni Ómarsson bankastjóri Íslandsbanka og Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans sóttu fundinn. „Við vildum taka þá snemma inn. Mér finnst mikilvægt að allir finni að það eru allir saman í þessu. Það standi allir vaktina. Heyra hvað er að gerast hjá bönkunum,“ segir Ágúst Bjarni Garðarsson sem kallaði eftir því að bankastjórarnir kæmu á fundinn. Ágúst Bjarni Garðarsson er fulltrúi Framsóknarflokksins í nefndinni.vísir/vilhelm Hann segist nokkuð ánægður með tóninn í bönkunum að loknum fundi. „Við munum þurfa að halda áfram að fylgjast með stöðunni. Mér heyrist allir vera á þeim nótum að þeir skynji sína ábyrgð.“ Horfa þurfi til lagaumgjarðarinnar í því samhengi. Þá verði að öllum líkindum fundað að nýju á föstudag og málinu fylgt eftir. Hann sagði tóninn hjá bankastjórunum mjög líkan. Mikil óvissa er hvort og hvenær Grindvíkingar geta snúið aftur til síns heima. Enn eru líkur á eldgosi sem gæti orðið í bænum eða nánasta umhverfi hans.vísir/einar „Það átta sig allir á sinni ábyrgð,“ segir Ágúst Bjarni. Bankarnir þrír hafa boðið Grindvíkingum upp á að frysta lán sín sem þó safna vöxtum og verðbótum. Grindvíkingar hafa kallað eftir því að ekki þurfi að greiða vexti á lánunum í einhvern tíma. Ágúst Bjarni segir að áfram verði fylgst með því á Alþingi að bankarnir standi með fólki og fyrirtækjum í Grindavík. „Það verður að öllum líkindum fundur hjá nefndinni á föstudag sem sýnir að þinginu er alvara. Við munum fylgjast með aðgerðum bankanna og beita þeim úrræðum sem þarf ef ekki er nóg gert.“ Íslenskir bankar Grindavík Alþingi Tengdar fréttir Frekari aðgerðir fyrir Grindvíkinga til skoðunar Aðgerðir til að koma til móts við Grindvíkinga eru til skoðunar hjá Landsbankanum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Samskipti við stjórnvöld um næstu skref séu hafin. 19. nóvember 2023 13:37 Geymsluhólf Landsbankans í Grindavík flutt úr bænum Geymsluhólf sem voru í útibúi Landsbankans í Grindavík voru seinnipartinn í gær flutt í útibú bankans í Mjódd. Um 150 geymsluhólf var að ræða og verða þau aðgengileg fyrir viðskiptavini frá og með morgundeginum. 16. nóvember 2023 11:14 Krefja Grindvíkinga ekki um afborganir í bili Stóru viðskiptabankarnir þrír bjóða Grindvíkingum allir upp á frystingu húsnæðislána vegna þeirrar stöðu sem uppi er í bænum. Fryst húsnæðislán safna þó vöxtum og verðbótum. 14. nóvember 2023 12:26 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Sjá meira
Bankastjórar stóru bankanna þriggja voru boðaðir á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í morgun. Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, Jón Guðni Ómarsson bankastjóri Íslandsbanka og Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans sóttu fundinn. „Við vildum taka þá snemma inn. Mér finnst mikilvægt að allir finni að það eru allir saman í þessu. Það standi allir vaktina. Heyra hvað er að gerast hjá bönkunum,“ segir Ágúst Bjarni Garðarsson sem kallaði eftir því að bankastjórarnir kæmu á fundinn. Ágúst Bjarni Garðarsson er fulltrúi Framsóknarflokksins í nefndinni.vísir/vilhelm Hann segist nokkuð ánægður með tóninn í bönkunum að loknum fundi. „Við munum þurfa að halda áfram að fylgjast með stöðunni. Mér heyrist allir vera á þeim nótum að þeir skynji sína ábyrgð.“ Horfa þurfi til lagaumgjarðarinnar í því samhengi. Þá verði að öllum líkindum fundað að nýju á föstudag og málinu fylgt eftir. Hann sagði tóninn hjá bankastjórunum mjög líkan. Mikil óvissa er hvort og hvenær Grindvíkingar geta snúið aftur til síns heima. Enn eru líkur á eldgosi sem gæti orðið í bænum eða nánasta umhverfi hans.vísir/einar „Það átta sig allir á sinni ábyrgð,“ segir Ágúst Bjarni. Bankarnir þrír hafa boðið Grindvíkingum upp á að frysta lán sín sem þó safna vöxtum og verðbótum. Grindvíkingar hafa kallað eftir því að ekki þurfi að greiða vexti á lánunum í einhvern tíma. Ágúst Bjarni segir að áfram verði fylgst með því á Alþingi að bankarnir standi með fólki og fyrirtækjum í Grindavík. „Það verður að öllum líkindum fundur hjá nefndinni á föstudag sem sýnir að þinginu er alvara. Við munum fylgjast með aðgerðum bankanna og beita þeim úrræðum sem þarf ef ekki er nóg gert.“
Íslenskir bankar Grindavík Alþingi Tengdar fréttir Frekari aðgerðir fyrir Grindvíkinga til skoðunar Aðgerðir til að koma til móts við Grindvíkinga eru til skoðunar hjá Landsbankanum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Samskipti við stjórnvöld um næstu skref séu hafin. 19. nóvember 2023 13:37 Geymsluhólf Landsbankans í Grindavík flutt úr bænum Geymsluhólf sem voru í útibúi Landsbankans í Grindavík voru seinnipartinn í gær flutt í útibú bankans í Mjódd. Um 150 geymsluhólf var að ræða og verða þau aðgengileg fyrir viðskiptavini frá og með morgundeginum. 16. nóvember 2023 11:14 Krefja Grindvíkinga ekki um afborganir í bili Stóru viðskiptabankarnir þrír bjóða Grindvíkingum allir upp á frystingu húsnæðislána vegna þeirrar stöðu sem uppi er í bænum. Fryst húsnæðislán safna þó vöxtum og verðbótum. 14. nóvember 2023 12:26 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Sjá meira
Frekari aðgerðir fyrir Grindvíkinga til skoðunar Aðgerðir til að koma til móts við Grindvíkinga eru til skoðunar hjá Landsbankanum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Samskipti við stjórnvöld um næstu skref séu hafin. 19. nóvember 2023 13:37
Geymsluhólf Landsbankans í Grindavík flutt úr bænum Geymsluhólf sem voru í útibúi Landsbankans í Grindavík voru seinnipartinn í gær flutt í útibú bankans í Mjódd. Um 150 geymsluhólf var að ræða og verða þau aðgengileg fyrir viðskiptavini frá og með morgundeginum. 16. nóvember 2023 11:14
Krefja Grindvíkinga ekki um afborganir í bili Stóru viðskiptabankarnir þrír bjóða Grindvíkingum allir upp á frystingu húsnæðislána vegna þeirrar stöðu sem uppi er í bænum. Fryst húsnæðislán safna þó vöxtum og verðbótum. 14. nóvember 2023 12:26