Sendiherrann fær ekki vakthús á Sólvallagötu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. nóvember 2023 15:41 Carrin F. Patman var skipuð sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi í ágúst í fyrra. Hún er lögfræðingur að mennt. Sendiráð Bandaríkjanna Sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi fær ekki að byggja vakthús fremst á lóð sinni við Sólvallagötu 14 í vesturbæ Reykjavíkur. Skipulagsfulltrúi borgarinnar er þó opinn fyrir ýmsum öðrum breytingum á lóðinni. Húsið var byggt árið 1928, teiknað af Einari Erlendssyni en það er tveggja hæða steinhús með hálfniðurgröfnum kjallara og risi. Lóðin er afmörkuð með steyptum garðveggjum á allar hliðar. Árið 2016 voru teiknaðar breytingar á húsinu og stakstæður bílskúr á baklóð. Bandaríska ríkið keypti húsið árið 2020 og ætlar það til búsetu sendiherra síns á Íslandi. Bandaríska sendiráðið sendi umsókn til umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar að byggja setustofu fyrir starfsmenn/öryggisverði sendiráðsins ofan á bílskúrinn á lóðinni. Ekki er gert ráð fyrir að þar verði íbúð. Einnig var sótt um skýli fyrir öryggisvörð, framan við húsið. Sú umsókn hefur valdið töluverðu umtali meðal nágranna í vesturbænum. Þá var sótt um að reisa öryggisgirðingu inni á lóð og meðfram lóðarmörkum aðliggjandi lóða. Til að bæta aðgengi fyrir fatlaða að húsinu og innan þess var sótt um að byggja lyftuhús á norðausturhorn þess, aftan og ofan á anddyri frá 2016. Lyftan mun ganga á milli allra hæða, að rishæðinni undanskilinni. „Verulegar breytingar verða á innra skipulagi hússins, nema í risi. Nokkrir gluggar verða færðir til og gluggi á austurhlið verður felldur út, en í hans stað verði blindgluggi,“ segir í samantekt skipulagsfulltrúa Reykjavíkur. Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur gerir ekki skipulagslega athugasemd við breytingar á girðingum á lóðinni, að nágrannalóðum á Sólvallagötu 12 og 16 og innan við garðvegg meðfram götunni að uppfylltum nokkrum skilyrðum. Meðal annars að hæð girðingarinnar má ekki vera hærri en girðinga í lóðarmörkum og að bilið á milli girðinga og garðveggjar sé nægilegt til að koma fyrir gróðurbeði með stórum gróðri, runnum og blómum sem eru til prýði fyrir götumyndina og draga úr áhrifum og sýnileika nýju girðingarinnar. Skipulagsfulltrúi gerir ekki athugasemd við byggingu lyftuhúss aftan og ofan á anddyri eða gluggabreytingar enda falli öll útfærsla og efnisval vel að byggingarstíl hússins og tekið mið af umsögn Minjastofnunar. Skipulagsfulltrúi tók neikvætt í beiðni um að staðsetja vakthús fremst á lóðinni. Þá segir í svari fulltrúans að breytingar á umfangi bílskúrs hafi ekki áhrif á götumynd en skuggavarpsmyndir sem sýni grenndaráhrif þurfi að fylgja byggingarleyfisumsókn áður en skipulagsfulltrúi geti tekið endanlega afstöðu til umfangsins sem sótt er um. Tengd skjöl Sólvallagata_14_-_umsögn_skipulagsfulltrúa_(002)PDF1.3MBSækja skjal Sendiráð á Íslandi Reykjavík Skipulag Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Fleiri fréttir Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Sjá meira
Húsið var byggt árið 1928, teiknað af Einari Erlendssyni en það er tveggja hæða steinhús með hálfniðurgröfnum kjallara og risi. Lóðin er afmörkuð með steyptum garðveggjum á allar hliðar. Árið 2016 voru teiknaðar breytingar á húsinu og stakstæður bílskúr á baklóð. Bandaríska ríkið keypti húsið árið 2020 og ætlar það til búsetu sendiherra síns á Íslandi. Bandaríska sendiráðið sendi umsókn til umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar að byggja setustofu fyrir starfsmenn/öryggisverði sendiráðsins ofan á bílskúrinn á lóðinni. Ekki er gert ráð fyrir að þar verði íbúð. Einnig var sótt um skýli fyrir öryggisvörð, framan við húsið. Sú umsókn hefur valdið töluverðu umtali meðal nágranna í vesturbænum. Þá var sótt um að reisa öryggisgirðingu inni á lóð og meðfram lóðarmörkum aðliggjandi lóða. Til að bæta aðgengi fyrir fatlaða að húsinu og innan þess var sótt um að byggja lyftuhús á norðausturhorn þess, aftan og ofan á anddyri frá 2016. Lyftan mun ganga á milli allra hæða, að rishæðinni undanskilinni. „Verulegar breytingar verða á innra skipulagi hússins, nema í risi. Nokkrir gluggar verða færðir til og gluggi á austurhlið verður felldur út, en í hans stað verði blindgluggi,“ segir í samantekt skipulagsfulltrúa Reykjavíkur. Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur gerir ekki skipulagslega athugasemd við breytingar á girðingum á lóðinni, að nágrannalóðum á Sólvallagötu 12 og 16 og innan við garðvegg meðfram götunni að uppfylltum nokkrum skilyrðum. Meðal annars að hæð girðingarinnar má ekki vera hærri en girðinga í lóðarmörkum og að bilið á milli girðinga og garðveggjar sé nægilegt til að koma fyrir gróðurbeði með stórum gróðri, runnum og blómum sem eru til prýði fyrir götumyndina og draga úr áhrifum og sýnileika nýju girðingarinnar. Skipulagsfulltrúi gerir ekki athugasemd við byggingu lyftuhúss aftan og ofan á anddyri eða gluggabreytingar enda falli öll útfærsla og efnisval vel að byggingarstíl hússins og tekið mið af umsögn Minjastofnunar. Skipulagsfulltrúi tók neikvætt í beiðni um að staðsetja vakthús fremst á lóðinni. Þá segir í svari fulltrúans að breytingar á umfangi bílskúrs hafi ekki áhrif á götumynd en skuggavarpsmyndir sem sýni grenndaráhrif þurfi að fylgja byggingarleyfisumsókn áður en skipulagsfulltrúi geti tekið endanlega afstöðu til umfangsins sem sótt er um. Tengd skjöl Sólvallagata_14_-_umsögn_skipulagsfulltrúa_(002)PDF1.3MBSækja skjal
Sendiráð á Íslandi Reykjavík Skipulag Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Fleiri fréttir Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Sjá meira