Tvö efstu lið ítölsku úrvalsdeildarinnar, Juventus og Inter, áttust við í stórleik helgarinnar en staðan á toppnum er óbreytt þar sem liðin skildu jöfn, 1-1.
Dušan Vlahović kom heimamönnum yfir með glæsilegri afgreiðslu í teignum í fyrstu snertingu eftir fyrirgjöf frá Federico Chiesa á 27. mínútu.
Skömmu síðar jafnaði Lautaro Martínez metin þar úr skyndisókn sem Marcus Thuram átti fasta fyrirgjöf inn á teiginn sem Martínez kláraði snyrtilega undir Szczęsny í marki Juventus.
Fleiri urðu mörkin ekki. Inter sóttu mun meira en heimamenn vörðust vel eins og ítölsk lið eiga gjarnan til og niðurstaðan 1-1 jafntefli.
Inter því áfram á toppi deildarinnar með 32 stig eftir 13 leiki og Juventus í öðru sæti með 30 stig.