Vilja ekki breyta nöfnum ráðs og sviðs Bjarki Sigurðsson skrifar 27. nóvember 2023 16:31 Skúli Helgason, fulltrúi Samfylkingarinnar í Menningar-, íþrótta- og tómstundaráði, og Kjartan Magnússon, annar fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Menningar-, íþrótta- og tómstundaráði. Vísir/Vilhelm/Sjálfstæðisflokkurinn Meirihlutinn í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkurborgar ætlar ekki að breyta nafngift eins ráðs og eins sviðs innan borgarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn segir það merki um að menningarlíf sé ofar í huga nefndarmanna en íþróttir. Nýlega lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði fram tillögu um að breyta nafni ráðsins, sem og nafni Menningar- og íþróttasviðs. Vildu fulltrúarnir að láta stafrófsröð ráða röð málaflokka. „Með því að láta stafrófsröð ráða í heitinu er lögð áhersla á að þessir mikilvægu málaflokkar séu jafnréttháir í starfsemi Reykjavíkurborgar,“ segir í bókun frá fundi ráðsins. Fulltrúar meirihlutans auk Vinstri grænna höfnuðu þó þessari tillögu. Í þeirra bókun segir að jafnvægi sé á milli menningar og íþrótta í starfsemi bæði ráðsins og sviðsins. Þá sé það ekki venjan að heiti sviða og ráða séu í stafrófsröð, samanber skóla- og frístundasvið, fjármála- og áhættustýringarsvið og umhverfis- og skipulagssvið. „Ekki er þörf er á því að breyta nafni sviðsins af þeim sökum eða öðrum, þvert á móti gæti nafnabreyting nú sent röng skilaboð um aukið vægi íþrótta á kostnað menningar nú þegar sviðið hefur borið nafn menningar- og íþróttasviðs allt þetta ár,“ segir í bókun meirihlutans. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins segja það hins vegar vera sem svo að í þeim tilvikum sem heiti sviða og ráða eru ekki í stafrófsröð sé það vegna pólitískra ákvarðana um mikilvægi viðkomandi málaflokka. „Þannig var ákveðið að hafa umhverfi á undan skipulagi í heiti þess ráðs og sviðs og hið sama gildir einnig um skóla- og frístundaráð og fjármála- og áhættustýringarsvið. Ekki verður því annað séð en að fulltrúar núverandi meirihluti menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs kjósi að haga nafngift nýs ráðs og sviðs eftir því hvor málaflokkurinn er mikilvægari í huga þeirra,“ segir í þeirra bókun. Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Nýlega lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði fram tillögu um að breyta nafni ráðsins, sem og nafni Menningar- og íþróttasviðs. Vildu fulltrúarnir að láta stafrófsröð ráða röð málaflokka. „Með því að láta stafrófsröð ráða í heitinu er lögð áhersla á að þessir mikilvægu málaflokkar séu jafnréttháir í starfsemi Reykjavíkurborgar,“ segir í bókun frá fundi ráðsins. Fulltrúar meirihlutans auk Vinstri grænna höfnuðu þó þessari tillögu. Í þeirra bókun segir að jafnvægi sé á milli menningar og íþrótta í starfsemi bæði ráðsins og sviðsins. Þá sé það ekki venjan að heiti sviða og ráða séu í stafrófsröð, samanber skóla- og frístundasvið, fjármála- og áhættustýringarsvið og umhverfis- og skipulagssvið. „Ekki er þörf er á því að breyta nafni sviðsins af þeim sökum eða öðrum, þvert á móti gæti nafnabreyting nú sent röng skilaboð um aukið vægi íþrótta á kostnað menningar nú þegar sviðið hefur borið nafn menningar- og íþróttasviðs allt þetta ár,“ segir í bókun meirihlutans. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins segja það hins vegar vera sem svo að í þeim tilvikum sem heiti sviða og ráða eru ekki í stafrófsröð sé það vegna pólitískra ákvarðana um mikilvægi viðkomandi málaflokka. „Þannig var ákveðið að hafa umhverfi á undan skipulagi í heiti þess ráðs og sviðs og hið sama gildir einnig um skóla- og frístundaráð og fjármála- og áhættustýringarsvið. Ekki verður því annað séð en að fulltrúar núverandi meirihluti menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs kjósi að haga nafngift nýs ráðs og sviðs eftir því hvor málaflokkurinn er mikilvægari í huga þeirra,“ segir í þeirra bókun.
Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira