Halda spilunum þétt að sér | Stjarna Slóvena tæp Valur Páll Eiríksson skrifar 29. nóvember 2023 15:50 Ana Gros er á meðal betri leikmanna heims. Hún hefur verið að glíma við meiðsli að undanförnu. EPA-EFE/FILIP SINGER Slóvenía er fyrsti andstæðingur Íslands á komandi heimsmeistaramóti í handbolta. Meiðsli hafa herjað á útilínu liðsins sem er þó ljóst að er afar sterkur andstæðingur. Stjarna liðsins hefur glímt við meiðsli síðustu vikur. Slóvenía hefur verið fastagestur á stórmótum undanfarin ár og lenti liðið í áttunda sæti á EM á heimavelli í fyrra. Erfitt er að rýna í slóvenska liðið, einnig fyrir starfsteymi Íslands hvað leikgreiningu varðar, þar sem forráðamenn liðsins ákváðu að spila enga æfingaleiki í aðdraganda móts. Meiðsli herja á útilínu liðsins og er útlit fyrir að Svartfellingurinn Dragan Adzic, þjálfari liðsins, hafi viljað nýta allan þann tíma sem hann hefur til að drilla liðið á æfingum frekar en að spila leiki. Leikstjórnandinn Elizabeth Omoregie er gríðarlega hæfileikaríkur leikmaður, sem leikur með CSM Búkarest í Rúmeníu, en ljóst er að hún missir af HM vegna meiðsla. Sömu sögu er að segja af öðrum leikstjórnanda liðsins, Ninu Zulic, sem hefur skorað yfir 120 landsliðsmörk. Hún er einnig er meidd líkt og Nusa Fegic, þriðji meiddi miðjumaður slóvenska liðsins. Nina Spreitzer, leikmaður Krim í heimalandinu, er raunar eini hreinræktaði leikstjórnandinn í 20 kvenna leikmannahópi Slóveníu. Sú hefur verið rulluspilari og verið á eftir áðurnefndum konum í goggunarröðinni og fær tækifæri til að sýna sig og sanna á komandi móti. Sú hefur leikið 54 landsleiki og skorað í þeim 28 mörk. Ana Gros er langstærsta stjarna slóvenska liðsins. Hægri skyttan hefur skorað yfir 700 mörk fyrir landsliðið í 140 landsleikjum og hefur unnið deildartitla víða um Evrópu og sankað að sér markatitlum í Frakklandi, til að mynda. Sú er tæp fyrir fyrsta leik vegna meiðsla í læri. Samkvæmt slóvenskum fjölmiðlum hefur hún ekki æft með liðinu heldur fylgt eigin endurhæfingaráætlun og segir á vef slóvenska handboltasambandsins að hún hafi farið víða um Evrópu að hitta sérfræðinga til að fá bót meina sinna fyrir mótið stóra sem fram undan er. Aðspurður um skyttuna sterku í dag sagði landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson: „Það er kannski gert meira úr þessu en efni standa til. Ég geri ráð fyrir henni í þessum leik, alveg pottþétt,“ „Hún er hugsanlega ekki hundrað prósent en Ana Gros áttatíu prósent er bara frábær leikmaður og ég á von á henni á vellinum á morgun.“ Burtséð frá því er ljóst að verkefnið er strembið gegn sterku slóvensku liði sem óljóst er hvernig mun stilla upp gegn Íslandi á morgun. Leikur Íslands og Slóveníu hefst klukkan 17:00 á morgun og verður gerð góð skil á Vísi. Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Sjá meira
Slóvenía hefur verið fastagestur á stórmótum undanfarin ár og lenti liðið í áttunda sæti á EM á heimavelli í fyrra. Erfitt er að rýna í slóvenska liðið, einnig fyrir starfsteymi Íslands hvað leikgreiningu varðar, þar sem forráðamenn liðsins ákváðu að spila enga æfingaleiki í aðdraganda móts. Meiðsli herja á útilínu liðsins og er útlit fyrir að Svartfellingurinn Dragan Adzic, þjálfari liðsins, hafi viljað nýta allan þann tíma sem hann hefur til að drilla liðið á æfingum frekar en að spila leiki. Leikstjórnandinn Elizabeth Omoregie er gríðarlega hæfileikaríkur leikmaður, sem leikur með CSM Búkarest í Rúmeníu, en ljóst er að hún missir af HM vegna meiðsla. Sömu sögu er að segja af öðrum leikstjórnanda liðsins, Ninu Zulic, sem hefur skorað yfir 120 landsliðsmörk. Hún er einnig er meidd líkt og Nusa Fegic, þriðji meiddi miðjumaður slóvenska liðsins. Nina Spreitzer, leikmaður Krim í heimalandinu, er raunar eini hreinræktaði leikstjórnandinn í 20 kvenna leikmannahópi Slóveníu. Sú hefur verið rulluspilari og verið á eftir áðurnefndum konum í goggunarröðinni og fær tækifæri til að sýna sig og sanna á komandi móti. Sú hefur leikið 54 landsleiki og skorað í þeim 28 mörk. Ana Gros er langstærsta stjarna slóvenska liðsins. Hægri skyttan hefur skorað yfir 700 mörk fyrir landsliðið í 140 landsleikjum og hefur unnið deildartitla víða um Evrópu og sankað að sér markatitlum í Frakklandi, til að mynda. Sú er tæp fyrir fyrsta leik vegna meiðsla í læri. Samkvæmt slóvenskum fjölmiðlum hefur hún ekki æft með liðinu heldur fylgt eigin endurhæfingaráætlun og segir á vef slóvenska handboltasambandsins að hún hafi farið víða um Evrópu að hitta sérfræðinga til að fá bót meina sinna fyrir mótið stóra sem fram undan er. Aðspurður um skyttuna sterku í dag sagði landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson: „Það er kannski gert meira úr þessu en efni standa til. Ég geri ráð fyrir henni í þessum leik, alveg pottþétt,“ „Hún er hugsanlega ekki hundrað prósent en Ana Gros áttatíu prósent er bara frábær leikmaður og ég á von á henni á vellinum á morgun.“ Burtséð frá því er ljóst að verkefnið er strembið gegn sterku slóvensku liði sem óljóst er hvernig mun stilla upp gegn Íslandi á morgun. Leikur Íslands og Slóveníu hefst klukkan 17:00 á morgun og verður gerð góð skil á Vísi.
Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Sjá meira