Intuens virðist hætt að bjóða upp á heilskimun eftir gagnrýni lækna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. nóvember 2023 11:30 Intuens virðist hætt að bjóða upp á heilskimun, að minnsta kosti í bili. Getty Fyrirtækið Intuens, sem var upphaflega stofnað til að bjóða upp á heilskimun með segulómun, virðist horfið af þeirri braut en heimasíðu fyrirtækisins hefur verið breytt og efni á Facebook- og Instagram-síðum fyrirtækisins eytt. Á heimasíðunni er nú hvergi að finna upplýsingar um heilskimun og þá segir stórum stöfum að engar rannsóknir séu gerðar án tilvísunar frá lækni. Enn er boðið upp á svokallaðar hlutaskimanir, sem allar kosta 42 þúsund krónur, fyrir utan kviðarholsskimun sem kostar 84 þúsund krónur. „Markmið Intuens er að veita sem flestum Íslendingum - sem þurfa á segulómrannsókn að halda - aðgang að fremstu segulómtækjum sem völ er á,“ segir nú á heimasíðunni. Ekki náðist í Steinunni Erlu Thorlacius framkvæmdastjóra við vinnslu fréttarinnar en fréttastofu var bent á að senda fyrirspurn um málið, sem hefur verið gert. Á vefsíðu fyrirtækisins er nú hvergi minnst á heilskimun.Skjáskot af heimasíðu Intuens Intuens hefur sætt harðri gagnrýni síðustu daga vegna heilskimunarinnar, meðal annars af hálfu stjórna Læknafélags Íslands, Félags heimilislækna, Félags íslenskra krabbameinslækna og Félags röntgenlækna. Gagnrýnin hefur meðal annars byggt á því að heilskimanir séu óþarfar og kostnaðarsamar, að þær muni greina alls kyns breytingar sem muni krefjast frekari en í flestum tilvikum óþarfra inngripa og veita falskt öryggi. Þessi inngrip og mögulega meðferðir muni valda verulegum álagsauka í heilbrigðiskerfinu. Steinunn vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað í gærmorgun en forsvarsmenn fyrirtækisins höfðu svarað gagnrýninni á Facebook, þar sem meðal annars sagði að unnið væri að því að ná samningum við heilsugæslu sem myndi taka við þeim sem yrði vísað áfram í kjölfar rannsókna. „Heilskimun er tiltölulega ný af nálinni, enda hefur tæknin í myndgreiningu ekki gert hana mögulega fyrr en nýlega. Við teljum þessa þjónustu vera frábæra viðbót við þær skimanir sem nú þegar eru framkvæmdar. Forvarnir og fyrirbyggjandi heilbrigðisþjónusta er framtíðin,“ sagði á Facebook-síðu Intuens. Þessi færsla og fleiri hafa nú verið fjarlægðar. Heilbrigðismál Vísindi Tækni Tengdar fréttir Segja aðeins um 130 á ári munu þarfnast frekari rannsókna Forsvarsmenn Intuens íhuga nú hvernig fyrirtækið hyggst svara gagnrýni fagfélaga lækna á svokallaða heilskimun, sem Intuens hefur kynnt til sögunnar hér á landi. 22. nóvember 2023 10:55 Allar líkur á að eitthvað finnist sem hefði aldrei valdið skaða Læknar hafa töluverðar áhyggjur af nýrri rannsókn sem farið er að bjóða upp á, sem felur í sér segulómun alls líkamans. Þeir segja rangnefni að kalla rannsóknina „skimun“ og segja hana ekki munu gagnast þeim sem markaðssetningunni er miðað að. 20. nóvember 2023 10:29 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Á heimasíðunni er nú hvergi að finna upplýsingar um heilskimun og þá segir stórum stöfum að engar rannsóknir séu gerðar án tilvísunar frá lækni. Enn er boðið upp á svokallaðar hlutaskimanir, sem allar kosta 42 þúsund krónur, fyrir utan kviðarholsskimun sem kostar 84 þúsund krónur. „Markmið Intuens er að veita sem flestum Íslendingum - sem þurfa á segulómrannsókn að halda - aðgang að fremstu segulómtækjum sem völ er á,“ segir nú á heimasíðunni. Ekki náðist í Steinunni Erlu Thorlacius framkvæmdastjóra við vinnslu fréttarinnar en fréttastofu var bent á að senda fyrirspurn um málið, sem hefur verið gert. Á vefsíðu fyrirtækisins er nú hvergi minnst á heilskimun.Skjáskot af heimasíðu Intuens Intuens hefur sætt harðri gagnrýni síðustu daga vegna heilskimunarinnar, meðal annars af hálfu stjórna Læknafélags Íslands, Félags heimilislækna, Félags íslenskra krabbameinslækna og Félags röntgenlækna. Gagnrýnin hefur meðal annars byggt á því að heilskimanir séu óþarfar og kostnaðarsamar, að þær muni greina alls kyns breytingar sem muni krefjast frekari en í flestum tilvikum óþarfra inngripa og veita falskt öryggi. Þessi inngrip og mögulega meðferðir muni valda verulegum álagsauka í heilbrigðiskerfinu. Steinunn vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað í gærmorgun en forsvarsmenn fyrirtækisins höfðu svarað gagnrýninni á Facebook, þar sem meðal annars sagði að unnið væri að því að ná samningum við heilsugæslu sem myndi taka við þeim sem yrði vísað áfram í kjölfar rannsókna. „Heilskimun er tiltölulega ný af nálinni, enda hefur tæknin í myndgreiningu ekki gert hana mögulega fyrr en nýlega. Við teljum þessa þjónustu vera frábæra viðbót við þær skimanir sem nú þegar eru framkvæmdar. Forvarnir og fyrirbyggjandi heilbrigðisþjónusta er framtíðin,“ sagði á Facebook-síðu Intuens. Þessi færsla og fleiri hafa nú verið fjarlægðar.
Heilbrigðismál Vísindi Tækni Tengdar fréttir Segja aðeins um 130 á ári munu þarfnast frekari rannsókna Forsvarsmenn Intuens íhuga nú hvernig fyrirtækið hyggst svara gagnrýni fagfélaga lækna á svokallaða heilskimun, sem Intuens hefur kynnt til sögunnar hér á landi. 22. nóvember 2023 10:55 Allar líkur á að eitthvað finnist sem hefði aldrei valdið skaða Læknar hafa töluverðar áhyggjur af nýrri rannsókn sem farið er að bjóða upp á, sem felur í sér segulómun alls líkamans. Þeir segja rangnefni að kalla rannsóknina „skimun“ og segja hana ekki munu gagnast þeim sem markaðssetningunni er miðað að. 20. nóvember 2023 10:29 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Segja aðeins um 130 á ári munu þarfnast frekari rannsókna Forsvarsmenn Intuens íhuga nú hvernig fyrirtækið hyggst svara gagnrýni fagfélaga lækna á svokallaða heilskimun, sem Intuens hefur kynnt til sögunnar hér á landi. 22. nóvember 2023 10:55
Allar líkur á að eitthvað finnist sem hefði aldrei valdið skaða Læknar hafa töluverðar áhyggjur af nýrri rannsókn sem farið er að bjóða upp á, sem felur í sér segulómun alls líkamans. Þeir segja rangnefni að kalla rannsóknina „skimun“ og segja hana ekki munu gagnast þeim sem markaðssetningunni er miðað að. 20. nóvember 2023 10:29