Vaktin: Örlög sakborninganna 25 ráðast í dag Árni Sæberg skrifar 22. nóvember 2023 08:01 Lítill hluti sakborninganna þegar málið var þingfest á sínum tíma. Vísir/Vilhelm Dómsuppsaga í Bankastrætis Club-málinu, einu umtalaðasta sakamáli Íslandssögunnar, hefst klukkan 08:30 í dag. 25 sakborningar verða þá ýmist sakfelldir eða sýknaðir og hljóta refsingu eftir atvikum. Fylgst verður með gangi mála hér í vaktinni. Dómsuppsagan fer fram í dómsal 101 í Héraðsdómi Reykjavíkur, þar sem það var þingfest í nokkrum hollum á sínum tíma. Aðalmeðferð málsins fór, eins og frægt er orðið, fram í veislusalnum Gullhömrum í Grafarholti vegna þess gríðarlega fjölda sem þurfti að vera viðstaddur hana. Ýmislegt gekk á yfir rúma viku í lok september, þegar sakborningar og vitni komu í löngum röðum til þess að gefa skýrslur fyrir dómi og skari verjenda hélt málsvarnarræður. Málið á rætur að rekja til fimmtudagskvölds fyrir einu ári og fimm dögum, þegar mennirnir 25 ruddust grímuklæddir inn á skemmtistaðinn Bankastræti Club á Bankastræti í Reykjavík. Þar hittu þeir fyrir þrjá unga menn, sem enduðu alvarlega særðir eftir árás mannanna. Einn mannanna beitti hnífi við árásina. Einn mannanna 25, Alexander Máni Björnsson, sætir ákæru fyrir þrjár tilraunir til manndráps, tíu sæta ákæru fyrir sérlega hættulegar líkamsárásir og fjórtán fyrir hlutdeild í brotunum. Fylgst verður með dómsuppsögunni í vaktinni hér að neðan. Ef vaktin birtist ekki er ráð að endurhlaða síðuna, með því að ýta á f5 á lyklaborðinu.
Dómsuppsagan fer fram í dómsal 101 í Héraðsdómi Reykjavíkur, þar sem það var þingfest í nokkrum hollum á sínum tíma. Aðalmeðferð málsins fór, eins og frægt er orðið, fram í veislusalnum Gullhömrum í Grafarholti vegna þess gríðarlega fjölda sem þurfti að vera viðstaddur hana. Ýmislegt gekk á yfir rúma viku í lok september, þegar sakborningar og vitni komu í löngum röðum til þess að gefa skýrslur fyrir dómi og skari verjenda hélt málsvarnarræður. Málið á rætur að rekja til fimmtudagskvölds fyrir einu ári og fimm dögum, þegar mennirnir 25 ruddust grímuklæddir inn á skemmtistaðinn Bankastræti Club á Bankastræti í Reykjavík. Þar hittu þeir fyrir þrjá unga menn, sem enduðu alvarlega særðir eftir árás mannanna. Einn mannanna beitti hnífi við árásina. Einn mannanna 25, Alexander Máni Björnsson, sætir ákæru fyrir þrjár tilraunir til manndráps, tíu sæta ákæru fyrir sérlega hættulegar líkamsárásir og fjórtán fyrir hlutdeild í brotunum. Fylgst verður með dómsuppsögunni í vaktinni hér að neðan. Ef vaktin birtist ekki er ráð að endurhlaða síðuna, með því að ýta á f5 á lyklaborðinu.
Hnífstunguárás á Bankastræti Club Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Krefst átta ára dóms: Búkmyndavél notuð við óvænta skýrslutöku Dagmar Ösp Vésteinsdóttir saksóknari hjá héraðssaksóknara fór fram á átta ára fangelsisdóm yfir Alexander Mána Björnssyni í Bankastræti Club-málinu í málflutningi sínum í morgun. Búkmyndavél var notuð til að taka upp óvænta skýrslu yfir Alexander fyrir hádegi. 2. október 2023 12:54 „Ég vissi ekki að hann væri alvitur“ Rannsóknarlögreglumaður, sem stýrði rannsókn á hnífstunguárásinni á Bankastræti Club, fullyrti þegar hann gaf skýrslu fyrir dómi í dag að aðeins einum hníf hafi verið beitt í árásinni. „Ég vissi ekki að hann væri alvitur,“ sagði verjandi manns, sem ákærður er fyrir þrjár tilraunir til manndráps, en dró ummælin síðar til baka. 29. september 2023 15:46 Kannast hvorki við „Latino-hópinn“ né meinta vargöld Brotaþolar í Bankastrætis Club málinu segjast hvorki kannast við svokallaðan „Latino-hóp“ né meinta vargöld sem sakborningar í málinu hafa lýst milli hópsins og hóps sakborninga. 29. september 2023 07:00 Dreifðu grímum á Dubliner og ræddu vopnaburð á Prikinu Sakborningar í Bankastrætis Club málinu báru um fyrir dómi að um hafi verið að ræða einhvers konar uppgjör við hóp manna sem kallaður hefur verið „Latino-hópurinn“. Sakborningarnir hafi ruðst 25 saman inn á skemmtistað til þess að ógna meðlimum hópsins. 28. september 2023 18:01 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Sjá meira
Krefst átta ára dóms: Búkmyndavél notuð við óvænta skýrslutöku Dagmar Ösp Vésteinsdóttir saksóknari hjá héraðssaksóknara fór fram á átta ára fangelsisdóm yfir Alexander Mána Björnssyni í Bankastræti Club-málinu í málflutningi sínum í morgun. Búkmyndavél var notuð til að taka upp óvænta skýrslu yfir Alexander fyrir hádegi. 2. október 2023 12:54
„Ég vissi ekki að hann væri alvitur“ Rannsóknarlögreglumaður, sem stýrði rannsókn á hnífstunguárásinni á Bankastræti Club, fullyrti þegar hann gaf skýrslu fyrir dómi í dag að aðeins einum hníf hafi verið beitt í árásinni. „Ég vissi ekki að hann væri alvitur,“ sagði verjandi manns, sem ákærður er fyrir þrjár tilraunir til manndráps, en dró ummælin síðar til baka. 29. september 2023 15:46
Kannast hvorki við „Latino-hópinn“ né meinta vargöld Brotaþolar í Bankastrætis Club málinu segjast hvorki kannast við svokallaðan „Latino-hóp“ né meinta vargöld sem sakborningar í málinu hafa lýst milli hópsins og hóps sakborninga. 29. september 2023 07:00
Dreifðu grímum á Dubliner og ræddu vopnaburð á Prikinu Sakborningar í Bankastrætis Club málinu báru um fyrir dómi að um hafi verið að ræða einhvers konar uppgjör við hóp manna sem kallaður hefur verið „Latino-hópurinn“. Sakborningarnir hafi ruðst 25 saman inn á skemmtistað til þess að ógna meðlimum hópsins. 28. september 2023 18:01
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent