Myndir: Rosalynn Carter kvödd af eiginmanninum til 77 ára Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. nóvember 2023 16:46 Jimmy Carter var viðstaddur útför eiginkonu sinnar, Rosalynn. EPA-EFE/ALEX BRANDON Rosalynn Carter, rithöfundur, aktívisti og fyrrverandi forsetafrú var kvödd í gær. Jarðarför hennar fór fram í Maranatha kirkju í heimabæ hennar, smábænum Plains skammt frá Atlanta borg í Georgíu. Carter lést þann 19. nóvember síðastliðinn 96 ára gömul. Eiginmaður hennar, hinn 99 ára gamli Jimmy Carter, var viðstaddur jarðarförina í hjólastól. Hann hefur sætt líknandi meðferð síðan í febrúar. Þau höfðu verið gift í 77 ár þegar hún lést. Presturinn Tony Lowden sá um guðsþjónustu í jarðarförinni. Hundruð gesta heimsóttu smábæinn þar sem hún og Jimmy fæddust til þess að votta henni virðingu sína. Þúsund manns voru viðstaddir guðsþjónustuna. Rosalynn fór mikinn í lifandi lífi og breytti ásýnd forsetafrú Bandaríkjanna. Hún tók mun meiri þátt á opinberum vettvangi og beitti sér fyrir ýmsum málum í starfi. Hún var til að mynda ötul baráttukona fyrir bættri geðheilbrigðisþjónustu. Mikill viðbúnaður var í smábænum. EPA-EFE/ALEX BRANDON Undanfarin ár voru hún og eiginmaður hennar dugleg að taka á móti gestum á heimili sínu í uppeldisbænum. Hún var hans helsti pólitíski ráðgjafi og sagði Jack Carter, sonur þeirra, að þau hefðu verið jafningjar í öllum skilningi þess orðs. Þó nokkur heimsþekkt andlit voru viðstödd jarðarförina. Þar á meðal forsetahjónin Joe og Jill Biden, fyrrverandi forsetinn Bill Clinton auk eiginkonu hans Hillary Clinton. Þúsund manns voru viðstaddir útförina.EPA-EFE/ALEX BRANDON / POOL Barnabarnabarn Rosalynn, Charles Jeffrey Carter, las upp úr Biblíunni í útför langömmu sinnar. EPA-EFE/ALEX BRANDON Fyrrverandi forsetinn sat við hlið núverandi Bandaríkjaforseta og öðrum fyrrverandi við athöfnina. EPA-EFE/ALEX BRANDON Joe Biden Bandaríkjaforseti mætti auðvitað í útförina.EPA-EFE/Brynn Anderson Jill Biden er forsetafrú Bandaríkjanna. EPA-EFE/BRYNN ANDERSON Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, lét sig ekki vanta. Hún var fyrst kvenna til þess að gegna þeirri stöðu.EPA-EFE/Brynn Anderson Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, vottaði virðingu sína. Hann er þriðji á eftir Carter í röð forsetanna.EPA-EFE/BRYNN ANDERSON Hillary Clinton fylgdi kollega sínum til grafar.EPA-EFE/Brynn Anderson Melania Trump, fyrrverandi forsetafrú, mætti. EPA-EFE/Brynn Anderson Bandaríkin Jimmy Carter Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Innlent „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Innlent Fleiri fréttir Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Sjá meira
Carter lést þann 19. nóvember síðastliðinn 96 ára gömul. Eiginmaður hennar, hinn 99 ára gamli Jimmy Carter, var viðstaddur jarðarförina í hjólastól. Hann hefur sætt líknandi meðferð síðan í febrúar. Þau höfðu verið gift í 77 ár þegar hún lést. Presturinn Tony Lowden sá um guðsþjónustu í jarðarförinni. Hundruð gesta heimsóttu smábæinn þar sem hún og Jimmy fæddust til þess að votta henni virðingu sína. Þúsund manns voru viðstaddir guðsþjónustuna. Rosalynn fór mikinn í lifandi lífi og breytti ásýnd forsetafrú Bandaríkjanna. Hún tók mun meiri þátt á opinberum vettvangi og beitti sér fyrir ýmsum málum í starfi. Hún var til að mynda ötul baráttukona fyrir bættri geðheilbrigðisþjónustu. Mikill viðbúnaður var í smábænum. EPA-EFE/ALEX BRANDON Undanfarin ár voru hún og eiginmaður hennar dugleg að taka á móti gestum á heimili sínu í uppeldisbænum. Hún var hans helsti pólitíski ráðgjafi og sagði Jack Carter, sonur þeirra, að þau hefðu verið jafningjar í öllum skilningi þess orðs. Þó nokkur heimsþekkt andlit voru viðstödd jarðarförina. Þar á meðal forsetahjónin Joe og Jill Biden, fyrrverandi forsetinn Bill Clinton auk eiginkonu hans Hillary Clinton. Þúsund manns voru viðstaddir útförina.EPA-EFE/ALEX BRANDON / POOL Barnabarnabarn Rosalynn, Charles Jeffrey Carter, las upp úr Biblíunni í útför langömmu sinnar. EPA-EFE/ALEX BRANDON Fyrrverandi forsetinn sat við hlið núverandi Bandaríkjaforseta og öðrum fyrrverandi við athöfnina. EPA-EFE/ALEX BRANDON Joe Biden Bandaríkjaforseti mætti auðvitað í útförina.EPA-EFE/Brynn Anderson Jill Biden er forsetafrú Bandaríkjanna. EPA-EFE/BRYNN ANDERSON Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, lét sig ekki vanta. Hún var fyrst kvenna til þess að gegna þeirri stöðu.EPA-EFE/Brynn Anderson Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, vottaði virðingu sína. Hann er þriðji á eftir Carter í röð forsetanna.EPA-EFE/BRYNN ANDERSON Hillary Clinton fylgdi kollega sínum til grafar.EPA-EFE/Brynn Anderson Melania Trump, fyrrverandi forsetafrú, mætti. EPA-EFE/Brynn Anderson
Bandaríkin Jimmy Carter Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Innlent „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Innlent Fleiri fréttir Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Sjá meira