„Ég get ekki séð að við séum fyrir neinum“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 4. desember 2023 19:42 Ragna fagnar 85 ára afmæli á morgun og segist vonast til að ná að eyða mörgum sumrum í viðbót í húsinu sínu fallega í Heiðmörk. Vísir/Einar Orkuveita Reykjavíkur hefur höfðað útburðarmál á hendur hóps sumarhúsaeigenda í Heiðmörk. Kona sem ólst upp á svæðinu og fagnar 85 ára afmæli á morgun segist ekki munu láta húsið sitt af hendi án baráttu. Í miðri Heiðmörk, útivistarperlu Reykvíkinga, standa nokkur sumarhús sem sum voru byggð á tímum seinni heimstyrjaldarinnar. Eigendurnir eru margir á níræðis-og tíræðisaldri. Landið er í eigu Orkuveitu Reykjavíkur sem nú hefur höfðað aðfarargerð gegn eigendum átta sumarhúsa. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 hittum við Rögnu Þorsteins, eiganda eins elsta sumarhússins. Hún hefur eytt öllum sumrum frá unga aldri í sumarbústað fjölskyldunnar sem gengið hefur kynslóða á milli og lýsir lífinu í sveitinni í fréttinni. „Hingað fluttum við á vorin eftir skóla. Við fórum á vörubíl með börnin, blómin, saumavélina og sængurföt, og gömlu afasysturina sem bjó hjá okkur þangað til hún dó. Þetta voru yndisleg sumur. Svo var farið aftur í bæinn á veturna í skólann.“ Kaldar kveðjur í tilefni afmælis Ragna fagnar 85 ára afmæli á morgun og segir Orkuveituna og Reykjavíkurborg senda sér kaldar kveðjur í tilefni dagsins. „Á í alvöru að fara bera okkur út eftir allan þennan tíma með engum rökum? Mér finnst það svolítið sárt og ljótt, satt að segja.“ Ég get ekki séð að við séum fyrir neinum. „Okkar vatni stafar engin hætta af þessu fólki þarna í Heiðmörk“ Katrín Oddsdóttir er lögmaður Rögnu en hún segir í raun og veru ekkert valda því að til standi að reka fólkið í burtu. Vatnsbólum stafi ekki hætta af bústöðunum því þeir standi neðst á svæðunum og engir bústaðir séu á skilgreindum brunnsvæðum vatnsverndar. Húsið er tæplega hundrað ára gamalt og er fjölskyldunni einstaklega dýrmætt. Vísir/Einar „Aðalskipulag Reykjavíkurborgar tekur sérstaklega á því að þessi hús geti verið þarna í samræmi við vatnsverndarskipulag á svæðinu,“ segir Katrín. „Okkar vatni stafar engin hætta af þessu fólki þarna í Heiðmörk. Það er mjög óheppilegt að hvergi sé hægt að finna fundargerð um það hvers vegna þetta ofboðslega offors hefur hlaupið í Orkuveituna, og Reykjavíkurborg virðist heldur ekki geta gripið í taumana. Þetta er bara mjög undarleg staða satt að segja.“ Segja Heilbrigðiseftirlitið hafa lýst yfir áhyggjum Búseta á grannsvæðum vatnsverndar er óheimil en í tilkynningu sem Orkuveitan sendi frá sér í dag kemur fram að afstaða fyrirtækisins hafi legið fyrir í um tuttugu ár. Þegar hafi náðst samkomulag við meirihluta sumarhúseigenda í Heiðmörk um hvernig byggð þar leggist af. „Núverandi vatnsvernd höfuðborgarsvæðisins, sem var samþykkt af öllum sveitarfélögunum árið 2015, er alveg skýr um það að íbúabyggð er bönnuð innan vatnsverndarinnar. Yfirstandandi dómsmál OR er gagnvart húseigendum á svæðinu sem hafa alfarið hafnað samningum. Þau sem gengið hafa til samninga við OR halda húsum sínum til ársins 2030,“ segir í tilkynningunni. „Almenna reglan er sú að heilsársbúseta í frístundahúsum er ekki heimil og hefur til að mynda Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur lýst áhyggjum af viðvarandi búsetu innan vatnsverndarinnar.“ Katrín Oddsdóttir, lögmaður Rögnu, segir málið allt hið undarlegasta.Vísir/Vilhelm Katrín bendir á að Minjastofnum og Borgarsögusafn Reykjavíkur hafi fengið augastað á byggðinni sem menningarlegum verðmætum, en elsti bústaðurinn er frá 1908. Tvö hús hafa þegar verið friðuð og mörg önnur eru umsagnarskyld. „Það sem mér finnst svo alvarlegt í þessu er að Minjastofnun, sem er nú okkar eini aðili sem berst fyrir því að passa upp á menninguna okkar, er búin að segja að það þurfi að skoða svæðið. Og að fara þá af stað með dómsmál til að krefjast þess að þetta aldrað fólk sé borið úr húsunum sínum á sama tíma finnst mér mjög persónulega mjög forkastanlegt,“ segir Katrín. Vill að Reykjavíkurborg stígi inn í Orkuveitan er að langstærstum hluta í eigu Reykjavíkurborgar sem fer með 94% eignarhlut. Katrín kallar eftir því að borgin stígi inn i og að sest verði til samninga. „En það verður að gerast hratt, því málið verður tekið fyrir núna á miðvikudaginn. Þannig ef kjörnir fulltrúar okkar og Reykjavíkurborg ætla reyna aðhafast eitthvað í málinu eða Orkuveitan sjálf, þá er tækifærið bara núna,“ segir Katrín. Ragna ætlar ekki að gefast upp fyrr en í fulla hnefana.Vísir/Einar Sjálf ætlar Ragna ekki að gefast upp fyrr en í fulla hnefana. „Aldeilis ekki. Ég er ekki dauð ennþá.“ Reykjavík Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Sjá meira
Í miðri Heiðmörk, útivistarperlu Reykvíkinga, standa nokkur sumarhús sem sum voru byggð á tímum seinni heimstyrjaldarinnar. Eigendurnir eru margir á níræðis-og tíræðisaldri. Landið er í eigu Orkuveitu Reykjavíkur sem nú hefur höfðað aðfarargerð gegn eigendum átta sumarhúsa. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 hittum við Rögnu Þorsteins, eiganda eins elsta sumarhússins. Hún hefur eytt öllum sumrum frá unga aldri í sumarbústað fjölskyldunnar sem gengið hefur kynslóða á milli og lýsir lífinu í sveitinni í fréttinni. „Hingað fluttum við á vorin eftir skóla. Við fórum á vörubíl með börnin, blómin, saumavélina og sængurföt, og gömlu afasysturina sem bjó hjá okkur þangað til hún dó. Þetta voru yndisleg sumur. Svo var farið aftur í bæinn á veturna í skólann.“ Kaldar kveðjur í tilefni afmælis Ragna fagnar 85 ára afmæli á morgun og segir Orkuveituna og Reykjavíkurborg senda sér kaldar kveðjur í tilefni dagsins. „Á í alvöru að fara bera okkur út eftir allan þennan tíma með engum rökum? Mér finnst það svolítið sárt og ljótt, satt að segja.“ Ég get ekki séð að við séum fyrir neinum. „Okkar vatni stafar engin hætta af þessu fólki þarna í Heiðmörk“ Katrín Oddsdóttir er lögmaður Rögnu en hún segir í raun og veru ekkert valda því að til standi að reka fólkið í burtu. Vatnsbólum stafi ekki hætta af bústöðunum því þeir standi neðst á svæðunum og engir bústaðir séu á skilgreindum brunnsvæðum vatnsverndar. Húsið er tæplega hundrað ára gamalt og er fjölskyldunni einstaklega dýrmætt. Vísir/Einar „Aðalskipulag Reykjavíkurborgar tekur sérstaklega á því að þessi hús geti verið þarna í samræmi við vatnsverndarskipulag á svæðinu,“ segir Katrín. „Okkar vatni stafar engin hætta af þessu fólki þarna í Heiðmörk. Það er mjög óheppilegt að hvergi sé hægt að finna fundargerð um það hvers vegna þetta ofboðslega offors hefur hlaupið í Orkuveituna, og Reykjavíkurborg virðist heldur ekki geta gripið í taumana. Þetta er bara mjög undarleg staða satt að segja.“ Segja Heilbrigðiseftirlitið hafa lýst yfir áhyggjum Búseta á grannsvæðum vatnsverndar er óheimil en í tilkynningu sem Orkuveitan sendi frá sér í dag kemur fram að afstaða fyrirtækisins hafi legið fyrir í um tuttugu ár. Þegar hafi náðst samkomulag við meirihluta sumarhúseigenda í Heiðmörk um hvernig byggð þar leggist af. „Núverandi vatnsvernd höfuðborgarsvæðisins, sem var samþykkt af öllum sveitarfélögunum árið 2015, er alveg skýr um það að íbúabyggð er bönnuð innan vatnsverndarinnar. Yfirstandandi dómsmál OR er gagnvart húseigendum á svæðinu sem hafa alfarið hafnað samningum. Þau sem gengið hafa til samninga við OR halda húsum sínum til ársins 2030,“ segir í tilkynningunni. „Almenna reglan er sú að heilsársbúseta í frístundahúsum er ekki heimil og hefur til að mynda Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur lýst áhyggjum af viðvarandi búsetu innan vatnsverndarinnar.“ Katrín Oddsdóttir, lögmaður Rögnu, segir málið allt hið undarlegasta.Vísir/Vilhelm Katrín bendir á að Minjastofnum og Borgarsögusafn Reykjavíkur hafi fengið augastað á byggðinni sem menningarlegum verðmætum, en elsti bústaðurinn er frá 1908. Tvö hús hafa þegar verið friðuð og mörg önnur eru umsagnarskyld. „Það sem mér finnst svo alvarlegt í þessu er að Minjastofnun, sem er nú okkar eini aðili sem berst fyrir því að passa upp á menninguna okkar, er búin að segja að það þurfi að skoða svæðið. Og að fara þá af stað með dómsmál til að krefjast þess að þetta aldrað fólk sé borið úr húsunum sínum á sama tíma finnst mér mjög persónulega mjög forkastanlegt,“ segir Katrín. Vill að Reykjavíkurborg stígi inn í Orkuveitan er að langstærstum hluta í eigu Reykjavíkurborgar sem fer með 94% eignarhlut. Katrín kallar eftir því að borgin stígi inn i og að sest verði til samninga. „En það verður að gerast hratt, því málið verður tekið fyrir núna á miðvikudaginn. Þannig ef kjörnir fulltrúar okkar og Reykjavíkurborg ætla reyna aðhafast eitthvað í málinu eða Orkuveitan sjálf, þá er tækifærið bara núna,“ segir Katrín. Ragna ætlar ekki að gefast upp fyrr en í fulla hnefana.Vísir/Einar Sjálf ætlar Ragna ekki að gefast upp fyrr en í fulla hnefana. „Aldeilis ekki. Ég er ekki dauð ennþá.“
Reykjavík Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Sjá meira