Aðstandendur komi með rauða rós fyrir þá sem þau hafi misst Lovísa Arnardóttir skrifar 4. desember 2023 15:31 Frá vinstri er Dagbjört Ósk Steindórsdóttir, Guðlaug Baldursdóttir og svo Gunnar Ingi Valgeirsson. Þrír aðstandendur fólks með fíknisjúkdóma hafa fengið nóg af úrræðaleysi stjórnvalda og biðlistum og boða til mótmæla næsta laugardag á Austurvelli frá klukkan 13 til 15. Auk þess hafa þau stofnað ný samtök fyrir aðstandendur sem kallast Samtök aðstandenda og fíknisjúkra, SAF. Að samtökunum standa þau Gunnar Ingi Valgeirsson, sem er með hlaðvarpið Lífið á biðlista, Guðlaug Baldursdóttir og Dagbjört Ósk Steindórsdóttir, sem báðar eru aðstandendur. Dagbjört sagði sögu sína og sonar síns fyrir stuttu í kvöldfréttum Stöðvar 2 en sonur hennar hefur glímt við fíknisjúkdóm síðustu sextán árin. „Við biðjum þá sem hafa misst einhvern úr þessum sjúkdómi að koma með rauða rós eða blóm á laugardaginn fyrir hverja manneskju sem þau hafa misst og leggja á tröppur Alþingishússins. Til að hjálpa þeim að sjá hversu marga við erum að missa,“ segir Gunnar Ingi. Hann segir dagskrá mótmælanna enn í mótun en að Páll Óskar Hjálmtýsson, söngvari, ætli að segja nokkur orð sem aðstandandi og taka lagið. Þá ætli einnig þingmennirnir Sigmar Guðmundsson, úr Viðreisn, og Inga Sæland, úr Flokki fólksins, að segja nokkur orð. „Eftir það verður orðið gefið laust,“ segir Gunnar Ingi. Hann segir kröfur þeirra skýrar á fundinum. Þau vilji afeitrunarstöð sem sé ríkisrekin og á spítala. „Það sé einskonar bráðamóttaka fyrir þau sem eru með fíknisjúkdóma. Við viljum að fólk geti mætt og fengið þá aðstoð sem þau þurfa.“ Fjórir látnir úr meðferðinni Gunnar Ingi hefur sjálfur glímt við fíknisjúkdóm í um þrettán ár. Hann fór í meðferð fyrr á þessu ári og eftir að hann lauk henni byrjaði hann með hlaðvarpið Lífið á biðlista. „Ég var sjálfur í sex mánaða meðferð á þessu ári. Ég útskrifaðist í ágúst og það eru fjórir af þeim sem ég var með í meðferð dánir núna. Ég er búin að vera að glíma við þennan sjúkdóm í þrettán ár og er búinn sjá mjög marga fara.“ Hann segir að eftir að hann stofnaði hlaðvarpið hafi fólk mikið samband og vilji segja sína sögu. „Ég stofnaði í kringum það stuðningshóp á Facebook fyrir fólk. Ég fékk svo mikið af skilaboðum frá fólki sem vildi koma í þáttinn og ég gat ekki tekið alla. Ég bjó til þennan hóp og þar var fólk að pósta sínum reynslusögum,“ segir Gunnar og að þannig hafi hann kynnst Guðlaugu. „Hún sendi mér skilaboð og sagði að hún og Dagbjört hefðu verið að tala saman og vildu gera eitthvað í þessu. Þá stofnuðum við þrjú samtökin.“ Hann segir að þau hafi strax ákveðið að þeirra fyrsta verk væri að skipuleggja mótmæli. „Við Dagbjört erum bæði aðstandendur og alkóhólistar en Guðlaug er aðstandandi. Við sem hópum höfum aldrei barist fyrir þessu og það var kominn tími á að mótmæla þessum löngu biðlistum og aðgerðaleysi stjórnvalda. Við erum með SÁÁ og Vog. Það eru félagasamtök sem eru rekin á styrkjum frá ríkinu og frjálsum framlögum. Við erum að láta þessi félagasamtök sjá um alla afeitrun á þessum lífshættulega sjúkdómi og okkur finnst tímabært að ríkisstjórnin taki ábyrgð á þessum sjúkdómi. Með alla aðra sjúkdóma sem þú færð er það á ábyrgð heilbrigðiskerfisins að annast þann sjúkdóm. En ekki þennan sjúkdóm þar sem við erum að missa hátt í hundrað manns á hverju ári,“ segir Gunnar Ingi. Komin með nóg af aðgerðaleysi Hann segir fólk of oft mæta lokuðum dyrum í heilbrigðiskerfinu og að meðalbið á Vogi sé núna um níu mánuðir. Það séu um 700 á bið á Vogi og hundrað á Krýsuvík og Hlaðgerðarkoti. Gunnar Ingi segir að þau séu alveg komin með nóg af aðgerðaleysinu. Guðlaug hafi verið að glíma við kerfið vegna sonar síns í um tuttugu ár og sé orðin öryrki. Bæði hún og Dagbjört byrji alla daga á því að kíkja á símann til að athuga hvort að spítalinn eða lögreglan hafi hringt. „Aðstandendurnir eru þeir sem lenda í því að sjá um það að fá hjálp fyrir veika fólkið sitt. Það er ekki þannig með aðra sjúkdóma. Þá færðu bara þá þjónustu sem þú þarft þegar þú þarft hana.“ Hægt er að kynna sér samtökin og viðburðinn á Facebook hér að neðan. Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira
Að samtökunum standa þau Gunnar Ingi Valgeirsson, sem er með hlaðvarpið Lífið á biðlista, Guðlaug Baldursdóttir og Dagbjört Ósk Steindórsdóttir, sem báðar eru aðstandendur. Dagbjört sagði sögu sína og sonar síns fyrir stuttu í kvöldfréttum Stöðvar 2 en sonur hennar hefur glímt við fíknisjúkdóm síðustu sextán árin. „Við biðjum þá sem hafa misst einhvern úr þessum sjúkdómi að koma með rauða rós eða blóm á laugardaginn fyrir hverja manneskju sem þau hafa misst og leggja á tröppur Alþingishússins. Til að hjálpa þeim að sjá hversu marga við erum að missa,“ segir Gunnar Ingi. Hann segir dagskrá mótmælanna enn í mótun en að Páll Óskar Hjálmtýsson, söngvari, ætli að segja nokkur orð sem aðstandandi og taka lagið. Þá ætli einnig þingmennirnir Sigmar Guðmundsson, úr Viðreisn, og Inga Sæland, úr Flokki fólksins, að segja nokkur orð. „Eftir það verður orðið gefið laust,“ segir Gunnar Ingi. Hann segir kröfur þeirra skýrar á fundinum. Þau vilji afeitrunarstöð sem sé ríkisrekin og á spítala. „Það sé einskonar bráðamóttaka fyrir þau sem eru með fíknisjúkdóma. Við viljum að fólk geti mætt og fengið þá aðstoð sem þau þurfa.“ Fjórir látnir úr meðferðinni Gunnar Ingi hefur sjálfur glímt við fíknisjúkdóm í um þrettán ár. Hann fór í meðferð fyrr á þessu ári og eftir að hann lauk henni byrjaði hann með hlaðvarpið Lífið á biðlista. „Ég var sjálfur í sex mánaða meðferð á þessu ári. Ég útskrifaðist í ágúst og það eru fjórir af þeim sem ég var með í meðferð dánir núna. Ég er búin að vera að glíma við þennan sjúkdóm í þrettán ár og er búinn sjá mjög marga fara.“ Hann segir að eftir að hann stofnaði hlaðvarpið hafi fólk mikið samband og vilji segja sína sögu. „Ég stofnaði í kringum það stuðningshóp á Facebook fyrir fólk. Ég fékk svo mikið af skilaboðum frá fólki sem vildi koma í þáttinn og ég gat ekki tekið alla. Ég bjó til þennan hóp og þar var fólk að pósta sínum reynslusögum,“ segir Gunnar og að þannig hafi hann kynnst Guðlaugu. „Hún sendi mér skilaboð og sagði að hún og Dagbjört hefðu verið að tala saman og vildu gera eitthvað í þessu. Þá stofnuðum við þrjú samtökin.“ Hann segir að þau hafi strax ákveðið að þeirra fyrsta verk væri að skipuleggja mótmæli. „Við Dagbjört erum bæði aðstandendur og alkóhólistar en Guðlaug er aðstandandi. Við sem hópum höfum aldrei barist fyrir þessu og það var kominn tími á að mótmæla þessum löngu biðlistum og aðgerðaleysi stjórnvalda. Við erum með SÁÁ og Vog. Það eru félagasamtök sem eru rekin á styrkjum frá ríkinu og frjálsum framlögum. Við erum að láta þessi félagasamtök sjá um alla afeitrun á þessum lífshættulega sjúkdómi og okkur finnst tímabært að ríkisstjórnin taki ábyrgð á þessum sjúkdómi. Með alla aðra sjúkdóma sem þú færð er það á ábyrgð heilbrigðiskerfisins að annast þann sjúkdóm. En ekki þennan sjúkdóm þar sem við erum að missa hátt í hundrað manns á hverju ári,“ segir Gunnar Ingi. Komin með nóg af aðgerðaleysi Hann segir fólk of oft mæta lokuðum dyrum í heilbrigðiskerfinu og að meðalbið á Vogi sé núna um níu mánuðir. Það séu um 700 á bið á Vogi og hundrað á Krýsuvík og Hlaðgerðarkoti. Gunnar Ingi segir að þau séu alveg komin með nóg af aðgerðaleysinu. Guðlaug hafi verið að glíma við kerfið vegna sonar síns í um tuttugu ár og sé orðin öryrki. Bæði hún og Dagbjört byrji alla daga á því að kíkja á símann til að athuga hvort að spítalinn eða lögreglan hafi hringt. „Aðstandendurnir eru þeir sem lenda í því að sjá um það að fá hjálp fyrir veika fólkið sitt. Það er ekki þannig með aðra sjúkdóma. Þá færðu bara þá þjónustu sem þú þarft þegar þú þarft hana.“ Hægt er að kynna sér samtökin og viðburðinn á Facebook hér að neðan.
Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira