Porosjenkó var forseti Úkraínu frá 2014 til 2019 og hafði skipulagt fundi með valdamiklu fólki í Evrópu en þurfti að aflýsa þeim vegna þess að honum var ekki hleypt úr landi.
Saka Kreml um aðild
Öryggisþjónusta Úkraína segir Ungverjalandsforseta reglulega viðra andúkraínsk viðhorf og sakaði Kreml um að hafa stillt fundinum upp sem þætti í „upplýsinga- og sálrænum hernaði gegn Úkraínu.“
Zoltan Kovács, talsmaður ungversku ríkisstjórnarinnar, birti í kjölfarið færslu á samfélagsmiðilinn X, áður Twitter, þar sem hann sagði Ungverjaland ekki hafa neinn áhuga á „innanríkis stjórnmáladeilum Selenskí forseta.“
In response to the statement published on the Security Service of Ukraine @ServiceSsu website:
— Zoltan Kovacs (@zoltanspox) December 2, 2023
Hungary does not wish to play any part in President @ZelenskyyUa s internal political struggles. News reports such as this and these political purges are yet another indication that
„Slíkar fréttir og slíkar pólitískar hreinsanir er enn annað sem bendir til þess að Úkraína sé ekki tilbúin að ganga í Evrópusambandið,“ bætti hann við.
Áður neitað við landamærin
Porosjenkó hefur áður verið neitað að yfirgefa landið, meðal annars í maí síðastliðnum þegar hann hugðist fara til Litháen. Eftir að hann fór úr embætti hefur hann sætt rannsóknum fyrir föðurlandssvik og spillingu sem hann heldur fram að hafi verið skipulagðar af arftaka hans og pólitíska erkifjanda Selenskí, núverandi forseta Úkraínu.