Nokkur fjöldi án hitaveitu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. nóvember 2023 13:06 Nokkur fjöldi húseigna í Grindavík er án hitaveitu en unnið er að lagfæringu. Vísir/Vilhelm Nokkur fjöldi húsa í Grindavík eru enn án hitaveitu en unnið er að lagfæringum á dreifikerfinu. Þá er unnið að því að koma upp varavatnsbóli sem getur nýst íbúum og fyrirtækjum á Reykjanesi komi til eldgoss við Svartsengi. Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra var í gær tilkynnt um hátt í tvö hundruð húseignir í Grindavík sem væru mögulega án hitaveitu. Samkvæmt upplýsingum HS Veitna tókst að koma heitu vatni aftur á töluverðan fjölda þeirra í gær og í morgun en nákvæmar tölur liggja ekki fyrir fyrr en síðar í dag. Samkvæmt upplýsingum á vefsíðu Grindavíkur hefur Almannavarnardeild fengið til liðs við sig fjölda pípulagningamanna til að skoða húsin sem um ræðir og verður haft samband við eigendur þeirra. Páll Erland forstjóri HS veitnaVísir Boranir að hefjast eftir vatni Í tengslum við jarðhræringar og eldgos á Reykjanesi og möguleg áhrif þeirra á vatnsbólið við Svartsengi, hafa HS Veitur unnið að því að gera ráðstafanir til þess að koma upp varavatnsbóli í Garði sem nýst getur 25 þúsund íbúum og fyrirtækjum í Reykjanesi og Suðurnesjabæ. Boranir eru við það að hefjast. Nokkrar björgunarsveitir haft samband Allt að hundrað björgunarsveitarliðar eru nú að störfum í og við Grindavík en íbúar 100 heimila fengu í dag að fara í verðmætabjörgun. Landsbjörg sendi frá sér ákall í gær til björgunarsveita á landinu. Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segist hafa fengið góð viðbrögð. Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segist hafa fengið góð viðbrögð við beiðni um að fleiri björgunarsveitir taki þátt í aðgerðum við Grindavík. „Fyrstu viðtökur voru góðar en það tekur tíma fyrir fólk að losa sig. Við gerum ráð fyrir að þeir hópar sem koma langt að verði hér í minnsta kosti þrjá daga. Þannig að fólk þarf að skipuleggja sig og fá frí úr vinnu og það er von okkar að vinnuveitendur sýni þessu skilning. Björgunarsveitir frá Ísafirði, Dalvík og Aðaldal eru meðal þeirra sem hafa nú þegar haft samband,“ segir Jón. Eflaust fleiri skjálftar Veðurstofa Íslands stækkaði hættusvæðið í kringum Grindavík og Svartsengi síðdegis í gær eftir að landris hófst að nýju við Svartsengi. Svæðinu er skipt niður í þrjú hættusvæði þar sem ysta svæðið er hættulegt vegna jarðhræringa, því næst kemur hætta vegna eldgosavár og svo vegna auknum líkum á gosopnun og hættulegri gasmengun. Þorbjörn og Hagafell eru á því svæði. Sigríður Magnea Óskarsdóttir er náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands. „Við höfum mælt um 130 skjálfta frá miðnætti. En næmni rauntímagagna er minni núna út af veðrinu þannig að skjálftarnir eru eflaust mun fleiri,“ segir hún. Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra var í gær tilkynnt um hátt í tvö hundruð húseignir í Grindavík sem væru mögulega án hitaveitu. Samkvæmt upplýsingum HS Veitna tókst að koma heitu vatni aftur á töluverðan fjölda þeirra í gær og í morgun en nákvæmar tölur liggja ekki fyrir fyrr en síðar í dag. Samkvæmt upplýsingum á vefsíðu Grindavíkur hefur Almannavarnardeild fengið til liðs við sig fjölda pípulagningamanna til að skoða húsin sem um ræðir og verður haft samband við eigendur þeirra. Páll Erland forstjóri HS veitnaVísir Boranir að hefjast eftir vatni Í tengslum við jarðhræringar og eldgos á Reykjanesi og möguleg áhrif þeirra á vatnsbólið við Svartsengi, hafa HS Veitur unnið að því að gera ráðstafanir til þess að koma upp varavatnsbóli í Garði sem nýst getur 25 þúsund íbúum og fyrirtækjum í Reykjanesi og Suðurnesjabæ. Boranir eru við það að hefjast. Nokkrar björgunarsveitir haft samband Allt að hundrað björgunarsveitarliðar eru nú að störfum í og við Grindavík en íbúar 100 heimila fengu í dag að fara í verðmætabjörgun. Landsbjörg sendi frá sér ákall í gær til björgunarsveita á landinu. Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segist hafa fengið góð viðbrögð. Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segist hafa fengið góð viðbrögð við beiðni um að fleiri björgunarsveitir taki þátt í aðgerðum við Grindavík. „Fyrstu viðtökur voru góðar en það tekur tíma fyrir fólk að losa sig. Við gerum ráð fyrir að þeir hópar sem koma langt að verði hér í minnsta kosti þrjá daga. Þannig að fólk þarf að skipuleggja sig og fá frí úr vinnu og það er von okkar að vinnuveitendur sýni þessu skilning. Björgunarsveitir frá Ísafirði, Dalvík og Aðaldal eru meðal þeirra sem hafa nú þegar haft samband,“ segir Jón. Eflaust fleiri skjálftar Veðurstofa Íslands stækkaði hættusvæðið í kringum Grindavík og Svartsengi síðdegis í gær eftir að landris hófst að nýju við Svartsengi. Svæðinu er skipt niður í þrjú hættusvæði þar sem ysta svæðið er hættulegt vegna jarðhræringa, því næst kemur hætta vegna eldgosavár og svo vegna auknum líkum á gosopnun og hættulegri gasmengun. Þorbjörn og Hagafell eru á því svæði. Sigríður Magnea Óskarsdóttir er náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands. „Við höfum mælt um 130 skjálfta frá miðnætti. En næmni rauntímagagna er minni núna út af veðrinu þannig að skjálftarnir eru eflaust mun fleiri,“ segir hún.
Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira