Umræddar skemmdir ná yfir um þrjú hundruð metra kafla á lögninni og sýna myndir að lögnin hafi færst mikið úr stað.
„Þessi staða gerir möguleika á bráðabirgðaviðgerð erfiða. Eina varanlega lausnin er ný lögn. Mikilvægt er að vinna mat á afleiðingum sem takmarkað rennsli vatns eða algert rof hefði á íbúa og starfsemi í Vestmannaeyjum og hrinda af stað mótvægisaðgerðum til að koma í veg fyrir að neyðarástand skapist,“ segir í áðurnefndri tilkynningu.
Sjá einnig: Segir jarðgangaáætlun miklu raunhæfari með kyndilborun
Á næstu dögum verður unnið að tillögu og framkvæmdum til að laga leiðsluna eða bæta ástandið og er markmið þeirrar vinnu að tryggja öryggi og velferð Vestmannaeyinga.
Vatnslögnin er enn nothæf og þjónar vatnsþörfum Vestmannaeyja, svo íbúar þar þurfa ekki að spara eða safna vatni að svo stöddu.