Þurfum söguleg úrslit: Ísland hefur aldrei unnið Ísrael Aron Guðmundsson skrifar 23. nóvember 2023 11:44 Íslenska landsliðið mun þurfa að tengja saman tvo sigra í mars á næsta ári til að tryggja sér sæti á EM 2024 í Þýskalandi Vísir/Getty Íslenska karlalandsliðið þarf að brjóta blað í sögunni til þess að tryggja sér sæti í úrslitum EM-umspilsins í mars á næsta ári. Liðið leikur undanúrslitaleik við Ísrael í mars. Þetta varð ljóst þegar að dregið var í umspilið núna í morgun. Ísrael situr í 71.sæti á heimslista FIFA, fjórum sætum neðar en Ísland og lék í I-riðli í nýafstaðinni undankeppni. Þar var Ísrael í riðli með Rúmeníu, Sviss, Hvíta-Rússlandi, Kosóvó og Andorra og endaði í 3.sæti riðilsins með 15 stig eftir fjóra sigra, þrjú jafntefli, þrjú töp og markatöluna 0 eftir ellefu skoruð mörk á móti ellefu fengnum á sig. Nokkuð ljóst þykir að sökum ólgunnar fyrir botni Miðjarðarhafs verði leikurinn ekki spilaður í Ísrael og muni því verða spilaður á hlutlausum velli einhvers staðar í Evrópu. Síðasti heimaleikur Ísrael fór fram á Pancho leikvanginum í Ungverjalandi þann 18. nóvember síðastliðinn. Fimm leikir, enginn sigur Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur ekkið riðið feitum hesti frá viðureignum sínum við Ísrael í gegnum tíðina. Alls hafa karlalandslið þessara þjóða mæst fimm sinnum. Þrisvar sinnum hafa liðin gert jafntefli en í hinum tveimur leikjunum hefur Ísland þurft að sætta sig við tap. Síðast mættust þessi lið þann 13.júní árið 2022, þá í Þjóðadeildinni, í leik sem endaði með 2-2 jafntefli. Frá leik Íslands og Ísrael í fyrraVísir/Getty Afrek ísraelska landsliðsins á knattspyrnuvellinum eru ekki mikil. Liðið hefur aldrei tekið þátt í lokakeppni EM en náði þó, árið 1970, að tryggja sér sæti á HM. Fengu þann markahæsta aftur Þekktasti leikmaður liðsins er án efa markahrókurinn margreyndi Eran Zahavi sem lék með Maccabi Tel Aviv gegn Breiðabliki í Sambandsdeild Evrópu fyrr á árinu. Þessi þaulreyndi leikmaður er markahæsti leikmaður ísraelska landsliðsins frá upphafi. Zahavi í leik með Maccabi Tel Aviv Mynd: Maccabi Tel Aviv Zahavi, hafði lagt landsliðsskóna á hilluna árið 2022 en svaraði á dögunum kalli ísraelsku þjóðarinnar og hóf að leika með landsliðinu á nýjan leik Hann er markahæsti landsliðsmaður Ísrael frá upphafi og hefur í gegnum sinn feril spilað með liðum á borð við Palermo, PSV Eindhoven, Guangzhou City sem og Hapoel og Maccabi Tel Aviv, komist í vana með það að raða inn mörkum. 555 leikir á atvinnumannastigi, yfir 330 mörk og yfir 90 stoðsendingar er tölfræðin sem býr að baki spilamennsku Zahavi. Á síðasta tímabili fór hann fyrir liði Maccabi Tel Aviv, skoraði 26 mörk í 40 leikjum og kom alls að 29 mörkum Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Íslenski boltinn Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Fleiri fréttir Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Sjá meira
Þetta varð ljóst þegar að dregið var í umspilið núna í morgun. Ísrael situr í 71.sæti á heimslista FIFA, fjórum sætum neðar en Ísland og lék í I-riðli í nýafstaðinni undankeppni. Þar var Ísrael í riðli með Rúmeníu, Sviss, Hvíta-Rússlandi, Kosóvó og Andorra og endaði í 3.sæti riðilsins með 15 stig eftir fjóra sigra, þrjú jafntefli, þrjú töp og markatöluna 0 eftir ellefu skoruð mörk á móti ellefu fengnum á sig. Nokkuð ljóst þykir að sökum ólgunnar fyrir botni Miðjarðarhafs verði leikurinn ekki spilaður í Ísrael og muni því verða spilaður á hlutlausum velli einhvers staðar í Evrópu. Síðasti heimaleikur Ísrael fór fram á Pancho leikvanginum í Ungverjalandi þann 18. nóvember síðastliðinn. Fimm leikir, enginn sigur Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur ekkið riðið feitum hesti frá viðureignum sínum við Ísrael í gegnum tíðina. Alls hafa karlalandslið þessara þjóða mæst fimm sinnum. Þrisvar sinnum hafa liðin gert jafntefli en í hinum tveimur leikjunum hefur Ísland þurft að sætta sig við tap. Síðast mættust þessi lið þann 13.júní árið 2022, þá í Þjóðadeildinni, í leik sem endaði með 2-2 jafntefli. Frá leik Íslands og Ísrael í fyrraVísir/Getty Afrek ísraelska landsliðsins á knattspyrnuvellinum eru ekki mikil. Liðið hefur aldrei tekið þátt í lokakeppni EM en náði þó, árið 1970, að tryggja sér sæti á HM. Fengu þann markahæsta aftur Þekktasti leikmaður liðsins er án efa markahrókurinn margreyndi Eran Zahavi sem lék með Maccabi Tel Aviv gegn Breiðabliki í Sambandsdeild Evrópu fyrr á árinu. Þessi þaulreyndi leikmaður er markahæsti leikmaður ísraelska landsliðsins frá upphafi. Zahavi í leik með Maccabi Tel Aviv Mynd: Maccabi Tel Aviv Zahavi, hafði lagt landsliðsskóna á hilluna árið 2022 en svaraði á dögunum kalli ísraelsku þjóðarinnar og hóf að leika með landsliðinu á nýjan leik Hann er markahæsti landsliðsmaður Ísrael frá upphafi og hefur í gegnum sinn feril spilað með liðum á borð við Palermo, PSV Eindhoven, Guangzhou City sem og Hapoel og Maccabi Tel Aviv, komist í vana með það að raða inn mörkum. 555 leikir á atvinnumannastigi, yfir 330 mörk og yfir 90 stoðsendingar er tölfræðin sem býr að baki spilamennsku Zahavi. Á síðasta tímabili fór hann fyrir liði Maccabi Tel Aviv, skoraði 26 mörk í 40 leikjum og kom alls að 29 mörkum
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Íslenski boltinn Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Fleiri fréttir Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Sjá meira