Ísland á fimm CrossFit konur meðal þeirra tvö hundruð bestu í heimi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. nóvember 2023 08:30 Katrín Tanja Davíðsdóttir er fremsta CrossFit kona Íslands í dag samkvæmt nýja topp tvö hundruð listanum. @katrintanja Laura Horvath er heimsmeistari í CrossFit íþróttinni síðan í ágúst en hún er samt ekki í efsta sætinu á nýjum lista yfir tvö hundruð bestu CrossFit konur heims. Brian Friend, stofnandi Bfriendlyfitness, hefur nú uppfært lista sinn yfir bestu CrossFit konurnar í dag. Hann setur goðsögnina Tia-Clair Toomey-Orr í efsta sætið en Toomey var næstum því búin að vinna Horvath á Rogue Invitational á dögunum aðeins fimm mánuðum eftir að hún eignaðist sitt fyrsta barn í byrjun maí. Engin íslensk CrossFit kona er meðal þeirra tólf efstu á listanum en þar eru aftur á móti tvær með sterka Íslandstengingu. Emma Lawson er þriðja og Gabriela Migala er í fimmta sæti en báðar hafa þær Snorra Barón Jónsson sem umboðsmann. Á milli þeirra í fjórða sætinu er síðan Mallory O’Brien sem keppti ekki á árinu 2023. Ísland á fimm fulltrúa á listanum þar af þrjá þeirra meðal fimmtíu efstu. View this post on Instagram A post shared by B.FRIENDLY FITNESS (@bfriendlyfitness) Katrín Tanja Davíðsdóttir er efst íslenska konan á listanum en hún situr í þrettánda sætinu. Katrín náði bestu árangri íslensku stelpnanna á heimsleikunum þar sem hún endaði í sjöunda sæti. Hún hefur síðan tekið sér frí í haust til að hlaða batteríin og hefur það eflaust eitthvað með það að segja að heimsleikaframmistaðan skilar henni ekki ofar. Anníe Mist Þórisdóttir er ekki á listanum að þessu sinni enda komin í barneignarfrí langt fram á næsta ári í það minnsta. Anníe hefði annars örugglega verið meðal tuttugu efstu en hún varð þrettánda á heimsleikunum í haust. Næst af íslensku stelpunum, á eftir Katrínu Tönju, er Þuríður Erla Helgadóttir í 33. sæti. Þuríður Erla hefur keppt oft á heimsleikunum síðustu árin en tókst ekki að komast þangað í ár. Hlutirnir hafa ekki alveg gengið upp hjá Söru Sigmundsdóttur síðustu árin en hún er samt enn inn á topp fimmtíu á listanum. Sara er nú í 48. sætinu og þriðja efst af íslensku stelpunum. Sólveig Sigurðardóttir er eina íslenska konan í sætum 51 til 100 en hún er í 64. sæti listans. Sólveig náði ekki alveg að fylgja eftir 2022 þar sem hún sprakk fram á sjónarsviðið og komst alla leið inn á heimsleikana. Oddný Eik Gylfadóttir er í 121. sæti listans og sú síðasta af þeim íslensku sem kemst á blað. Vonandi fjölgar íslensku konunum í framtíðinni og ein sem getur farið að gera tilkall til sæti á listans er bronskonan Bergrós Björnsdóttir frá unglingakeppni heimsleikanna í haust. Bergrós keppir næst á Wodapalooza í Miami í janúar og það verður gaman að fylgjast með henni taka vonandi næstu skref á árinu 2024. Hver veit nema að hún verði kominn inn á næsta lista í lok næsta árs. Ef Instagram færslan hér að ofan birtast ekki er gott ráð að endurhlaða fréttina. CrossFit Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti Í beinni: Bosnía - Ísland | Heldur flugið áfram í Sarajevo? Handbolti Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fótbolti Fleiri fréttir Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Í beinni: Bosnía - Ísland | Heldur flugið áfram í Sarajevo? Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Lífsferill íþróttamannsins: Eftirlifendurnir Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Dagskráin: Úrslit ráðast hjá Arsenal og PSG og mögulega Íslandsbikar á loft Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Sjá meira
Brian Friend, stofnandi Bfriendlyfitness, hefur nú uppfært lista sinn yfir bestu CrossFit konurnar í dag. Hann setur goðsögnina Tia-Clair Toomey-Orr í efsta sætið en Toomey var næstum því búin að vinna Horvath á Rogue Invitational á dögunum aðeins fimm mánuðum eftir að hún eignaðist sitt fyrsta barn í byrjun maí. Engin íslensk CrossFit kona er meðal þeirra tólf efstu á listanum en þar eru aftur á móti tvær með sterka Íslandstengingu. Emma Lawson er þriðja og Gabriela Migala er í fimmta sæti en báðar hafa þær Snorra Barón Jónsson sem umboðsmann. Á milli þeirra í fjórða sætinu er síðan Mallory O’Brien sem keppti ekki á árinu 2023. Ísland á fimm fulltrúa á listanum þar af þrjá þeirra meðal fimmtíu efstu. View this post on Instagram A post shared by B.FRIENDLY FITNESS (@bfriendlyfitness) Katrín Tanja Davíðsdóttir er efst íslenska konan á listanum en hún situr í þrettánda sætinu. Katrín náði bestu árangri íslensku stelpnanna á heimsleikunum þar sem hún endaði í sjöunda sæti. Hún hefur síðan tekið sér frí í haust til að hlaða batteríin og hefur það eflaust eitthvað með það að segja að heimsleikaframmistaðan skilar henni ekki ofar. Anníe Mist Þórisdóttir er ekki á listanum að þessu sinni enda komin í barneignarfrí langt fram á næsta ári í það minnsta. Anníe hefði annars örugglega verið meðal tuttugu efstu en hún varð þrettánda á heimsleikunum í haust. Næst af íslensku stelpunum, á eftir Katrínu Tönju, er Þuríður Erla Helgadóttir í 33. sæti. Þuríður Erla hefur keppt oft á heimsleikunum síðustu árin en tókst ekki að komast þangað í ár. Hlutirnir hafa ekki alveg gengið upp hjá Söru Sigmundsdóttur síðustu árin en hún er samt enn inn á topp fimmtíu á listanum. Sara er nú í 48. sætinu og þriðja efst af íslensku stelpunum. Sólveig Sigurðardóttir er eina íslenska konan í sætum 51 til 100 en hún er í 64. sæti listans. Sólveig náði ekki alveg að fylgja eftir 2022 þar sem hún sprakk fram á sjónarsviðið og komst alla leið inn á heimsleikana. Oddný Eik Gylfadóttir er í 121. sæti listans og sú síðasta af þeim íslensku sem kemst á blað. Vonandi fjölgar íslensku konunum í framtíðinni og ein sem getur farið að gera tilkall til sæti á listans er bronskonan Bergrós Björnsdóttir frá unglingakeppni heimsleikanna í haust. Bergrós keppir næst á Wodapalooza í Miami í janúar og það verður gaman að fylgjast með henni taka vonandi næstu skref á árinu 2024. Hver veit nema að hún verði kominn inn á næsta lista í lok næsta árs. Ef Instagram færslan hér að ofan birtast ekki er gott ráð að endurhlaða fréttina.
CrossFit Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti Í beinni: Bosnía - Ísland | Heldur flugið áfram í Sarajevo? Handbolti Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fótbolti Fleiri fréttir Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Í beinni: Bosnía - Ísland | Heldur flugið áfram í Sarajevo? Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Lífsferill íþróttamannsins: Eftirlifendurnir Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Dagskráin: Úrslit ráðast hjá Arsenal og PSG og mögulega Íslandsbikar á loft Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Sjá meira