Brúará fyrir landi Sels til SVFR Karl Lúðvíksson skrifar 28. nóvember 2023 08:54 Bleikjuveiðin í Brúará getur verið fantagóð Brúará er líklega ein skemmtilegasta silungsá á Suðurlandi en hún er að sama skapi krefjandi en það er líka þess vegna sem hún er skemmtileg. Veiðisvæðið fyrir landi Sels hefur lengi verið sótt af þeim veiðimönnum sem vilja fá smá áskorun í veiði enda launar Brúará ansi rausnarlega þegar það er búið að ná tökum á henni. Hún er líklega ein besta bleikjuveiðiá Suðurlands en í henni má líka finna urriða og lax þegar líður á tímabilið. Sú nýbreytni hefur verið tekin upp að í stað átta stanga sem voru seldar á svæðinu hefur stöngum verið fækkað niður í fjórar. Veiðisvæðið er um fimm kílómetra langt og það er þess vegna nægt pláss fyrir þessar fjórar stangir. Veiði hefst 1. apríl og stendur til 24. september og þess má geta að þarna má veiða á flugu, maðk og spún. Fyrir þá sem vilja ná laxi er besti tíminn frá 20. ágúst og til loka veiðitímans en bleikjuveiðin getur verið góð frá opnun þó hún sé vissulega best frá byrjun júní. Verðið á leyfunum er frá 5.000 kr á stöng pr dag svo þetta er líklega einn besti díll sem hægt er að fá á góðri veiði í dag. Stangveiði Mest lesið Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði SVFR: Vefsalan hafin Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði RISE fluguveiði- hátíðin fer fram 14. apríl Veiði Vatnsleysi gerir laxveiðina erfiða Veiði Fín veiði í nettustu á landsins Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Blanda komin í 3561 lax Veiði Þrjár vikur í rjúpnaveiðina Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði
Veiðisvæðið fyrir landi Sels hefur lengi verið sótt af þeim veiðimönnum sem vilja fá smá áskorun í veiði enda launar Brúará ansi rausnarlega þegar það er búið að ná tökum á henni. Hún er líklega ein besta bleikjuveiðiá Suðurlands en í henni má líka finna urriða og lax þegar líður á tímabilið. Sú nýbreytni hefur verið tekin upp að í stað átta stanga sem voru seldar á svæðinu hefur stöngum verið fækkað niður í fjórar. Veiðisvæðið er um fimm kílómetra langt og það er þess vegna nægt pláss fyrir þessar fjórar stangir. Veiði hefst 1. apríl og stendur til 24. september og þess má geta að þarna má veiða á flugu, maðk og spún. Fyrir þá sem vilja ná laxi er besti tíminn frá 20. ágúst og til loka veiðitímans en bleikjuveiðin getur verið góð frá opnun þó hún sé vissulega best frá byrjun júní. Verðið á leyfunum er frá 5.000 kr á stöng pr dag svo þetta er líklega einn besti díll sem hægt er að fá á góðri veiði í dag.
Stangveiði Mest lesið Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði SVFR: Vefsalan hafin Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði RISE fluguveiði- hátíðin fer fram 14. apríl Veiði Vatnsleysi gerir laxveiðina erfiða Veiði Fín veiði í nettustu á landsins Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Blanda komin í 3561 lax Veiði Þrjár vikur í rjúpnaveiðina Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði