Of snemmt að ræða það að hleypa Grindvíkingum heim Árni Sæberg og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 29. nóvember 2023 21:50 Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur. Vísir/Arnar Fulltrúar Veðurstofu Íslands fóru til Grindavíkur í dag að meta aðstæður þar. Jarðeðlisfræðingur segir sláandi að sjá hvernig jarðhræringar hafa farið með heimili Grindvíkinga. Þá segir hann of snemmt að ræða það að hleypa íbúum aftur heim. Benedikt Gunnar Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofunni, var einn þeirra vísandamanna sem fóru inn í Grindavík í dag. Hann segir að markmiðið hafi fyrst og fremst verið að ræða við viðbragðsaðila á svæðinu og sjá ummerki eftir jarðhræringarnar þar undanfarið. „Það var pínu erfitt að horfa upp á skemmdirnar og sjá hvernig þetta fer með heimili fólks. Þetta var svolítið sláandi,“ sagði hann í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann sýndi einnig jarðhræringarnar með myndrænum hætti í beinni útsendingu. „Þróunin er sú að við erum að sjá meira og meira landris við Svartsengi. Þá sjáum við merki um virkni við Sundhníksgíga og það er einhver kvika líklega að flæða inn í kvikuganginn.“ Þá segir hann að eldgos gæti enn hafist hvenær sem er og að líklegast sé að það kæmi upp í Svartsengi, milli Hagafells og Sýlingarfells. Atvinnustarfsemi og búseta tvennt ólíkt Í gær hófu ýmis fyrirtæki í Grindavík starfsemi sína á ný í Grindavík og það hélt áfram í dag. Kemur ekki til greina að hleypa íbúum inn aftur nú þegar starfsemi er hafin á ný? „Ég held að það sé of snemmt að fara að ræða það. Við metum þetta náttúrulega frá degi til dags en það er dálítið mikið annað að vera með fólk vakandi á staðnum, sem getur farið, það er hægt að koma því í burtu af staðnum mjög hratt, heldur en að vera með fólk sem sefur þarna og er með alla sína muni. Það er alveg alveg sitt hvor hluturinn og ég held að það verði aðeins að bíða að ræða það að fólk fari að sofa þarna.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Mesta eignartjón síðan í Suðurlandsskjálftanum Að minnsta kosti um tuttugu hús eru talin ónýt í Grindavík eftir jarðskjálftana. Matsmenn eru enn að störfum og því gætu fleiri hús verið metin óíbúðarhæf. Forstjóri Náttúruhamfaratrygginga Íslands segir um mesta eigntjón að ræða síðan í Suðurlandskjálftunum árið 2008. 29. nóvember 2023 12:07 Áfram líkur á eldgosi Áfram eru líkur á eldgosi á Reykjanesskaga og er líklegasti staðurinn ef til þess kemur austan Sýlingarfells. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofunni. 29. nóvember 2023 11:21 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Benedikt Gunnar Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofunni, var einn þeirra vísandamanna sem fóru inn í Grindavík í dag. Hann segir að markmiðið hafi fyrst og fremst verið að ræða við viðbragðsaðila á svæðinu og sjá ummerki eftir jarðhræringarnar þar undanfarið. „Það var pínu erfitt að horfa upp á skemmdirnar og sjá hvernig þetta fer með heimili fólks. Þetta var svolítið sláandi,“ sagði hann í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann sýndi einnig jarðhræringarnar með myndrænum hætti í beinni útsendingu. „Þróunin er sú að við erum að sjá meira og meira landris við Svartsengi. Þá sjáum við merki um virkni við Sundhníksgíga og það er einhver kvika líklega að flæða inn í kvikuganginn.“ Þá segir hann að eldgos gæti enn hafist hvenær sem er og að líklegast sé að það kæmi upp í Svartsengi, milli Hagafells og Sýlingarfells. Atvinnustarfsemi og búseta tvennt ólíkt Í gær hófu ýmis fyrirtæki í Grindavík starfsemi sína á ný í Grindavík og það hélt áfram í dag. Kemur ekki til greina að hleypa íbúum inn aftur nú þegar starfsemi er hafin á ný? „Ég held að það sé of snemmt að fara að ræða það. Við metum þetta náttúrulega frá degi til dags en það er dálítið mikið annað að vera með fólk vakandi á staðnum, sem getur farið, það er hægt að koma því í burtu af staðnum mjög hratt, heldur en að vera með fólk sem sefur þarna og er með alla sína muni. Það er alveg alveg sitt hvor hluturinn og ég held að það verði aðeins að bíða að ræða það að fólk fari að sofa þarna.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Mesta eignartjón síðan í Suðurlandsskjálftanum Að minnsta kosti um tuttugu hús eru talin ónýt í Grindavík eftir jarðskjálftana. Matsmenn eru enn að störfum og því gætu fleiri hús verið metin óíbúðarhæf. Forstjóri Náttúruhamfaratrygginga Íslands segir um mesta eigntjón að ræða síðan í Suðurlandskjálftunum árið 2008. 29. nóvember 2023 12:07 Áfram líkur á eldgosi Áfram eru líkur á eldgosi á Reykjanesskaga og er líklegasti staðurinn ef til þess kemur austan Sýlingarfells. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofunni. 29. nóvember 2023 11:21 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Mesta eignartjón síðan í Suðurlandsskjálftanum Að minnsta kosti um tuttugu hús eru talin ónýt í Grindavík eftir jarðskjálftana. Matsmenn eru enn að störfum og því gætu fleiri hús verið metin óíbúðarhæf. Forstjóri Náttúruhamfaratrygginga Íslands segir um mesta eigntjón að ræða síðan í Suðurlandskjálftunum árið 2008. 29. nóvember 2023 12:07
Áfram líkur á eldgosi Áfram eru líkur á eldgosi á Reykjanesskaga og er líklegasti staðurinn ef til þess kemur austan Sýlingarfells. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofunni. 29. nóvember 2023 11:21