Musk kallar verkfallsaðgerðir í Svíþjóð „geðveiki“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. nóvember 2023 12:41 Musk er stofnandi Tesla og SpaceX og eigandi X/Twitter. Getty/Christian Marquardt „Þetta er geðveiki,“ segir Elon Musk, stofnandi Tesla, á X/Twitter um verkfallsaðgerðir sem standa yfir í Svíþjóð og beinast gegn starfsstöðvum fyrirtækisins þar í landi. Starfsmenn Tesla berjast nú fyrir því að fá að ganga saman til samninga við fyrirtækið um kaup og kjör en baráttan er einnig sögð snúast um framtíð „sænska módelsins“, það er að segja það fyrirkomulag sem viðhaft er á Norðurlöndunum um að menn séu í verkalýðsfélögum og gangi saman til samninga. Bandarísk fyrirtæki eru sögð hafa grafið undan fyrirkomulaginu á síðustu árum og slitu forsvarsmenn Spotify í Svíþjóð til að mynda viðræðum á dögunum sem snérust um rétt starfsmanna til sameiginlegan samning. Það er verkalýðsfélagið IF Metall sem fer fyrir verkfallsaðgerðunum fyrir starfsmenn Tesla en aðgerðirnar hafa smitað út frá sér og haft þær afleiðingar að fjöldi annarra stétta hefur látið af þjónustu við fyrirtækið. Póstburðarmenn hafa til að mynda neitað að koma nýjum bílnúmerum til skila og þá hafa hafnarstarfsmenn neitað að flytja Tesla-bifreiða um borð eða frá borði til flutnings. Rafvirkjar hafa neitað að þjónusta bifreiðarnar og sama má segja um bílamálara. Ummæli Musk voru viðbrögð við fregnum af þessum samstöðuaðgerðum en sérfræðingar telja Tesla þó munu neyðast til að láta undan að lokum. „Ég veðja á að Tesla verði ekki áfram í Svíþjóð án sameiginlegra samninga. Verkalýðsfélagið mun sigra. Ég á erfitt með að sjá það fyrir mér að verkalýðsfélögin láti undan. Þetta er of stórt mál,“ segir Jesper Hamark, sérfræðingur í efnahagssögu við Háskólann í Gautaborg. Hér má finna umfjöllun Guardian um málið. Tesla Svíþjóð Kjaramál Mest lesið Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Erlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Sjá meira
Starfsmenn Tesla berjast nú fyrir því að fá að ganga saman til samninga við fyrirtækið um kaup og kjör en baráttan er einnig sögð snúast um framtíð „sænska módelsins“, það er að segja það fyrirkomulag sem viðhaft er á Norðurlöndunum um að menn séu í verkalýðsfélögum og gangi saman til samninga. Bandarísk fyrirtæki eru sögð hafa grafið undan fyrirkomulaginu á síðustu árum og slitu forsvarsmenn Spotify í Svíþjóð til að mynda viðræðum á dögunum sem snérust um rétt starfsmanna til sameiginlegan samning. Það er verkalýðsfélagið IF Metall sem fer fyrir verkfallsaðgerðunum fyrir starfsmenn Tesla en aðgerðirnar hafa smitað út frá sér og haft þær afleiðingar að fjöldi annarra stétta hefur látið af þjónustu við fyrirtækið. Póstburðarmenn hafa til að mynda neitað að koma nýjum bílnúmerum til skila og þá hafa hafnarstarfsmenn neitað að flytja Tesla-bifreiða um borð eða frá borði til flutnings. Rafvirkjar hafa neitað að þjónusta bifreiðarnar og sama má segja um bílamálara. Ummæli Musk voru viðbrögð við fregnum af þessum samstöðuaðgerðum en sérfræðingar telja Tesla þó munu neyðast til að láta undan að lokum. „Ég veðja á að Tesla verði ekki áfram í Svíþjóð án sameiginlegra samninga. Verkalýðsfélagið mun sigra. Ég á erfitt með að sjá það fyrir mér að verkalýðsfélögin láti undan. Þetta er of stórt mál,“ segir Jesper Hamark, sérfræðingur í efnahagssögu við Háskólann í Gautaborg. Hér má finna umfjöllun Guardian um málið.
Tesla Svíþjóð Kjaramál Mest lesið Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Erlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Sjá meira