Sækja um leyfi að uppbyggingu jarðhitavirkjunar í Ölfusdal Bjarki Sigurðsson skrifar 28. nóvember 2023 14:56 Frá vinstri: Hera Grímsdóttir, framkvæmdastýra Rannsókna og nýsköpunar OR, Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri OR, Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Mynd/Einar Örn Jónsson Orkuveita Reykjavíkur, sveitarfélagið Ölfus og Títan tilkynntu í dag um áform um að sækja sameiginlega um rannsóknarleyfi með samstarf um nýtingu jarðhita í Ölfusdal í huga. Á blaðamannafundi sem haldinn var í dag var skrifað undir viljayfirlýsingu um verkefnið en fáist rannsóknarleyfið með forgang að nýtingu er fyrirhugað að skrifa undir viljayfirlýsingu um nýtingu jarðhitaauðlindarinnar til framleiðslu á rafmagni og heitu vatni með ábyrgum hætti og lágmörkun umhverfisáhrifa að leiðarljósi. Einnig er lögð áhersla á að afurðir frá virkjuninni verði nýttar til verðmætasköpunar fyrir nærsamfélagið, Ölfus og Hveragerði. „Það skiptir öllu máli að allir aðilar vinni saman til þess að flýta orkuskiptum og tryggja orkuöryggi á svæðinu og landinu öllu. Ég fagna því að sveitarfélagið Ölfus og Orkuveitan nái saman um að halda áfram með þessi mikilvægu verkefni í góðu samkomulagi við hlutaðeigandi aðila,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra á fundinum. Vilja skapa verðmæti Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, segir sveitarfélagið hafa um nokkurt skeið unnið að því að auka velferð á grundvelli umhverfisvænnar verðmætasköpunar. „Ef við viljum verðmætasköpun á borð við það sem við erum nú að vinna að þá þarf að sækja orkuna og það ætlum við að gera á forsendum þeirra umhverfissjónarmiða sem við viljum standa fyrir í samstarfi við okkar góðu samstarfsaðila í Orkuveitu Reykjavíkur,“ sagði Elliði Hera Grímsdóttir, framkvæmdastýra Rannsókna og nýsköpunar hjá Orkuveitu Reykjavíkur, segir að öll áhersla verði lögð á fullnýtingu jarðhitaauðlindarinnar þar sem afurðir frá virkjuninni verða meðal annars nýttar til verðmætasköpunar fyrir nærsamfélagið, Ölfus og Hveragerði. Ölfus Orkumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Jarðhiti Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum Sjá meira
Á blaðamannafundi sem haldinn var í dag var skrifað undir viljayfirlýsingu um verkefnið en fáist rannsóknarleyfið með forgang að nýtingu er fyrirhugað að skrifa undir viljayfirlýsingu um nýtingu jarðhitaauðlindarinnar til framleiðslu á rafmagni og heitu vatni með ábyrgum hætti og lágmörkun umhverfisáhrifa að leiðarljósi. Einnig er lögð áhersla á að afurðir frá virkjuninni verði nýttar til verðmætasköpunar fyrir nærsamfélagið, Ölfus og Hveragerði. „Það skiptir öllu máli að allir aðilar vinni saman til þess að flýta orkuskiptum og tryggja orkuöryggi á svæðinu og landinu öllu. Ég fagna því að sveitarfélagið Ölfus og Orkuveitan nái saman um að halda áfram með þessi mikilvægu verkefni í góðu samkomulagi við hlutaðeigandi aðila,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra á fundinum. Vilja skapa verðmæti Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, segir sveitarfélagið hafa um nokkurt skeið unnið að því að auka velferð á grundvelli umhverfisvænnar verðmætasköpunar. „Ef við viljum verðmætasköpun á borð við það sem við erum nú að vinna að þá þarf að sækja orkuna og það ætlum við að gera á forsendum þeirra umhverfissjónarmiða sem við viljum standa fyrir í samstarfi við okkar góðu samstarfsaðila í Orkuveitu Reykjavíkur,“ sagði Elliði Hera Grímsdóttir, framkvæmdastýra Rannsókna og nýsköpunar hjá Orkuveitu Reykjavíkur, segir að öll áhersla verði lögð á fullnýtingu jarðhitaauðlindarinnar þar sem afurðir frá virkjuninni verða meðal annars nýttar til verðmætasköpunar fyrir nærsamfélagið, Ölfus og Hveragerði.
Ölfus Orkumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Jarðhiti Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum Sjá meira